Sjáðu stórkostleg mörk Börsunga gegn Huesca Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2021 16:32 Lionel Messi tekur í gikkinn og skorar fyrsta mark Barcelona gegn Huesca. getty/Gerard Franco Lionel Messi skoraði tvö frábær mörk með langskotum þegar Barcelona sigraði Huesca, 4-1, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrra mark hans var sérstaklega glæsilegt. Messi hefur verið í miklum ham undanfarnar vikur. Frá því árið 2021 gekk í garð hefur hann skorað sautján mörk og gefið sjö stoðsendingar í átján leikjum í öllum keppnum. Messi hefur komið með beinum hætti að marki á 64 mínútna fresti. Messi skoraði stórkostlegt mark með langskoti gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og endurtók leikinn gegn Huesca á Nývangi í gær. Á 13. mínútu fékk hann boltann frá Sergio Busquets, lék skemmtilega á varnarmann gestanna og þrumaði boltanum svo í slána og inn. Antoine Griezmann vildi ekki vera minni maður en Messi og á 35. mínútu skoraði hann með þrumuskoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Rafa Mir minnkaði muninn fyrir Huesca úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 53. mínútu kom Óscar Mingueza Barcelona í 3-1 með skalla eftir hornspyrnu frá Messi. Argentínumaðurinn átti svo síðasta orðið á lokamínútunni þegar hann skoraði með góðu skoti af löngu færi í fjærhornið. Lokatölur 4-1, Barcelona í vil. Klippa: Barcelona 4-1 Huesca Messi lék í gær sinn 767. leik fyrir Barcelona og jafnaði þar með leikjamet Xavis. Argentínski snillingurinn slær væntanlega leikjametið þegar Barcelona sækir Real Sociedad heim á sunnudaginn. Messi er langmarkahæsti leikmaður í sögu Barcelona með 661 mark. Með sigrinum í gær minnkuðu Börsungar forskot Atlético Madrid á toppi deildarinnar niður í fjögur stig. Bæði lið eiga ellefu leiki eftir og þau mætast á Nývangi 9. maí. Atlético Madrid vann fyrri leikinn gegn Barcelona, 1-0, en ef lið verða jöfn að stigum ræður árangur í innbyrðis viðureignum hvort liðið verður ofar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
Messi hefur verið í miklum ham undanfarnar vikur. Frá því árið 2021 gekk í garð hefur hann skorað sautján mörk og gefið sjö stoðsendingar í átján leikjum í öllum keppnum. Messi hefur komið með beinum hætti að marki á 64 mínútna fresti. Messi skoraði stórkostlegt mark með langskoti gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og endurtók leikinn gegn Huesca á Nývangi í gær. Á 13. mínútu fékk hann boltann frá Sergio Busquets, lék skemmtilega á varnarmann gestanna og þrumaði boltanum svo í slána og inn. Antoine Griezmann vildi ekki vera minni maður en Messi og á 35. mínútu skoraði hann með þrumuskoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Rafa Mir minnkaði muninn fyrir Huesca úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 53. mínútu kom Óscar Mingueza Barcelona í 3-1 með skalla eftir hornspyrnu frá Messi. Argentínumaðurinn átti svo síðasta orðið á lokamínútunni þegar hann skoraði með góðu skoti af löngu færi í fjærhornið. Lokatölur 4-1, Barcelona í vil. Klippa: Barcelona 4-1 Huesca Messi lék í gær sinn 767. leik fyrir Barcelona og jafnaði þar með leikjamet Xavis. Argentínski snillingurinn slær væntanlega leikjametið þegar Barcelona sækir Real Sociedad heim á sunnudaginn. Messi er langmarkahæsti leikmaður í sögu Barcelona með 661 mark. Með sigrinum í gær minnkuðu Börsungar forskot Atlético Madrid á toppi deildarinnar niður í fjögur stig. Bæði lið eiga ellefu leiki eftir og þau mætast á Nývangi 9. maí. Atlético Madrid vann fyrri leikinn gegn Barcelona, 1-0, en ef lið verða jöfn að stigum ræður árangur í innbyrðis viðureignum hvort liðið verður ofar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira