„Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2021 13:03 Frosti vildi fá svör við því hvort erfiðleikar sem heilbrigðisráðherra hefur mátt stríða við í sínu persónulega lífi væru slíkir að það hefði áhrif á getu hennar til að gegna hinu viðfangsmikla verkefni sem að stöðu hennar snýr. Þetta þótti Katrínu afar furðuleg spurning, stoppaði Frosta af og las honum pistilinn. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. Katrín var gestur í útvarpsþætti þeirra Mána Péturssonar og Frosta í Harmageddon. Frosti vildi sauma að forsætisráðherra og gekk hart eftir svörum um hvernig bólusetningum liði og hvers vegna hún gengi svona treglega. Katrín sagði að við Íslendingar vildum að bóluefnin væru örugg og þar byggði á ítrustu kröfum. Frosti taldi þetta ekki fullnægjandi svör og hélt því meðal annars fram að komnar væru fram niðurstöður í rannsóknum á virkni rússneska bóluefnisins Spútnik V. Og vildi fá skýrari svör. Katrín sagðist einmitt hafa kynnt sér þær niðurstöður. Og þess vegna hafi það verið til sérstakrar skoðunar umfram önnur efni sem eru utan Evrópusamningsins. Við grípum niður í viðtalið þar sem það er ríflega hálfnað. Hvað áttu við? „Það hangir á því að lyfjastofnun Evrópu ljúki sinni vinnu.“ Og hvaða vinna er það? Þetta sé til skoðunar, hvað er verið að kanna svo við getum fengið Spútnik V hér á Íslandi? „Jahh, það er bara verið að vinna að því.“ Geturðu ekki skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í samband við framleiðendur? „Heilbrigðismálaráðuneytið fer með þetta mál og það hafa verið samskipti við þá aðila sem eru í Rússlandi og eru í þessum samskiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“ Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heilbrigðisráðherra í raun í stakk búin til að valda þessu verkefni? „Þetta finnst mér nú stórfurðuleg spurning satt að segja.“ Hún hefur persónulega verið að glíma við mikla erfiðleika og … „Nei, nú ætla ég að segja stopp.“ Af hverju? „Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn einhverja persónulega erfiðleika, Frosti.“ En Frosti gaf sig ekki og spurði áfram: Er hún að valda starfinu? „Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og hóf svo ræðu sína: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sú besta sem hugsast getur í starfið, að mati Katrínar.vísir/vilhelm „ Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við þennan faraldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópuþjóðir, Bretar, Bandaríkjamenn, bara nefndu það. Í sóttvarnarráðstöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upplýsingagjöf…“ Ekki í bóluefnunum? „Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Einstaka þátttöku Íslendinga, einstaka samstillingu fagaðila, rannsakenda, og heilbrigðisyfirvalda. Og ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra valdi starfi sínu? Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“ Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Katrín var gestur í útvarpsþætti þeirra Mána Péturssonar og Frosta í Harmageddon. Frosti vildi sauma að forsætisráðherra og gekk hart eftir svörum um hvernig bólusetningum liði og hvers vegna hún gengi svona treglega. Katrín sagði að við Íslendingar vildum að bóluefnin væru örugg og þar byggði á ítrustu kröfum. Frosti taldi þetta ekki fullnægjandi svör og hélt því meðal annars fram að komnar væru fram niðurstöður í rannsóknum á virkni rússneska bóluefnisins Spútnik V. Og vildi fá skýrari svör. Katrín sagðist einmitt hafa kynnt sér þær niðurstöður. Og þess vegna hafi það verið til sérstakrar skoðunar umfram önnur efni sem eru utan Evrópusamningsins. Við grípum niður í viðtalið þar sem það er ríflega hálfnað. Hvað áttu við? „Það hangir á því að lyfjastofnun Evrópu ljúki sinni vinnu.“ Og hvaða vinna er það? Þetta sé til skoðunar, hvað er verið að kanna svo við getum fengið Spútnik V hér á Íslandi? „Jahh, það er bara verið að vinna að því.“ Geturðu ekki skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í samband við framleiðendur? „Heilbrigðismálaráðuneytið fer með þetta mál og það hafa verið samskipti við þá aðila sem eru í Rússlandi og eru í þessum samskiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“ Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heilbrigðisráðherra í raun í stakk búin til að valda þessu verkefni? „Þetta finnst mér nú stórfurðuleg spurning satt að segja.“ Hún hefur persónulega verið að glíma við mikla erfiðleika og … „Nei, nú ætla ég að segja stopp.“ Af hverju? „Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn einhverja persónulega erfiðleika, Frosti.“ En Frosti gaf sig ekki og spurði áfram: Er hún að valda starfinu? „Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og hóf svo ræðu sína: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sú besta sem hugsast getur í starfið, að mati Katrínar.vísir/vilhelm „ Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við þennan faraldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópuþjóðir, Bretar, Bandaríkjamenn, bara nefndu það. Í sóttvarnarráðstöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upplýsingagjöf…“ Ekki í bóluefnunum? „Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Einstaka þátttöku Íslendinga, einstaka samstillingu fagaðila, rannsakenda, og heilbrigðisyfirvalda. Og ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra valdi starfi sínu? Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira