Borgarráð samþykkti „zip-line“ í Öskjuhlíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2021 12:08 Zip-line verður sett upp sem liggur frá Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita Perlu norðursins, rekstrarfélagi Perlunnar, heimild fyrir því að setja upp svokallaða „zip-line“, nokkurs konar risaaparólu, í Öskjuhlíð. Skipulagsstjóri borgarinnar hafði áður hafnað umsókn félagsins um að setja upp svona rólu. Í bréfi frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar segir að óskað sé eftir samþykki borgarráðs á meðfylgjandi afnotasamningi um 65 fermetra svæði í Öskjuhlíð undir neðri stöð fyrir zip-línu. „Um er að ræða afnotasamning um svæði undir leiktækisem Eignarhaldsfélagið Perla Norðursins hefur áhuga á að setja upp í Perlunni þannig að hægt verði að renna sér á línu um 200-250m leið í suðurátt frá Perlunni en endastöð verði á afnotasvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár,“ segir í bréfinu. Með bréfinu fylgja drög að afnotasamningi um svæðið og er hann tímabundinn í eitt ár frá 15. apríl næstkomandi. Stefna að því að setja upp tvær línur „Við lok afnotatíma framlengist samningur þessi sjálfkrafa í eitt (1) ár í senn nema leigusali eða leigutaki tilkynni skriflega breytingu þar um með a.m.k. eins (1) mánaðar fyrirvara. Skal uppsögn tilkynnt skriflega til samningsaðila. Leiga greiðist fyrir afnotin og er hún 100.000 kr. á ári og tekur breytingum við áramót miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem við undirritun samnings þessa er 490,0. Gjalddagi er einu sinni á ári. Fyrsti gjalddagi er 1. maí 2021,“ segir í samningsdrögunum. Stefnt er að því að setja upp tvær 200 til 250 metra zip-línur sem liggja frá pöllum Perlunnar í suður í skógarlund. Þá munu tvær stálburðargrindur halda línunum. „Efri burðargrindin verður tengd við Perluna til að tryggja að hann skríði ekki. Neðri burðargrindin sem verður á afnotasvæðinu verður byggð ofan á tvö gáma. Gámarnir og burðargrindin verða hífð á staðinn svo allt rask á staðnum verði í algjöru lágmarki. Framkvæmd öll skal miðast við að þegar gámarnir verða teknir í burtu verði umhverfisáhrif lítil sem engin. Grafa þarf 4 holur og koma fyrir steytum stöplum sem leigutaki skal fjarlægja við lok leigu. Allur frágangur og klæðning á gámun verði umhverfi til sóma,“ segir í drögum að afnotasamningnum. Þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra Þegar málið var samþykkt í borgarráði í gær lagði Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, fram svohljóðandi bókun: „Afnotasamningur um spildu fyrir aparólu í Öskjuhlíð hefur verið samþykkt í borgarráði. Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur samt hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti að ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Segir í umsögninni að deiliskipulag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svona róla skemmtileg en þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra sem segir nei á sama tími og meirihlutinn í borgarráði segir síðan já við rólunni.“ Skipulag Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Í bréfi frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar segir að óskað sé eftir samþykki borgarráðs á meðfylgjandi afnotasamningi um 65 fermetra svæði í Öskjuhlíð undir neðri stöð fyrir zip-línu. „Um er að ræða afnotasamning um svæði undir leiktækisem Eignarhaldsfélagið Perla Norðursins hefur áhuga á að setja upp í Perlunni þannig að hægt verði að renna sér á línu um 200-250m leið í suðurátt frá Perlunni en endastöð verði á afnotasvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár,“ segir í bréfinu. Með bréfinu fylgja drög að afnotasamningi um svæðið og er hann tímabundinn í eitt ár frá 15. apríl næstkomandi. Stefna að því að setja upp tvær línur „Við lok afnotatíma framlengist samningur þessi sjálfkrafa í eitt (1) ár í senn nema leigusali eða leigutaki tilkynni skriflega breytingu þar um með a.m.k. eins (1) mánaðar fyrirvara. Skal uppsögn tilkynnt skriflega til samningsaðila. Leiga greiðist fyrir afnotin og er hún 100.000 kr. á ári og tekur breytingum við áramót miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem við undirritun samnings þessa er 490,0. Gjalddagi er einu sinni á ári. Fyrsti gjalddagi er 1. maí 2021,“ segir í samningsdrögunum. Stefnt er að því að setja upp tvær 200 til 250 metra zip-línur sem liggja frá pöllum Perlunnar í suður í skógarlund. Þá munu tvær stálburðargrindur halda línunum. „Efri burðargrindin verður tengd við Perluna til að tryggja að hann skríði ekki. Neðri burðargrindin sem verður á afnotasvæðinu verður byggð ofan á tvö gáma. Gámarnir og burðargrindin verða hífð á staðinn svo allt rask á staðnum verði í algjöru lágmarki. Framkvæmd öll skal miðast við að þegar gámarnir verða teknir í burtu verði umhverfisáhrif lítil sem engin. Grafa þarf 4 holur og koma fyrir steytum stöplum sem leigutaki skal fjarlægja við lok leigu. Allur frágangur og klæðning á gámun verði umhverfi til sóma,“ segir í drögum að afnotasamningnum. Þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra Þegar málið var samþykkt í borgarráði í gær lagði Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, fram svohljóðandi bókun: „Afnotasamningur um spildu fyrir aparólu í Öskjuhlíð hefur verið samþykkt í borgarráði. Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur samt hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti að ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Segir í umsögninni að deiliskipulag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svona róla skemmtileg en þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra sem segir nei á sama tími og meirihlutinn í borgarráði segir síðan já við rólunni.“
Skipulag Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08