Vond saga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2021 19:50 Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum. Alþjóðafjármálakreppan 2008 var fyrst og fremst gjaldeyriskreppa á Íslandi. Við höfum því réttilega eins og flestar aðrar þjóðir fest í lög svonefndar þjóðhagsvarúðarreglur. Þær fela í sér ákveðnar heimildir fyrir Seðlabanka til þess að draga úr sveiflum án þess að raska grundvallarreglunni um frjáls viðskipti. Nú hefur fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp, sem færir Seðlabankanum heimildir til þess að grípa til allra þeirra hafta, sem nauðsynlegt þótti að innleiða í gjaldeyriskreppunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Alþingi framselur til embættismanna svo víðtækt vald til þess að hefta frjáls viðskipti. Að þessu sinni er ekki um að ræða tímabundna ráðstöfun vegna sérstakra aðstæðna. Ríkisstjórnin telur sem sagt að ekki sé unnt að stýra íslensku krónunni nema embættismenn hafi full, ótakmörkuð og varanleg völd til þess að setja atvinnulífið og lífeyrissjóðina í fjötra gjaldeyrishafta. Ríkisstjórnin segist sjálf vera búin að tryggja sjö þúsund störf fyrir kosningar. Hún segir að gengi krónunnar sé stöðugt. Hún segir að ríkissjóður hafi nægan aðgang að ódýru lánsfé. Hún segir þvert á álit Samtaka atvinnulífsins, að ekki þurfi að hækka skatta eða skera niður. Hún segir að það sé ekki gjaldeyriskreppa. Samt telur hún óhjákvæmilegt að lögfesta heimildir til jafn víðtækra gjaldeyrishafta og eftir hrun. Í raun er ríkisstjórnin að segja þetta: það er ekki unnt að stýra jafn litlu peningakerfi án þess að við tökum á okkur meiri skerðingar á viðskiptafrelsi en samkeppnislöndin. Þetta er ekki góð saga. Þetta er vond saga. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hrunið Vinnumarkaður Íslenska krónan Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum. Alþjóðafjármálakreppan 2008 var fyrst og fremst gjaldeyriskreppa á Íslandi. Við höfum því réttilega eins og flestar aðrar þjóðir fest í lög svonefndar þjóðhagsvarúðarreglur. Þær fela í sér ákveðnar heimildir fyrir Seðlabanka til þess að draga úr sveiflum án þess að raska grundvallarreglunni um frjáls viðskipti. Nú hefur fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp, sem færir Seðlabankanum heimildir til þess að grípa til allra þeirra hafta, sem nauðsynlegt þótti að innleiða í gjaldeyriskreppunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Alþingi framselur til embættismanna svo víðtækt vald til þess að hefta frjáls viðskipti. Að þessu sinni er ekki um að ræða tímabundna ráðstöfun vegna sérstakra aðstæðna. Ríkisstjórnin telur sem sagt að ekki sé unnt að stýra íslensku krónunni nema embættismenn hafi full, ótakmörkuð og varanleg völd til þess að setja atvinnulífið og lífeyrissjóðina í fjötra gjaldeyrishafta. Ríkisstjórnin segist sjálf vera búin að tryggja sjö þúsund störf fyrir kosningar. Hún segir að gengi krónunnar sé stöðugt. Hún segir að ríkissjóður hafi nægan aðgang að ódýru lánsfé. Hún segir þvert á álit Samtaka atvinnulífsins, að ekki þurfi að hækka skatta eða skera niður. Hún segir að það sé ekki gjaldeyriskreppa. Samt telur hún óhjákvæmilegt að lögfesta heimildir til jafn víðtækra gjaldeyrishafta og eftir hrun. Í raun er ríkisstjórnin að segja þetta: það er ekki unnt að stýra jafn litlu peningakerfi án þess að við tökum á okkur meiri skerðingar á viðskiptafrelsi en samkeppnislöndin. Þetta er ekki góð saga. Þetta er vond saga. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar