„Ég trúi á mátt hinna mörgu“ Jón Björn Hákonarson skrifar 20. mars 2021 13:00 Framsóknarflokkurinn er leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það um langt skeið enda elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hefur undanfarin fjögur ár, eins og oft áður, verið kjölfestan í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka og er þar brú á milli ólíkra sjónarmiða. En það eru ekki bara ráðherrar og þingmenn sem eiga heiðurinn að því, heldur ekki síður öflug fylking framsóknarfólks um allt land sem af sannfæringu talar máli flokksins og stefnu hans. Hin öfluga grasrót, sem finna má innan flokksins, er nefnilega einn helsti styrkur hans og auður og í henni endurspeglast svo sannarlega eitt af kjörorðum samvinnustefnunnar; „Máttur hinna mörgu“. Ég hef í störfum mínum sem ritari Framsóknarflokksins undanfarin ár fengið að kynnast því öfluga flokkstarfi sem finna má um allt land sem er lífæð flokksins. Framsóknarflokkurinn byggir á öflugri samvinnu flokksmanna enda vitum við að þannig náum við bestum árangri; með góðri samvinnu og samtali þar sem ólík sjónarmið eru leidd fram og náum við best sameiginlegri og farsælli niðurstöðu. Það er því nauðsynlegt fyrir kjörna fulltrúa að rækta sambandið við fólki í flokknum og tryggja þannig gott og öflugt samstarf við grasrótina. „Að vera í sambandi við annað fólk, er mér lífsnauðsyn.“ Svo kváðu Stuðmenn í frægum söngtexta sem fjallar um mikilvægi þess að efla góð sambönd við annað fólk. Á fundum mínum með framsóknarfólki í Norðausturkjördæmi nú í aðdraganda póstkosningar flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis, sem og á fundum með flokksfólki um land allt land, heyri ég þá miklu áherslu sem það leggur á að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina heima í héraði sé góð. Þannig er það upplifun einhverra að þessi tengsl hafi minnkað með samfara stækkandi kjördæmum og auknum skyldum sem lagðar hafa verið á hendur kjörinna fulltrúa á báðum stjórnsýslustigum. Það er ekki vænlegt til árangurs ef grasrótin, sem er öflugasti talsmaður framsóknarstefnunnar um allt land, upplifir slíkt í flokki sem byggir grundvallarhugsjón sína á samvinnu. Því er mikilvægt að við reynum með öllum ráðum að treysta sambandið við grasrótina og tryggja að raddir flokksmanna heyrist. Norðausturkjördæmi er stórt, líkt og landsbyggðarkjördæmin eru öll, og það er kannski ekki óeðlilegt að menn upplifi fjarlægð við kjörna fulltrúa sína í svo víðfeðmu kjördæmi. En eitt af því sem yfirstandandi heimsfaraldur hefur kennt okkur er að fjarlægð milli fólks þarf ekki að þýða skort á tengslum. Með því að nýta tæknina má á auðveldan hátt viðhalda góðu sambandi við fólk óháð staðsetningu. Öll erum við að verða vön því að nýta okkur fjarfundatæknina á svo mörgum sviðum í starfi og leik og þannig getum við líka nýtt okkur hana í reglulegt samtal við flokksmenn um þau mál sem brenna á hverju sinni. Það er nefnilega í hreinskiptum samskiptum meðal flokksmanna sem við brýnum og eflum stefnumál Framsóknarflokksins hverju sinni. Þannig myndum við öfluga breiðfylkingu á bakvið kjörna fulltrúa flokksins, sem skilar sér síðan í umræðuna út í samfélaginu. Kjörnir fulltrúar verða að hlusta, þeir verða að taka gagnrýni og svara henni, og standa síðan fyrir máli sínu gagnvart þeim sem veittu þeim umboð sitt til starfa. Þeir eru talsmenn þeirra og þetta samband má ekki trosna eða slitna. Þá er til lítils á stað farið. Verum í sambandi! Eins og hér er sagt að framan þá er það þungamiðja vexti og viðgangi Framsóknarflokksins til framtíðar að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina séu sterk. Þau tengsl þarf að rækta vel. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum, í upphafi nýs kjörtímabils, þingmanna Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að byggja upp öflugt samband við fólkið sitt í kjördæminu sem og alla íbúa þess. Það er þangað sem umboðið er sótt. Og munum að það er hlutverk okkar allra sem Framsóknarflokkinn myndum að vera talsmenn Framsóknarstefnunnar. Stefnu sem mynduð er í breiðri samvinnu og af grunngildum sem svo sannarlega hafa staðist tímans tönn í langri sögu flokksins okkar - Það er máttur hinna mörgu. Verum í sambandi! Höfundur er ritari Framsóknarflokksins og sækist eftir 2.sæti á lista flokksins í NA-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Jón Björn Hákonarson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og hefur verið það um langt skeið enda elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn hefur undanfarin fjögur ár, eins og oft áður, verið kjölfestan í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka og er þar brú á milli ólíkra sjónarmiða. En það eru ekki bara ráðherrar og þingmenn sem eiga heiðurinn að því, heldur ekki síður öflug fylking framsóknarfólks um allt land sem af sannfæringu talar máli flokksins og stefnu hans. Hin öfluga grasrót, sem finna má innan flokksins, er nefnilega einn helsti styrkur hans og auður og í henni endurspeglast svo sannarlega eitt af kjörorðum samvinnustefnunnar; „Máttur hinna mörgu“. Ég hef í störfum mínum sem ritari Framsóknarflokksins undanfarin ár fengið að kynnast því öfluga flokkstarfi sem finna má um allt land sem er lífæð flokksins. Framsóknarflokkurinn byggir á öflugri samvinnu flokksmanna enda vitum við að þannig náum við bestum árangri; með góðri samvinnu og samtali þar sem ólík sjónarmið eru leidd fram og náum við best sameiginlegri og farsælli niðurstöðu. Það er því nauðsynlegt fyrir kjörna fulltrúa að rækta sambandið við fólki í flokknum og tryggja þannig gott og öflugt samstarf við grasrótina. „Að vera í sambandi við annað fólk, er mér lífsnauðsyn.“ Svo kváðu Stuðmenn í frægum söngtexta sem fjallar um mikilvægi þess að efla góð sambönd við annað fólk. Á fundum mínum með framsóknarfólki í Norðausturkjördæmi nú í aðdraganda póstkosningar flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis, sem og á fundum með flokksfólki um land allt land, heyri ég þá miklu áherslu sem það leggur á að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina heima í héraði sé góð. Þannig er það upplifun einhverra að þessi tengsl hafi minnkað með samfara stækkandi kjördæmum og auknum skyldum sem lagðar hafa verið á hendur kjörinna fulltrúa á báðum stjórnsýslustigum. Það er ekki vænlegt til árangurs ef grasrótin, sem er öflugasti talsmaður framsóknarstefnunnar um allt land, upplifir slíkt í flokki sem byggir grundvallarhugsjón sína á samvinnu. Því er mikilvægt að við reynum með öllum ráðum að treysta sambandið við grasrótina og tryggja að raddir flokksmanna heyrist. Norðausturkjördæmi er stórt, líkt og landsbyggðarkjördæmin eru öll, og það er kannski ekki óeðlilegt að menn upplifi fjarlægð við kjörna fulltrúa sína í svo víðfeðmu kjördæmi. En eitt af því sem yfirstandandi heimsfaraldur hefur kennt okkur er að fjarlægð milli fólks þarf ekki að þýða skort á tengslum. Með því að nýta tæknina má á auðveldan hátt viðhalda góðu sambandi við fólk óháð staðsetningu. Öll erum við að verða vön því að nýta okkur fjarfundatæknina á svo mörgum sviðum í starfi og leik og þannig getum við líka nýtt okkur hana í reglulegt samtal við flokksmenn um þau mál sem brenna á hverju sinni. Það er nefnilega í hreinskiptum samskiptum meðal flokksmanna sem við brýnum og eflum stefnumál Framsóknarflokksins hverju sinni. Þannig myndum við öfluga breiðfylkingu á bakvið kjörna fulltrúa flokksins, sem skilar sér síðan í umræðuna út í samfélaginu. Kjörnir fulltrúar verða að hlusta, þeir verða að taka gagnrýni og svara henni, og standa síðan fyrir máli sínu gagnvart þeim sem veittu þeim umboð sitt til starfa. Þeir eru talsmenn þeirra og þetta samband má ekki trosna eða slitna. Þá er til lítils á stað farið. Verum í sambandi! Eins og hér er sagt að framan þá er það þungamiðja vexti og viðgangi Framsóknarflokksins til framtíðar að tengsl kjörinna fulltrúa við grasrótina séu sterk. Þau tengsl þarf að rækta vel. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum, í upphafi nýs kjörtímabils, þingmanna Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi að byggja upp öflugt samband við fólkið sitt í kjördæminu sem og alla íbúa þess. Það er þangað sem umboðið er sótt. Og munum að það er hlutverk okkar allra sem Framsóknarflokkinn myndum að vera talsmenn Framsóknarstefnunnar. Stefnu sem mynduð er í breiðri samvinnu og af grunngildum sem svo sannarlega hafa staðist tímans tönn í langri sögu flokksins okkar - Það er máttur hinna mörgu. Verum í sambandi! Höfundur er ritari Framsóknarflokksins og sækist eftir 2.sæti á lista flokksins í NA-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun