Jón Steinar og nýjasta afturköllunarfárið Helgi Áss Grétarsson skrifar 15. mars 2021 12:30 Lögfræðingurinn Jón Steinar Gunnlaugsson er vart óumdeildur maður en ólíkt mörgum öðrum lögfræðingum er Jón hreinskilinn maður. Hann tjáir skoðanir sínar hispurslaust, jafnvel um viðkvæm málefni. Við það eignast hann vini en einnig marga óvini. Hvað svo sem hverjum og einum þykir um kosti og galla Jóns ættu þó fáir að efast um að hann hefur einlægjan áhuga á að sígildum grundvallarreglum réttarríkisins sé réttilega beitt. Einnig ætti að vera augljóst að Jón er með afbrigðum afkastamikill maður. Verk verða a.m.k. unnin undir hans umsjón þótt um gæði þeirra geta sjálfsagt sitt sýnst hverjum. Afturköllunarfárið í síðustu viku Með hliðsjón af reynslu Jóns ætti það að vera valkostur fyrir stjórnvöld að geta leitað til hans til að hrinda af stað verkefni sem hafi það að markmiði að bæta meðferð dómsmála hér á landi, m.a. hvernig hægt er að hraða meðferð sakamála. Það var og gert fyrir rétt rúmri viku síðan. Við það hófst fyrirsjáanleg atburðarrás. Aðsúgur var gerður að Jóni og þrýstingur settur á ráðherra. Svo sem við mátti búast lyktaði málinu í lok vikunnar á þann veg að Jón sté til hliðar. Hreyfing afturköllunarsinna (e. cancel culture) bar enn einn sigurinn. Talsmenn múgæsingar standa eftir hnarreistir, eitt tilvikið í viðbót þar sem tekist hefur að hrekja mann frá starfi sem ekki er þóknanlegur þeim sem fylgja hinni einu réttu pólitísku rétttrúnaðarlínu. Nánar um hreyfingu afturköllunarsinna og baráttuaðferðir hennar Hreyfing afturköllunarsinna byggir á aðferðum sem hægt og sígandi eru orðnar þekktar stærðir. Orðræðan skiptir hér meginmáli en ekki málefnið sem slíkt. Banna á einstaklingum að tjá sig með tilteknum hætti, ellegar hefur það afleiðingar. Sígilt dæmi væri hér umfjöllun um viðkvæm málefni, svo sem um stöðu hælisleitenda, einstakra kynþátta og svo framvegis. Sem sagt, ekki má segja skoðanir sínar umbúðalaust án þess að eiga það á hættu að verða fyrir skipulagðri aðför í fjölmiðlum eða í samfélagsmiðlum, t.d. að vera kallaður rasisti fyrir það eitt að hafa skoðun á því hver stefnan í innflytjendamálum eigi að vera. Eitt einkenni hreyfingar afturköllunarsinna er að einstaklingurinn skiptir litlu sem engu máli, það er heildarhyggjan sem er aðalatriðið. Einstaklingur í hreyfingu afturköllunarsinna talar eiginlega aldrei í eigin nafni heldur fyrir hönd hóps fólks eða samtaka. Séu blaðagreinar sendar af afturköllunarsinnum eru þær jafnan ritaðar af hópi fólks. Aðferðin við að koma höggi á andstæðinga afturköllunarsinna er að slíta ummæli andstæðingana úr samhengi og svo dreifa áróðri með skipulögðum hætti. Núlla á þannig andstæðingana út. Tilfinningar ráða för, ekki staðreyndir. Hver var birtingarmynd þessara baráttuaðferða í síðustu viku? Fljótlega eftir að fréttir bárust um ráðningu Jóns Steinars hófu þar til bær samtök að gagnrýna hana, m.a. vegna skoðana sem Jón hefur sett fram um hvernig meta beri sönnun í tilteknum flokki sakamála. Ungliðahreyfingar vissra stjórnmálahreyfinga fóru einnig af stað. Öll þessu mótmæli komu því verkefni ekkert við hvernig hraða mætti meðferð sakamála án þess að grundvallarreglum réttarríkisins yrði varpað fyrir róða. Það átti að vera vinnan sem Jón átti að inna af hendi, ekki hvernig bæri að meta sönnun í einstaka brotaflokkum. Það sem var hins vegar nýtt í afturköllunarfárinu í síðustu viku var að ritstjóri dagblaðs lýsti persónulegri reynslu sinni af niðurstöðu dómsmáls um farbann sem Jón tók þátt í að leiða til lykta sem dómari við Hæstarétt sumarið 2009. Engin ástæða er til að fara ofan í saumana á framlagi ritstjórans, aðalatriðið er að Jón afgreiddi málið á grundvelli þeirra laga sem giltu sem og þeirra málsgagna sem lágu fyrir. Hvernig sú nálgun Jóns eigi að hafa áhrif á það hvort hann eigi að vera ráðinn í verkefni um hraðari meðferð sakamála árið 2021, er mér hulin ráðgáta. Hvað næst? Útaf fyrir sig hef ég ekki áhyggjur af því að einhver annar en Jón Steinar Gunnlaugsson hafi tekið að sér að leggja fram tillögur sem miði að því að hraða meðferð sakamála. Vonandi vegnar viðkomandi vel í því verkefni. Það sem er hins vegar hættulegt fyrir samfélagið í heild, er að hreyfing afturköllunarsinna nái slíku tangarhaldi á opinberri orðræðu að sjálfstæðir og kraftmiklir einstaklingar séu með reglulegu millibili þvingaðir til að missa spón úr aski sínum, vegna þess eins að þeir tjá skoðanir á opinberum vettvangi sem samrýmast ekki ákveðinni pólitískri rétttrúnaðarstefnu. Haldi þetta svona áfram veit fólk nefnilega aldrei hvenær röðin kemur að því sjálfu að verða skotmark fylgjenda afturköllunarstefnunnar og hins pólitíska rétttrúnaðar. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Lögfræðingurinn Jón Steinar Gunnlaugsson er vart óumdeildur maður en ólíkt mörgum öðrum lögfræðingum er Jón hreinskilinn maður. Hann tjáir skoðanir sínar hispurslaust, jafnvel um viðkvæm málefni. Við það eignast hann vini en einnig marga óvini. Hvað svo sem hverjum og einum þykir um kosti og galla Jóns ættu þó fáir að efast um að hann hefur einlægjan áhuga á að sígildum grundvallarreglum réttarríkisins sé réttilega beitt. Einnig ætti að vera augljóst að Jón er með afbrigðum afkastamikill maður. Verk verða a.m.k. unnin undir hans umsjón þótt um gæði þeirra geta sjálfsagt sitt sýnst hverjum. Afturköllunarfárið í síðustu viku Með hliðsjón af reynslu Jóns ætti það að vera valkostur fyrir stjórnvöld að geta leitað til hans til að hrinda af stað verkefni sem hafi það að markmiði að bæta meðferð dómsmála hér á landi, m.a. hvernig hægt er að hraða meðferð sakamála. Það var og gert fyrir rétt rúmri viku síðan. Við það hófst fyrirsjáanleg atburðarrás. Aðsúgur var gerður að Jóni og þrýstingur settur á ráðherra. Svo sem við mátti búast lyktaði málinu í lok vikunnar á þann veg að Jón sté til hliðar. Hreyfing afturköllunarsinna (e. cancel culture) bar enn einn sigurinn. Talsmenn múgæsingar standa eftir hnarreistir, eitt tilvikið í viðbót þar sem tekist hefur að hrekja mann frá starfi sem ekki er þóknanlegur þeim sem fylgja hinni einu réttu pólitísku rétttrúnaðarlínu. Nánar um hreyfingu afturköllunarsinna og baráttuaðferðir hennar Hreyfing afturköllunarsinna byggir á aðferðum sem hægt og sígandi eru orðnar þekktar stærðir. Orðræðan skiptir hér meginmáli en ekki málefnið sem slíkt. Banna á einstaklingum að tjá sig með tilteknum hætti, ellegar hefur það afleiðingar. Sígilt dæmi væri hér umfjöllun um viðkvæm málefni, svo sem um stöðu hælisleitenda, einstakra kynþátta og svo framvegis. Sem sagt, ekki má segja skoðanir sínar umbúðalaust án þess að eiga það á hættu að verða fyrir skipulagðri aðför í fjölmiðlum eða í samfélagsmiðlum, t.d. að vera kallaður rasisti fyrir það eitt að hafa skoðun á því hver stefnan í innflytjendamálum eigi að vera. Eitt einkenni hreyfingar afturköllunarsinna er að einstaklingurinn skiptir litlu sem engu máli, það er heildarhyggjan sem er aðalatriðið. Einstaklingur í hreyfingu afturköllunarsinna talar eiginlega aldrei í eigin nafni heldur fyrir hönd hóps fólks eða samtaka. Séu blaðagreinar sendar af afturköllunarsinnum eru þær jafnan ritaðar af hópi fólks. Aðferðin við að koma höggi á andstæðinga afturköllunarsinna er að slíta ummæli andstæðingana úr samhengi og svo dreifa áróðri með skipulögðum hætti. Núlla á þannig andstæðingana út. Tilfinningar ráða för, ekki staðreyndir. Hver var birtingarmynd þessara baráttuaðferða í síðustu viku? Fljótlega eftir að fréttir bárust um ráðningu Jóns Steinars hófu þar til bær samtök að gagnrýna hana, m.a. vegna skoðana sem Jón hefur sett fram um hvernig meta beri sönnun í tilteknum flokki sakamála. Ungliðahreyfingar vissra stjórnmálahreyfinga fóru einnig af stað. Öll þessu mótmæli komu því verkefni ekkert við hvernig hraða mætti meðferð sakamála án þess að grundvallarreglum réttarríkisins yrði varpað fyrir róða. Það átti að vera vinnan sem Jón átti að inna af hendi, ekki hvernig bæri að meta sönnun í einstaka brotaflokkum. Það sem var hins vegar nýtt í afturköllunarfárinu í síðustu viku var að ritstjóri dagblaðs lýsti persónulegri reynslu sinni af niðurstöðu dómsmáls um farbann sem Jón tók þátt í að leiða til lykta sem dómari við Hæstarétt sumarið 2009. Engin ástæða er til að fara ofan í saumana á framlagi ritstjórans, aðalatriðið er að Jón afgreiddi málið á grundvelli þeirra laga sem giltu sem og þeirra málsgagna sem lágu fyrir. Hvernig sú nálgun Jóns eigi að hafa áhrif á það hvort hann eigi að vera ráðinn í verkefni um hraðari meðferð sakamála árið 2021, er mér hulin ráðgáta. Hvað næst? Útaf fyrir sig hef ég ekki áhyggjur af því að einhver annar en Jón Steinar Gunnlaugsson hafi tekið að sér að leggja fram tillögur sem miði að því að hraða meðferð sakamála. Vonandi vegnar viðkomandi vel í því verkefni. Það sem er hins vegar hættulegt fyrir samfélagið í heild, er að hreyfing afturköllunarsinna nái slíku tangarhaldi á opinberri orðræðu að sjálfstæðir og kraftmiklir einstaklingar séu með reglulegu millibili þvingaðir til að missa spón úr aski sínum, vegna þess eins að þeir tjá skoðanir á opinberum vettvangi sem samrýmast ekki ákveðinni pólitískri rétttrúnaðarstefnu. Haldi þetta svona áfram veit fólk nefnilega aldrei hvenær röðin kemur að því sjálfu að verða skotmark fylgjenda afturköllunarstefnunnar og hins pólitíska rétttrúnaðar. Höfundur er lögfræðingur.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun