Af útbrunnum læknum, morðum og martröðum Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 19. mars 2021 10:01 Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021. Ég fagna því að vöxtur og uppbygging geti átt sér stað utan Reykjavíkur og ég fagna nýjum íbúum á öllum þessum vaxandi svæðum. En núna er það svo að á öllum þessum stöðum eru Heilbrigðisstofnanir. Heilbriðgðisstofnanir þessara fjögurra vaxandi svæða á landsbyggðinni hafa verið fjársveltar í um 20 ár. Þeir læknar sem eru svo hugrakkir að standa enn vaktina, eiga á hættu að brenna út. Það skortir fjármagn, starfsfólk og nýjar byggingar. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnana úti á landi endurspegla ekki vaxandi íbúafjölda. Árborg er að verða eins og Akureyri og mun sjálfsagt stækka þangað til hún verður stærri en Akureyri. En fáum við okkar eigin sjúkrahús með skurðstofum og öllu? Fáum við okkar Háskóla? Aukast allar fjárveitingar í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Fær líka skólakerfið, grunnskólarnir og tónlistarskólarnir á hverjum stað það aukna fjármagn sem þeir þurfa? Við þessar aðstæður þegar fjöldi íbúa og álag bara vex, en stöðugildum fækkar eða þau standa í stað, skapast veruleg hætta á því að læknamistök valdi hreinlega dauðsföllum. Því miður hefur slíkt þegar komið á daginn. Það hafa orðið dauðsföll vegna mistaka. Að þurfa að fá tíma hjá heimilislækni, ef maður er svo heppinn að vera með skráðan heimilislækni yfirleitt, er nú hreinasta martröð. Satt best að segja er enginn tími laus í augnablikinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég á sjálf að geta bókað tíma í gegnum Heilsuveru. Ég beinlínis krefst þess að einhver annar en ég fái martröð út af þessu ástandi. Best væri ef háttvirtir alþingismenn og ráðherrar okkar fengju nokkrar martraðir og áttuðu sig betur á því sem er raunverulega að gerast. Annars mun landsbyggðin öll leita inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Þá fyrst fara Reykvíkingar að kvarta líka. Ég vil þakka því starfsfólki Heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem hefur ekki enn gefist upp. Þið eruð hetjur og ástandið er ekki ykkur að kenna. Ég veit að þið eruð öll að gera ykkar allra, allra besta við afar erfiðar aðstæður. Höfundur er húsmóðir á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021. Ég fagna því að vöxtur og uppbygging geti átt sér stað utan Reykjavíkur og ég fagna nýjum íbúum á öllum þessum vaxandi svæðum. En núna er það svo að á öllum þessum stöðum eru Heilbrigðisstofnanir. Heilbriðgðisstofnanir þessara fjögurra vaxandi svæða á landsbyggðinni hafa verið fjársveltar í um 20 ár. Þeir læknar sem eru svo hugrakkir að standa enn vaktina, eiga á hættu að brenna út. Það skortir fjármagn, starfsfólk og nýjar byggingar. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnana úti á landi endurspegla ekki vaxandi íbúafjölda. Árborg er að verða eins og Akureyri og mun sjálfsagt stækka þangað til hún verður stærri en Akureyri. En fáum við okkar eigin sjúkrahús með skurðstofum og öllu? Fáum við okkar Háskóla? Aukast allar fjárveitingar í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Fær líka skólakerfið, grunnskólarnir og tónlistarskólarnir á hverjum stað það aukna fjármagn sem þeir þurfa? Við þessar aðstæður þegar fjöldi íbúa og álag bara vex, en stöðugildum fækkar eða þau standa í stað, skapast veruleg hætta á því að læknamistök valdi hreinlega dauðsföllum. Því miður hefur slíkt þegar komið á daginn. Það hafa orðið dauðsföll vegna mistaka. Að þurfa að fá tíma hjá heimilislækni, ef maður er svo heppinn að vera með skráðan heimilislækni yfirleitt, er nú hreinasta martröð. Satt best að segja er enginn tími laus í augnablikinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég á sjálf að geta bókað tíma í gegnum Heilsuveru. Ég beinlínis krefst þess að einhver annar en ég fái martröð út af þessu ástandi. Best væri ef háttvirtir alþingismenn og ráðherrar okkar fengju nokkrar martraðir og áttuðu sig betur á því sem er raunverulega að gerast. Annars mun landsbyggðin öll leita inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Þá fyrst fara Reykvíkingar að kvarta líka. Ég vil þakka því starfsfólki Heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem hefur ekki enn gefist upp. Þið eruð hetjur og ástandið er ekki ykkur að kenna. Ég veit að þið eruð öll að gera ykkar allra, allra besta við afar erfiðar aðstæður. Höfundur er húsmóðir á Selfossi.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar