Jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2021 10:30 Til að knýja fram breytingar í samfélaginu þarf að breyta ýmsum hugmyndum, hefðum og venjum. Eitt af því er hugarfar þeirra sem starfa við gerð fjárlaga og fjármálaáætlana. Eitt af þeim verkefnum sem hægt er að nýta í þeirri vegferð er kynjuð fjárlagagerð eins og ríkisstjórnin hefur gert, til að mynda með fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð. Nú styttist í að fram komi síðasta fjármálaáætlun kjörtímabilsins og í síðustu viku var kynnt stöðuskýrsla ríkisstjórnarinnar þar sem kynjasjónarmið á flestum þeim málefnasviðum sem fjármálaáætlun tekur til hafa verið kortlögð. Sú mynd sem dregin er fram í skýrslunni sýnir fram á að staða kynjanna er enn ójöfn á ýmsum sviðum hins opinbera. Hún sýnir einnig fram á muninn á heilsu kynjanna. Þannig lifa konur yfirleitt lengur en karlar en eru líklegri til að lifa við heilsubrest í daglegu lífi. Slík skýrsla hefur verið tekin saman með reglulegu millibili og hún veitir okkur mikilvæga áminningu um að enn er verk að vinna. Jafna þarf hlut kynjanna á hinum ýmsu sviðum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að ráðherrar beiti sér fyrir því að niðurstöður skýrslunnar verði nýttar við stefnumótun. Þannig verði tekið tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við ákvarðanatöku. Jafnréttismál voru færð undir forsætisráðuneytið í byrjun árs 2019. Ég tel að það hafi verði heillaskref. Þannig hefur þessum málaflokki, sem er samofinn öllu okkar samfélagi, verið gert hátt undir höfði. Stór skref hafa jafnframt verið stigin í jafnréttismálum á kjörtímabilinu. Til dæmis með nýrri löggjöf um þungunarrof þar sem sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin líkama var lögfestur. Þá er einnig hægt að nefna fæðingarorlofið, sem hefur verið lengt úr níu mánuðum í tólf á tímabilinu, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Þá hafa réttindi hinsegin fólks verið stórbætt svo við erum áfram leiðandi í þeim málaflokki. Þetta eru mikilvæg skref og mörg tímabær. Jafnréttismál hafa alltaf verið ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og það er greinilegt á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu að það skiptir máli hverjir stjórna. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða við alla ákvarðanatöku. Við sjáum of mörg dæmi þess efnis í löndunum í kringum okkur að bakslag getur auðveldlega átt sér stað í þessum efnum. Við þurfum því öll að vera vakandi og standa vörð um jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Til að knýja fram breytingar í samfélaginu þarf að breyta ýmsum hugmyndum, hefðum og venjum. Eitt af því er hugarfar þeirra sem starfa við gerð fjárlaga og fjármálaáætlana. Eitt af þeim verkefnum sem hægt er að nýta í þeirri vegferð er kynjuð fjárlagagerð eins og ríkisstjórnin hefur gert, til að mynda með fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð. Nú styttist í að fram komi síðasta fjármálaáætlun kjörtímabilsins og í síðustu viku var kynnt stöðuskýrsla ríkisstjórnarinnar þar sem kynjasjónarmið á flestum þeim málefnasviðum sem fjármálaáætlun tekur til hafa verið kortlögð. Sú mynd sem dregin er fram í skýrslunni sýnir fram á að staða kynjanna er enn ójöfn á ýmsum sviðum hins opinbera. Hún sýnir einnig fram á muninn á heilsu kynjanna. Þannig lifa konur yfirleitt lengur en karlar en eru líklegri til að lifa við heilsubrest í daglegu lífi. Slík skýrsla hefur verið tekin saman með reglulegu millibili og hún veitir okkur mikilvæga áminningu um að enn er verk að vinna. Jafna þarf hlut kynjanna á hinum ýmsu sviðum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að ráðherrar beiti sér fyrir því að niðurstöður skýrslunnar verði nýttar við stefnumótun. Þannig verði tekið tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við ákvarðanatöku. Jafnréttismál voru færð undir forsætisráðuneytið í byrjun árs 2019. Ég tel að það hafi verði heillaskref. Þannig hefur þessum málaflokki, sem er samofinn öllu okkar samfélagi, verið gert hátt undir höfði. Stór skref hafa jafnframt verið stigin í jafnréttismálum á kjörtímabilinu. Til dæmis með nýrri löggjöf um þungunarrof þar sem sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin líkama var lögfestur. Þá er einnig hægt að nefna fæðingarorlofið, sem hefur verið lengt úr níu mánuðum í tólf á tímabilinu, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Þá hafa réttindi hinsegin fólks verið stórbætt svo við erum áfram leiðandi í þeim málaflokki. Þetta eru mikilvæg skref og mörg tímabær. Jafnréttismál hafa alltaf verið ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og það er greinilegt á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu að það skiptir máli hverjir stjórna. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða við alla ákvarðanatöku. Við sjáum of mörg dæmi þess efnis í löndunum í kringum okkur að bakslag getur auðveldlega átt sér stað í þessum efnum. Við þurfum því öll að vera vakandi og standa vörð um jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun