ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2021 16:03 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Hún telur ekki hægt að una við það hversu slæmar heimtur hafa orðið á bóluefni frá AstraZeneca á Bretlandi. Vísir/EPA Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti óánægju sinni með hversu hægt hafi gengið að fá AstraZeneca til að afhenda bóluefni sem það seldi sambandinu á sama tíma og um tíu milljónir skammta af öðrum bóluefnum hafi verið fluttir frá meginlandinu til Bretlands. „Við erum í neyðarástandi aldarinnar,“ sagði hún og vísaði til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins virtist í uppsiglingu víða í álfunni. Afar hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni innan Evrópusambandsins. Reuters-fréttastofan segir að innan við tíu prósent íbúa aðildarríkjanna hafi verið fullbólusett til þessa. „Ef staðan breytist ekki verðum við að íhuga hvernig við gerum útflutning til landa sem framleiða bóluefni háðan hversu opin þau eru. Við munum íhuga hvort að samræmi sé í útflutning til landa með hærra hlutfall bólusettra en hjá okkur,“ sagði von der Leyen. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, furðaði sig á hótunum sambandsins í dag og sagði þær stangast á við þau fyrirheit sem framkvæmdastjórnin hefði gefið Bretlandi. „Við ætlumst til þess að þessi fyrirheit og lagalega tryggt framboð verði virt. Satt best að segja er ég hissa á að við skulum vera að ræða þetta,“ sagði Raab. Útflutningsstopp og tímabundið bann Mikill styr hefur staðið um bóluefnið AstraZeneca í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld beittu fyrr í þessum mánuði heimild til þess að stöðva útflutning á hundruð þúsundum skammta af bóluefninu til Ástralíu sem höfðu verið framleiddir á Ítalíu. Undanfarna daga hefur hvert Evrópuríki á fætur öðru, þar á meðal stóru ríkin Þýskaland, Frakkland og Spánn, sett tímabundið bann við notkun á bóluefni AstraZeneca vegna tilkynningar um að nokkrir einstaklingar af fleiri milljónum sem hafa fengið það hafi fengið blóðtappa í kjölfarið. Engar vísbendingar um orsakasamhengi liggja þó fyrir að svo stöddu. Til stendur að Lyfjastofnun Evrópu gefi út leiðbeiningar um notkun bóluefnis AstraZeneca á morgun. Ísland er eitt þeirra ríkja sem stöðvaði notkun bóluefnisins tímabundið í síðustu viku. Landspítalinn þurfti meðal annars að henda um hundrað skömmtum af efninu sem höfðu þegar verið blandaðir þegar ákvörðunin var tekin. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti óánægju sinni með hversu hægt hafi gengið að fá AstraZeneca til að afhenda bóluefni sem það seldi sambandinu á sama tíma og um tíu milljónir skammta af öðrum bóluefnum hafi verið fluttir frá meginlandinu til Bretlands. „Við erum í neyðarástandi aldarinnar,“ sagði hún og vísaði til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins virtist í uppsiglingu víða í álfunni. Afar hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni innan Evrópusambandsins. Reuters-fréttastofan segir að innan við tíu prósent íbúa aðildarríkjanna hafi verið fullbólusett til þessa. „Ef staðan breytist ekki verðum við að íhuga hvernig við gerum útflutning til landa sem framleiða bóluefni háðan hversu opin þau eru. Við munum íhuga hvort að samræmi sé í útflutning til landa með hærra hlutfall bólusettra en hjá okkur,“ sagði von der Leyen. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, furðaði sig á hótunum sambandsins í dag og sagði þær stangast á við þau fyrirheit sem framkvæmdastjórnin hefði gefið Bretlandi. „Við ætlumst til þess að þessi fyrirheit og lagalega tryggt framboð verði virt. Satt best að segja er ég hissa á að við skulum vera að ræða þetta,“ sagði Raab. Útflutningsstopp og tímabundið bann Mikill styr hefur staðið um bóluefnið AstraZeneca í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld beittu fyrr í þessum mánuði heimild til þess að stöðva útflutning á hundruð þúsundum skammta af bóluefninu til Ástralíu sem höfðu verið framleiddir á Ítalíu. Undanfarna daga hefur hvert Evrópuríki á fætur öðru, þar á meðal stóru ríkin Þýskaland, Frakkland og Spánn, sett tímabundið bann við notkun á bóluefni AstraZeneca vegna tilkynningar um að nokkrir einstaklingar af fleiri milljónum sem hafa fengið það hafi fengið blóðtappa í kjölfarið. Engar vísbendingar um orsakasamhengi liggja þó fyrir að svo stöddu. Til stendur að Lyfjastofnun Evrópu gefi út leiðbeiningar um notkun bóluefnis AstraZeneca á morgun. Ísland er eitt þeirra ríkja sem stöðvaði notkun bóluefnisins tímabundið í síðustu viku. Landspítalinn þurfti meðal annars að henda um hundrað skömmtum af efninu sem höfðu þegar verið blandaðir þegar ákvörðunin var tekin.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09