Innlent

Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla voru sendir í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær.
Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla voru sendir í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. Laugarnesskóli

Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær.

Greint er frá smiti nemandans í tölvupósti til foreldra iðkenda hjá Þrótti í kvöld en nemandinn æfir þar knattspyrnu. Þórir Hákonarson íþróttastjóri Þróttar skrifar undir skeytið. 

Hann segir í samtali við Vísi að verið sé að óska eftir upplýsingum um smitið. Hann viti ekki til þess að neinn sé kominn í sóttkví hjá Þrótti vegna smitsins en vísar að öðru leyti á skólastjórnendur í Laugarnesskóla.

Fram kemur í tölvupóstinum að félagsheimili Þróttar verði lokað þar frekari fyrirmæli berist frá sóttvarnayfirvöldum þar um.

Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla segir í samtali við Vísi að skólastjórnendum hafi ekki enn verið tilkynnt um smit nemandans. Hann geti því ekki staðfest að smit hafi komið upp í nemendahópnum. 

Smitið myndi þó engu breyta um stöðu mála í skólanum; allir nemendur sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti séu komnir í sóttkví. Þá veit hann ekki til þess að fleiri hafi greinst jákvæðir í tengslum við smit kennarans.

Greint var frá því í dag að áttatíu nemendur úr fjórum bekkjum og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík væru komin í sóttkví.


Tengdar fréttir

Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví

Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 

Ný af­brigði á­hyggju­efni fyrir sam­fé­lagið

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×