Maðurinn fundinn sem leitað var að við gosstöðvarnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 22. mars 2021 10:01 Frá gosstöðvunum í Geldingadal. Vísir/Vilhelm Maður sem leitað hefur verið í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal er fundinn. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að leitað hafi verið að fólki úr nokkrum bílum snemma í morgun. Það fólk komst í leitirnar eitt af öðru en eftir stóð einn maður sem hafði verið á bíl á þýskum númerum. Nú skömmu fyrir klukkan 10 spurðist til mannsins heilum á húfi í Grindavík og skömmu síðar var staðfest að um væri að ræða manninn sem leitað var að. Mikill viðbúnaður var við leitina og töluverður fjöldi sem leitaði að manninum að sögn Gunnars. Björgunarsveitarfólk leitaði að manninum gangandi í svokallaðri hraðleit frá bílnum að gosstöðvunum. Þá voru aðrir björgunarsveitarmenn sem komu sér fyrir á sjónpóstum uppi á fellum auk þess sem drónar voru notaðir við leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flaug hún yfir gossvæðið. Björgunarsveitarfólk er nú hætt að leita og þyrlan lenti í Reykjavík klukkan 10. Davíð Már segir að þyrlusveit Gæslunnar hafi ekki séð neinn á ferli við gosstöðvarnar. Gossvæðinu var lokað í morgun vegna hættulegrar gasmengunar. Almannavarnir biðja fólk um að virða þá lokun. Þá er veðurspáin mjög slæm fyrir Suðurnesin og þar með gossvæðið mjög slæm; gul viðvörun er í gildi vegna hvassviðris eða storms og gætu hviður farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Mikið mæddi á björgunarsveitarfólki í nótt þar sem tugum einstaklinga var komið til aðstoðar sem höfðu lent í vandræðum í nágrenni gosstöðvanna vegna veðurs. Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum og um fjörutíu manns leituðu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem komið var upp í Grindavík. „Þeir sem voru hérna i nótt lýsa því svoleiðis að í raun hafi þeir bjargað mannslífum í einhverjum tilvikum,“ segir Gunnar. Davíð Már segir að nú verði skoðað hvernig hægt sé að skipuleggja hlutina betur svo minnka megi líkurnar á því að ástand sambærilegt því sem skapaðist í nótt endurtaki sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Sjá meira
Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að leitað hafi verið að fólki úr nokkrum bílum snemma í morgun. Það fólk komst í leitirnar eitt af öðru en eftir stóð einn maður sem hafði verið á bíl á þýskum númerum. Nú skömmu fyrir klukkan 10 spurðist til mannsins heilum á húfi í Grindavík og skömmu síðar var staðfest að um væri að ræða manninn sem leitað var að. Mikill viðbúnaður var við leitina og töluverður fjöldi sem leitaði að manninum að sögn Gunnars. Björgunarsveitarfólk leitaði að manninum gangandi í svokallaðri hraðleit frá bílnum að gosstöðvunum. Þá voru aðrir björgunarsveitarmenn sem komu sér fyrir á sjónpóstum uppi á fellum auk þess sem drónar voru notaðir við leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flaug hún yfir gossvæðið. Björgunarsveitarfólk er nú hætt að leita og þyrlan lenti í Reykjavík klukkan 10. Davíð Már segir að þyrlusveit Gæslunnar hafi ekki séð neinn á ferli við gosstöðvarnar. Gossvæðinu var lokað í morgun vegna hættulegrar gasmengunar. Almannavarnir biðja fólk um að virða þá lokun. Þá er veðurspáin mjög slæm fyrir Suðurnesin og þar með gossvæðið mjög slæm; gul viðvörun er í gildi vegna hvassviðris eða storms og gætu hviður farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Mikið mæddi á björgunarsveitarfólki í nótt þar sem tugum einstaklinga var komið til aðstoðar sem höfðu lent í vandræðum í nágrenni gosstöðvanna vegna veðurs. Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum og um fjörutíu manns leituðu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem komið var upp í Grindavík. „Þeir sem voru hérna i nótt lýsa því svoleiðis að í raun hafi þeir bjargað mannslífum í einhverjum tilvikum,“ segir Gunnar. Davíð Már segir að nú verði skoðað hvernig hægt sé að skipuleggja hlutina betur svo minnka megi líkurnar á því að ástand sambærilegt því sem skapaðist í nótt endurtaki sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Sjá meira