Vucevic til Bulls | Rondo á leið til Clippers og Lou Williams til Atlanta Hawks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 20:15 Nikola Vučević mun leika í rauðum treyjum Bulls næstu misseri. EPA-EFE/JUSTIN LANE Í dag er síðasti dagurinn þar sem lið geta skipt á leikmönnum í NBA-deildinni í körfubolta. Chicago Bulls sótti hinn þrítuga Nikola Vučević frá Orlando Magic í dag og eru á höttunum á eftir Lonzo Ball, leikstjórnanda New Orleans Pelicans. Þá er Rajon Rondo á leiðinni til Los Angeles Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Williams verður notaður sem skiptimynt í þeim skiptum. Fjöldinn allur af leikmönnum er að skipta um lið í dag og má reikna með fleirum þegar líður á daginn. Sem stendur standa félaga skipti Vučević upp úr en Bulls ætla sér greinilega að gera sitt besta til að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Eitthvað sem liðið hefur aðeins gert einu sinni á síðustu fimm árum. Here's the deal: The Bulls land Nikola Vucevic and Al Farouq Aminu for Otto Porter, Wendell Carter Jr., and two first-round picks. Huge addition for Chicago, who remains in pursuit of Lonzo Ball. The Magic are moving toward a rebuild now with Aaron Gordon deal on deck.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Vučević hefur verið í herbúðum Orlando Magic síðan árið 2012 en stefnir nú á að hjálpa Bulls að komast loksins í úrslitakeppnina. Liðið er sem stendur í 10. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 24 töp en Boston Celtics eru í 8. sætinu með 21 sigur og 23 töp. Þá hefur einnig verið staðfest að Kyle Lowry verður áfram í herbúðum Toronto Raptors. Orðrómar voru á kreiki að hann myndi róa á önnur mið í dag en Lowry var orðaður við Philadelphia 76ers. The Raptors are keeping Kyle Lowry, source tells ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Rondo er svo á leiðinni til Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Will fer í hina áttina. Rondo varð meistari með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð og á nú að hjálpa Clippers að sækja þann stóra. Lou Williams kvartar eflaust lítið en hans uppáhalds veitingastaður er í Atlanta. Meira um það í fréttinni hér að neðan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Chicago Bulls sótti hinn þrítuga Nikola Vučević frá Orlando Magic í dag og eru á höttunum á eftir Lonzo Ball, leikstjórnanda New Orleans Pelicans. Þá er Rajon Rondo á leiðinni til Los Angeles Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Williams verður notaður sem skiptimynt í þeim skiptum. Fjöldinn allur af leikmönnum er að skipta um lið í dag og má reikna með fleirum þegar líður á daginn. Sem stendur standa félaga skipti Vučević upp úr en Bulls ætla sér greinilega að gera sitt besta til að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Eitthvað sem liðið hefur aðeins gert einu sinni á síðustu fimm árum. Here's the deal: The Bulls land Nikola Vucevic and Al Farouq Aminu for Otto Porter, Wendell Carter Jr., and two first-round picks. Huge addition for Chicago, who remains in pursuit of Lonzo Ball. The Magic are moving toward a rebuild now with Aaron Gordon deal on deck.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Vučević hefur verið í herbúðum Orlando Magic síðan árið 2012 en stefnir nú á að hjálpa Bulls að komast loksins í úrslitakeppnina. Liðið er sem stendur í 10. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 24 töp en Boston Celtics eru í 8. sætinu með 21 sigur og 23 töp. Þá hefur einnig verið staðfest að Kyle Lowry verður áfram í herbúðum Toronto Raptors. Orðrómar voru á kreiki að hann myndi róa á önnur mið í dag en Lowry var orðaður við Philadelphia 76ers. The Raptors are keeping Kyle Lowry, source tells ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Rondo er svo á leiðinni til Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Will fer í hina áttina. Rondo varð meistari með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð og á nú að hjálpa Clippers að sækja þann stóra. Lou Williams kvartar eflaust lítið en hans uppáhalds veitingastaður er í Atlanta. Meira um það í fréttinni hér að neðan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira