Af útbrunnum læknum, morðum og martröðum Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 19. mars 2021 10:01 Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021. Ég fagna því að vöxtur og uppbygging geti átt sér stað utan Reykjavíkur og ég fagna nýjum íbúum á öllum þessum vaxandi svæðum. En núna er það svo að á öllum þessum stöðum eru Heilbrigðisstofnanir. Heilbriðgðisstofnanir þessara fjögurra vaxandi svæða á landsbyggðinni hafa verið fjársveltar í um 20 ár. Þeir læknar sem eru svo hugrakkir að standa enn vaktina, eiga á hættu að brenna út. Það skortir fjármagn, starfsfólk og nýjar byggingar. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnana úti á landi endurspegla ekki vaxandi íbúafjölda. Árborg er að verða eins og Akureyri og mun sjálfsagt stækka þangað til hún verður stærri en Akureyri. En fáum við okkar eigin sjúkrahús með skurðstofum og öllu? Fáum við okkar Háskóla? Aukast allar fjárveitingar í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Fær líka skólakerfið, grunnskólarnir og tónlistarskólarnir á hverjum stað það aukna fjármagn sem þeir þurfa? Við þessar aðstæður þegar fjöldi íbúa og álag bara vex, en stöðugildum fækkar eða þau standa í stað, skapast veruleg hætta á því að læknamistök valdi hreinlega dauðsföllum. Því miður hefur slíkt þegar komið á daginn. Það hafa orðið dauðsföll vegna mistaka. Að þurfa að fá tíma hjá heimilislækni, ef maður er svo heppinn að vera með skráðan heimilislækni yfirleitt, er nú hreinasta martröð. Satt best að segja er enginn tími laus í augnablikinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég á sjálf að geta bókað tíma í gegnum Heilsuveru. Ég beinlínis krefst þess að einhver annar en ég fái martröð út af þessu ástandi. Best væri ef háttvirtir alþingismenn og ráðherrar okkar fengju nokkrar martraðir og áttuðu sig betur á því sem er raunverulega að gerast. Annars mun landsbyggðin öll leita inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Þá fyrst fara Reykvíkingar að kvarta líka. Ég vil þakka því starfsfólki Heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem hefur ekki enn gefist upp. Þið eruð hetjur og ástandið er ekki ykkur að kenna. Ég veit að þið eruð öll að gera ykkar allra, allra besta við afar erfiðar aðstæður. Höfundur er húsmóðir á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021. Ég fagna því að vöxtur og uppbygging geti átt sér stað utan Reykjavíkur og ég fagna nýjum íbúum á öllum þessum vaxandi svæðum. En núna er það svo að á öllum þessum stöðum eru Heilbrigðisstofnanir. Heilbriðgðisstofnanir þessara fjögurra vaxandi svæða á landsbyggðinni hafa verið fjársveltar í um 20 ár. Þeir læknar sem eru svo hugrakkir að standa enn vaktina, eiga á hættu að brenna út. Það skortir fjármagn, starfsfólk og nýjar byggingar. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnana úti á landi endurspegla ekki vaxandi íbúafjölda. Árborg er að verða eins og Akureyri og mun sjálfsagt stækka þangað til hún verður stærri en Akureyri. En fáum við okkar eigin sjúkrahús með skurðstofum og öllu? Fáum við okkar Háskóla? Aukast allar fjárveitingar í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Fær líka skólakerfið, grunnskólarnir og tónlistarskólarnir á hverjum stað það aukna fjármagn sem þeir þurfa? Við þessar aðstæður þegar fjöldi íbúa og álag bara vex, en stöðugildum fækkar eða þau standa í stað, skapast veruleg hætta á því að læknamistök valdi hreinlega dauðsföllum. Því miður hefur slíkt þegar komið á daginn. Það hafa orðið dauðsföll vegna mistaka. Að þurfa að fá tíma hjá heimilislækni, ef maður er svo heppinn að vera með skráðan heimilislækni yfirleitt, er nú hreinasta martröð. Satt best að segja er enginn tími laus í augnablikinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég á sjálf að geta bókað tíma í gegnum Heilsuveru. Ég beinlínis krefst þess að einhver annar en ég fái martröð út af þessu ástandi. Best væri ef háttvirtir alþingismenn og ráðherrar okkar fengju nokkrar martraðir og áttuðu sig betur á því sem er raunverulega að gerast. Annars mun landsbyggðin öll leita inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Þá fyrst fara Reykvíkingar að kvarta líka. Ég vil þakka því starfsfólki Heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem hefur ekki enn gefist upp. Þið eruð hetjur og ástandið er ekki ykkur að kenna. Ég veit að þið eruð öll að gera ykkar allra, allra besta við afar erfiðar aðstæður. Höfundur er húsmóðir á Selfossi.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar