Hver er fljótfær? Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 25. mars 2021 17:30 Hún var furðuleg sendingin frá formanni VR í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Þar kemst hann að þeirri ævintýralegu niðurstöðu að meintur áróður fjársterkra afla og stórfyrirtækja sé um að kenna því bakslagi sem við upplifum nú í baráttunni við COVID19. Formaðurinn fullyrðir að smit, sem reyndar hófu að greinast 23. mars síðastliðinn, séu á einhvern hátt tengd ákvörðunum um smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi á landamærum Íslands sem fyrirhugaðar eru. Þær breytingar áttu reyndar ekki að koma til framkvæmda fyrr en annars vegar á morgun og hins vegar 1. maí, rúmum mánuði eftir að þær áttu að hafa hrundið af stað fjórðu bylgju faraldursins hér á landi. Sem fyrr lætur formaðurinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér að óþörfu. Í viðtalinu heldur formaðurinn því enn fremur fram að „fljótfærni fáeinna aðila” – og nefnir Icelandair í því samhengi - hafi orðið til þess að búið sé að tefla ferðasumrinu í hættu. Hagsmunapot hafi ráðið för. Ekki er gott að segja hvernig hagsmunir flugfélagsins ættu að ríma við þessa tilgátu formannsins, en nýlegar og opinberar deilur hans við fyrirtækið varpa ef til vill ljósi á raunverulegt markmið formanns VR með viðtalinu. Ef til vill skorar svona málflutningur, líkt og formaðurinn gerðist sekur um í vikunni, stundarpunkta hjá einhverjum hópi. En til lengri tíma, og nú á ögurstundu, er hreinlega verið að vinna samfélaginu tjón. Nú er ekki tíminn til ábyrgðalausra upphlaupa heldur yfirvegaðra og málefnalegra umræðna um sameiginlegan vágest. Hagsmunir okkar allra eru undir því að takist vel til. Eftir stendur spurningin um hver það er sem raunverulega hefur gerst sekur um fljótfærni? Höfundur er framkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hún var furðuleg sendingin frá formanni VR í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Þar kemst hann að þeirri ævintýralegu niðurstöðu að meintur áróður fjársterkra afla og stórfyrirtækja sé um að kenna því bakslagi sem við upplifum nú í baráttunni við COVID19. Formaðurinn fullyrðir að smit, sem reyndar hófu að greinast 23. mars síðastliðinn, séu á einhvern hátt tengd ákvörðunum um smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi á landamærum Íslands sem fyrirhugaðar eru. Þær breytingar áttu reyndar ekki að koma til framkvæmda fyrr en annars vegar á morgun og hins vegar 1. maí, rúmum mánuði eftir að þær áttu að hafa hrundið af stað fjórðu bylgju faraldursins hér á landi. Sem fyrr lætur formaðurinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér að óþörfu. Í viðtalinu heldur formaðurinn því enn fremur fram að „fljótfærni fáeinna aðila” – og nefnir Icelandair í því samhengi - hafi orðið til þess að búið sé að tefla ferðasumrinu í hættu. Hagsmunapot hafi ráðið för. Ekki er gott að segja hvernig hagsmunir flugfélagsins ættu að ríma við þessa tilgátu formannsins, en nýlegar og opinberar deilur hans við fyrirtækið varpa ef til vill ljósi á raunverulegt markmið formanns VR með viðtalinu. Ef til vill skorar svona málflutningur, líkt og formaðurinn gerðist sekur um í vikunni, stundarpunkta hjá einhverjum hópi. En til lengri tíma, og nú á ögurstundu, er hreinlega verið að vinna samfélaginu tjón. Nú er ekki tíminn til ábyrgðalausra upphlaupa heldur yfirvegaðra og málefnalegra umræðna um sameiginlegan vágest. Hagsmunir okkar allra eru undir því að takist vel til. Eftir stendur spurningin um hver það er sem raunverulega hefur gerst sekur um fljótfærni? Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun