„Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið sáttir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2021 07:01 Emil Hallfreðsson í leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann ræddi við Reykjavík síðdegis um stöðu mála á Ítalíu þar sem býr en þar eru að greinast allt að 25 þúsund smit af Covid-19 á dag. Vísir/Vilhelm Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Padova í C-deildinni á Ítalíu, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna á Ítalíu vegna kórónuveirunnar. Emil býr í Verona með fjölskyldu sinni og eðlilega hefur þetta mikil áhrif á líf þeirra allra. „ Fólk er orðið svolítið þreytt á þessu, eðlilega. Þetta er búið að taka á Ítalann. Þetta skánaði í janúar til febrúar, smitum fækkaði verulega svo þeir léttu aðeins á reglum. Um leið og þeir gerðu það fór þetta allt aftur til baka og smitunum fór að fjölga.“ „Síðustu daga er búið að vera í kringum 25 þúsund ný smit á hverjum einasta degi og það eru milli 300 og 400 manns að deyja daglega svo þetta er eiginlega bara alveg ömurlegt,“ sagði Emil aðspurður hvernig staðan væri á Ítalíu og hvernig fólki liði. „Verona er líka í þessu „red zone“ eins og margar sýslur. Það er hálfgert útgöngubann, í fyrra mátti ekki fara út úr húsi en núna má fara út og labba úti með börnin. Þó skólarnir séu lokaðir þá eru leikvellir í hverfinu sem krakkar mega fara á. Fólk þarf bara að passa sig að halda smá fjarlægð og svoleiðis.“ „Þetta er ekki jafn slæmt og þetta var í fyrra þó þetta sé ekkert mjög skemmtilegt. Mér finnst samt jákvæður andi í fólki og fólk er miklu jákvæðara núna heldur en í fyrra. Aðallega út af bólefnafréttum og ég tel að fólk trúi að þetta sé að fara enda. Ég trúi allavega ekki öðru en þetta sé að fara enda.“ „Vegna vinnu máttu fara á milli staða. Ég þarf að vera með upp á skrifað blað – ef ég er stoppaður, því lögreglan er að stöðva fólk – frá félaginu að ég sé á leið á æfingu. Svo má ég fara aftur til baka, til Verona, þar sem ég er með lögheimili þar. Það má alltaf fara til baka þar sem maður er með lögheimili.“ „Held það sé búið að bólusetja tæpar þrjár milljónir á Ítalíu nú þegar. Það gengur aðeins hægar en fólk var að vonast eftir. Ég var að lesa um daginn að það væru jákvæðar fréttir með það líka svo ég held það sé ekki annað hægt en að líta á þessa jákvæðu hluti líka og vona að þetta sé allt að fara gerast, að þetta fari að taka enda.“ „Það má segja það. Veðrið í dag myndi kallast gott sumarveður á Íslandi held ég. Átján gráður og sól. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Emil er hann var spurður út í veðrið. „Íslendingar lifa næstum bara eðlilegu lífi virðist vera. Á meðan hér geta börn ekki farið í skóla, það gerir mörgum erfitt fyrir með vinnu og allt það. Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið nokkuð sáttir eða bara mjög sáttir miðað við hvernig gengur heima á Íslandi,“ sagði Emil Hallfreðsson að lokum í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hinn 36 ára gamli Emil á að baki farsælan feril á Ítalíu þar sem hann hefur spilað með liðum á borð við Hellas Verona og Udinese. Hann hefur alls leikið 73 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim eitt mark. Hann var þó ekki spurður út í komandi landsleiki Íslands og hvort hann væri í myndinni hjá nýjum landsliðsþjálfara. Fótbolti Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira
„ Fólk er orðið svolítið þreytt á þessu, eðlilega. Þetta er búið að taka á Ítalann. Þetta skánaði í janúar til febrúar, smitum fækkaði verulega svo þeir léttu aðeins á reglum. Um leið og þeir gerðu það fór þetta allt aftur til baka og smitunum fór að fjölga.“ „Síðustu daga er búið að vera í kringum 25 þúsund ný smit á hverjum einasta degi og það eru milli 300 og 400 manns að deyja daglega svo þetta er eiginlega bara alveg ömurlegt,“ sagði Emil aðspurður hvernig staðan væri á Ítalíu og hvernig fólki liði. „Verona er líka í þessu „red zone“ eins og margar sýslur. Það er hálfgert útgöngubann, í fyrra mátti ekki fara út úr húsi en núna má fara út og labba úti með börnin. Þó skólarnir séu lokaðir þá eru leikvellir í hverfinu sem krakkar mega fara á. Fólk þarf bara að passa sig að halda smá fjarlægð og svoleiðis.“ „Þetta er ekki jafn slæmt og þetta var í fyrra þó þetta sé ekkert mjög skemmtilegt. Mér finnst samt jákvæður andi í fólki og fólk er miklu jákvæðara núna heldur en í fyrra. Aðallega út af bólefnafréttum og ég tel að fólk trúi að þetta sé að fara enda. Ég trúi allavega ekki öðru en þetta sé að fara enda.“ „Vegna vinnu máttu fara á milli staða. Ég þarf að vera með upp á skrifað blað – ef ég er stoppaður, því lögreglan er að stöðva fólk – frá félaginu að ég sé á leið á æfingu. Svo má ég fara aftur til baka, til Verona, þar sem ég er með lögheimili þar. Það má alltaf fara til baka þar sem maður er með lögheimili.“ „Held það sé búið að bólusetja tæpar þrjár milljónir á Ítalíu nú þegar. Það gengur aðeins hægar en fólk var að vonast eftir. Ég var að lesa um daginn að það væru jákvæðar fréttir með það líka svo ég held það sé ekki annað hægt en að líta á þessa jákvæðu hluti líka og vona að þetta sé allt að fara gerast, að þetta fari að taka enda.“ „Það má segja það. Veðrið í dag myndi kallast gott sumarveður á Íslandi held ég. Átján gráður og sól. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Emil er hann var spurður út í veðrið. „Íslendingar lifa næstum bara eðlilegu lífi virðist vera. Á meðan hér geta börn ekki farið í skóla, það gerir mörgum erfitt fyrir með vinnu og allt það. Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið nokkuð sáttir eða bara mjög sáttir miðað við hvernig gengur heima á Íslandi,“ sagði Emil Hallfreðsson að lokum í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hinn 36 ára gamli Emil á að baki farsælan feril á Ítalíu þar sem hann hefur spilað með liðum á borð við Hellas Verona og Udinese. Hann hefur alls leikið 73 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim eitt mark. Hann var þó ekki spurður út í komandi landsleiki Íslands og hvort hann væri í myndinni hjá nýjum landsliðsþjálfara.
Fótbolti Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira