Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hjúkrunarheimilinu. Þar segir að um afmarkað tilvik sé að ræða og hafa hlutaðeigandi verið upplýstir um málið. Sóltún harmi atvikið sem hafi reynst þungbært og mun ekki tjá sig um málið á meðan það er til rannsóknar.
Upplýsingarnar sem um ræðir eru úr sjúkraskrá heimilismanns og hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Varða þær ættingja Ölmu Möller landlæknis, en það er jafnframt tiltekið í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið.
Því hafi landlæknir óskað eftir því að staðgengill verði settur á meðan málið er til meðferðar hjá embættinu.