Loftgæði í Beijing mjög hættuleg Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. mars 2021 08:48 Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Getty Gríðarleg loftmengun er nú í kínversku höfuðborginni Beijing en öflugur sandstormur blæs yfir borgina og eykur enn á þá miklu mengun sem fyrir er venjulega í stórborginni. Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Loftgæði eru nú sögð afar hættuleg en loftgæði mældust þar í morgun 999 á hinum svokallaða AQI skala. Á sama tíma sýndu mælar í Tokyo 52, Í Sidney 17 og 26 í New York, til samanburðar. Svifryksmengunin í borginni mældist 600 á sama tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að loftgæði á þeim skala megi helst ekki fara mikið upp fyrir 25. Sandstormurinn þekur tólf héröð Kína gulu ryki og sandi, samkvæmt frétt South China Morning Post, og hefur veðurstofa landsins sett á gula viðvörun, sem er sú næst hæsta af fjórum. Borgin verður reglulega fyrir sandstormum frá Góbí eyðimörkinni í mars og apríl en veðurstofa Kína segir þennan þann versta sem sést hafi í áratug. Reuters segir Peking verða reglulega fyrir sandstormum vegna nálægðar höfuðborgarinnar við Góbíeyðimörkina og sömuleiðis vegna skógareyðingar í norðvesturhluta Kína. Frá Tiananmentorgi í Peking.Getty Ráðamenn þar hafa reynt að gróðursetja nýja skóga og bæta ástand svæðisins og segja það hafa hjálpað. Umhverfisráðuneyti Kína sagði í fyrra að stormarnir kæmu seinna á árinu og hættu fyrr, miðað við fyrir áratug síðan. Þó sandstormarnir hafi skánað hefur mengun verið mikið á svæðinu. Í Peking lýsti einn íbúi ástandinu við heimsendi, í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Skólar felldu niður alla viðburði utandyra og fólki með undirliggjandi heilsukvilla var ráðlagt að halda sig innandyra. Kína Loftslagsmál Mongólía Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Loftgæði eru nú sögð afar hættuleg en loftgæði mældust þar í morgun 999 á hinum svokallaða AQI skala. Á sama tíma sýndu mælar í Tokyo 52, Í Sidney 17 og 26 í New York, til samanburðar. Svifryksmengunin í borginni mældist 600 á sama tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að loftgæði á þeim skala megi helst ekki fara mikið upp fyrir 25. Sandstormurinn þekur tólf héröð Kína gulu ryki og sandi, samkvæmt frétt South China Morning Post, og hefur veðurstofa landsins sett á gula viðvörun, sem er sú næst hæsta af fjórum. Borgin verður reglulega fyrir sandstormum frá Góbí eyðimörkinni í mars og apríl en veðurstofa Kína segir þennan þann versta sem sést hafi í áratug. Reuters segir Peking verða reglulega fyrir sandstormum vegna nálægðar höfuðborgarinnar við Góbíeyðimörkina og sömuleiðis vegna skógareyðingar í norðvesturhluta Kína. Frá Tiananmentorgi í Peking.Getty Ráðamenn þar hafa reynt að gróðursetja nýja skóga og bæta ástand svæðisins og segja það hafa hjálpað. Umhverfisráðuneyti Kína sagði í fyrra að stormarnir kæmu seinna á árinu og hættu fyrr, miðað við fyrir áratug síðan. Þó sandstormarnir hafi skánað hefur mengun verið mikið á svæðinu. Í Peking lýsti einn íbúi ástandinu við heimsendi, í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Skólar felldu niður alla viðburði utandyra og fólki með undirliggjandi heilsukvilla var ráðlagt að halda sig innandyra.
Kína Loftslagsmál Mongólía Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira