Frelsið fyrst Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 16. mars 2021 07:31 Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi. Þar eru reyndar mörg önnur bönn sem okkur finnast álíka fáránleg. Við myndum aldrei banna bláar gallabuxur á hér á landi. Ekki nema í þingsal Alþingis, þar eimir eftir af slíkri forsjárhyggju. Virðing Alþingis hangir náttúrlega á því að fólk klæðist buxum sem eru ekki „úr gallaefni með tvöföldum saum á hliðinni“. Við furðum okkur á órökréttri forsjárhyggju í útlöndum. Hlæjum að henni jafnvel. Af hverju má ekki fagna Valentínusardegi í Pakistan, kaupa Kinder Egg í Bandaríkjunum eða nota tóbak í Bútan? Við myndum aldrei leggja almennt bann við athöfn eða hlut sem engan skaðar – eða skaðar einungis einstaklinginn sem um ræðir – er það nokkuð? Það er góður mælikvarði á frelsið hvort athöfn sé líkleg til að valda öðrum skaða eða ekki. Drukkinn einstaklingur getur valdið stórkostlegum skaða undir stýri. Í góðra vina hópi skaðar hann fyrst og fremst sjálfan sig. Þess vegna er annað af þessu bannað en hitt leyfilegt. Þrátt fyrir þennan eðlilega mælikvarða er stutt í forsjárhyggjuna hjá okkur. Tilhneigingin til að hafa vit fyrir fullveðja fólki er rík á Íslandi. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni (og höfum gert í 65 ár) þrátt fyrir að þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að nefna börnin sín öðrum nöfnum en þeim sem finnast í sérstakri skrá ríkisins – og borgum nefnd fyrir að úrskurða að fullkomlega eðlileg nöfn á borð við Nathalía og Regin séu óæskileg. Svona mætti lengi telja. Forsjárhyggjan er drifin áfram af þeirri hugsun að almennt bann sé eðlilegt upphafsskref. Eftir það er skoðað hvort slaka eigi á banni eða veita undanþágur ef sérstök rök mæla með því. Þessi hugsun bæði er röng og hættuleg. Í samfélagi frjálsra einstaklinga, þar sem löggjafinn sækir vald til fólksins, er óeðlilegt að lög séu reist á hugmyndafræði forsjárhyggju. Það færir stjórnvöldum aukið vald á kostnað frelsis einstaklingsins og fyllir löggjöfina okkar af bönnum og jafnvel refsiheimildum sem engin rök eru fyrir. Rétt nálgun er að frelsið komi fyrst. Frelsið er upphafsskrefið. Ef líklegt er að athöfn valdi öðrum skaða, þ.e. öðrum en eingöngu þeim sem aðhefst, þá er sjálfsagt að ræða þörfina á löggjöf. Og ef lög eru sett er mikilvægt að þau gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Að fólki sé ekki refsað fyrir hluti sem hafa ekki nokkur áhrif á aðra. Ef þessi nálgun væri raunin á Íslandi þá væru kannski lausasölulyf seld í verslunum, Uber á leigubílamarkaði, veip og annað nikótín sem hjálpar fólki að hætta að reykja aðgengilegra og dánaraðstoð leyfð. Kannski væri vímuefnaneysla álitin heilbrigðismál en ekki glæpur. Raunin er að í öllum þessum dæmum er bannið skaðlegra en frelsið. Og í því ljósi eru refsingarnar jafn fjarstæðukenndar og fangelsi fyrir að klæðast bláum gallabuxum. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi. Þar eru reyndar mörg önnur bönn sem okkur finnast álíka fáránleg. Við myndum aldrei banna bláar gallabuxur á hér á landi. Ekki nema í þingsal Alþingis, þar eimir eftir af slíkri forsjárhyggju. Virðing Alþingis hangir náttúrlega á því að fólk klæðist buxum sem eru ekki „úr gallaefni með tvöföldum saum á hliðinni“. Við furðum okkur á órökréttri forsjárhyggju í útlöndum. Hlæjum að henni jafnvel. Af hverju má ekki fagna Valentínusardegi í Pakistan, kaupa Kinder Egg í Bandaríkjunum eða nota tóbak í Bútan? Við myndum aldrei leggja almennt bann við athöfn eða hlut sem engan skaðar – eða skaðar einungis einstaklinginn sem um ræðir – er það nokkuð? Það er góður mælikvarði á frelsið hvort athöfn sé líkleg til að valda öðrum skaða eða ekki. Drukkinn einstaklingur getur valdið stórkostlegum skaða undir stýri. Í góðra vina hópi skaðar hann fyrst og fremst sjálfan sig. Þess vegna er annað af þessu bannað en hitt leyfilegt. Þrátt fyrir þennan eðlilega mælikvarða er stutt í forsjárhyggjuna hjá okkur. Tilhneigingin til að hafa vit fyrir fullveðja fólki er rík á Íslandi. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni (og höfum gert í 65 ár) þrátt fyrir að þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að nefna börnin sín öðrum nöfnum en þeim sem finnast í sérstakri skrá ríkisins – og borgum nefnd fyrir að úrskurða að fullkomlega eðlileg nöfn á borð við Nathalía og Regin séu óæskileg. Svona mætti lengi telja. Forsjárhyggjan er drifin áfram af þeirri hugsun að almennt bann sé eðlilegt upphafsskref. Eftir það er skoðað hvort slaka eigi á banni eða veita undanþágur ef sérstök rök mæla með því. Þessi hugsun bæði er röng og hættuleg. Í samfélagi frjálsra einstaklinga, þar sem löggjafinn sækir vald til fólksins, er óeðlilegt að lög séu reist á hugmyndafræði forsjárhyggju. Það færir stjórnvöldum aukið vald á kostnað frelsis einstaklingsins og fyllir löggjöfina okkar af bönnum og jafnvel refsiheimildum sem engin rök eru fyrir. Rétt nálgun er að frelsið komi fyrst. Frelsið er upphafsskrefið. Ef líklegt er að athöfn valdi öðrum skaða, þ.e. öðrum en eingöngu þeim sem aðhefst, þá er sjálfsagt að ræða þörfina á löggjöf. Og ef lög eru sett er mikilvægt að þau gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Að fólki sé ekki refsað fyrir hluti sem hafa ekki nokkur áhrif á aðra. Ef þessi nálgun væri raunin á Íslandi þá væru kannski lausasölulyf seld í verslunum, Uber á leigubílamarkaði, veip og annað nikótín sem hjálpar fólki að hætta að reykja aðgengilegra og dánaraðstoð leyfð. Kannski væri vímuefnaneysla álitin heilbrigðismál en ekki glæpur. Raunin er að í öllum þessum dæmum er bannið skaðlegra en frelsið. Og í því ljósi eru refsingarnar jafn fjarstæðukenndar og fangelsi fyrir að klæðast bláum gallabuxum. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar