Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 18:16 Núverandi hrina hefur nú staðið í um þrjár vikur. Vísir/vilhelm Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. Benda nýjustu gögnin til þess að kvika haldi áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Fagradalsfjalls og Keilis en að færsla kvikugangsins til suðurs hafi stöðvast. Þetta er kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en sviðsmyndir sem gefnar hafa verið út eru áfram í gildi. Meðal þeirra er að skjálfti geti orðið á svæðinu milli Kleifarvatns og Bláfjalla af stærð allt að 6,5. Kvikugangurinn liggur milli Fagradalsfjalls og Keilis.Veðurstofa Íslands Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið minni síðasta sólarhringinn ef miðað er við virknina um helgina að sögn almannavarna. Talsvert hefur verið um smáskjálfta síðasta sólarhringinn og er það sagt vera merki um hversu kaflaskipt skjálftavirknin hefur verið í hrinunni. Fram í tilkynningu að mesta skjálftavirknin tengd kvikuganginum, hafi færst um fjóra til fimm kílómetra í norðaustur frá svæðinu við Nátthaga og sé nú staðsett við norðaustanvert Fagradalsfjall, um miðbik þess svæðis sem kvikugangurinn hefur haldið sig á frá upphafi hrinunnar. Líklegt að hluti kvikunnar hafi storknað Kvikugangurinn hefur nú verið að myndast í um þrjár vikur og líklegt er að hluti hans hafi storknað. Það að kvika storkni í hluta gangsins, dregur hins vegar ekki úr líkum á að það gjósi á svæðinu að sögn vísindaráðs almannavarna. Dæmi séu um að skjálftavirkni færist fram og til baka eftir kvikuganginum áður en gos hefjist, til dæmis í aðdraganda Holuhraunsgossins árið 2014. Að sögn vísindaráðs almannavarna eru eftirtaldar sviðsmyndir líklegastar þegar kemur að framvindu atburða á Reykjanesskaga Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur Skjálftar allt að 6 að stærð verða í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti verður að stærð 6.5 sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuflæði heldur áfram inn í kvikuganginn í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ná í byggð Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Benda nýjustu gögnin til þess að kvika haldi áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Fagradalsfjalls og Keilis en að færsla kvikugangsins til suðurs hafi stöðvast. Þetta er kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en sviðsmyndir sem gefnar hafa verið út eru áfram í gildi. Meðal þeirra er að skjálfti geti orðið á svæðinu milli Kleifarvatns og Bláfjalla af stærð allt að 6,5. Kvikugangurinn liggur milli Fagradalsfjalls og Keilis.Veðurstofa Íslands Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið minni síðasta sólarhringinn ef miðað er við virknina um helgina að sögn almannavarna. Talsvert hefur verið um smáskjálfta síðasta sólarhringinn og er það sagt vera merki um hversu kaflaskipt skjálftavirknin hefur verið í hrinunni. Fram í tilkynningu að mesta skjálftavirknin tengd kvikuganginum, hafi færst um fjóra til fimm kílómetra í norðaustur frá svæðinu við Nátthaga og sé nú staðsett við norðaustanvert Fagradalsfjall, um miðbik þess svæðis sem kvikugangurinn hefur haldið sig á frá upphafi hrinunnar. Líklegt að hluti kvikunnar hafi storknað Kvikugangurinn hefur nú verið að myndast í um þrjár vikur og líklegt er að hluti hans hafi storknað. Það að kvika storkni í hluta gangsins, dregur hins vegar ekki úr líkum á að það gjósi á svæðinu að sögn vísindaráðs almannavarna. Dæmi séu um að skjálftavirkni færist fram og til baka eftir kvikuganginum áður en gos hefjist, til dæmis í aðdraganda Holuhraunsgossins árið 2014. Að sögn vísindaráðs almannavarna eru eftirtaldar sviðsmyndir líklegastar þegar kemur að framvindu atburða á Reykjanesskaga Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur Skjálftar allt að 6 að stærð verða í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti verður að stærð 6.5 sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuflæði heldur áfram inn í kvikuganginn í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ná í byggð Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23
Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08