Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Sara Pálsdóttir skrifar 26. mars 2021 09:30 Langflestir skjólstæðingar barnaverndar, yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóma, áfengis og vímuefnafíkn. Í áratugi hefur sjúkdómur þessi verið viðurkenndur sem sjúkdómur og hann að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þegnar heimsins standa frammi fyrir. Sjúkdómur þessi er flókinn og afar órökréttur. Enginn getur öðlast alminnilegan skilning á honum eða því sem þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi, þurfa að ganga í gegn um, nema þeir, sem sjálfir hafa veikst og síðan náð bata. Enda er algengur fylgifiskur þessa sjúkdóms, reiði, skilningsleysi og ráðaleysi náinna ættinga sem botna hvorki upp né niður í þeim sem veikur er. Oft mæta þeir sem haldnir eru þessum sjúkdómi fordómum og skilningsleysi starfsmanna hins opinbera einnig. Sá sem er í virkum fíknisjúkdómi er heltekinn og stjórnlaus. Hegðar sér afar órökrétt, rétt eins og viðkomandi vilji steypa sjálfum sér og lífi sínu og sinna nánustu í glötun og missa frá sér allt. En það er auðvitað ekki þannig. Enginn vill drekka eða dópa sig í hel. Ekki frekar en að deyja úr krabbameini eða öðrum lífshættulegum sjúkdómi. Fólki sem veikist er oft ekki sjálfrátt. En það er ekki þar með sagt að fólk verði ekki að bera ábyrgð á eigin sjúkdómi og berjast fyrir bata sínum. En það gerist ekki nema með réttri aðstoð, aðstoð faglærðs, sérmenntaðs fólks sem þar að auki hefur innsýn og skilning á þessum sjúkdómi og því sem hinn veiki er að glíma við. Líkt og fyrr greinir eru yfirgnæfandi meirihluti skjólstæðinga barnaverndar foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóm. Í því ljósi er sláandi að það skuli ekki starfa einn einasti áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá barnaverndum landsins. Ekki einn. Það eru félagsráðgjafar sem þar starfa. Með fullri virðingu fyrir félagsráðgjöfum og mikilvægi starfa og þekkingu þeirra, en þá hafa þeir ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Ég hef séð sorglegar afleiðingar þessa í störfum barnaverndar. Félagsráðgjafar sem hafa enga sérþekkingu á fíknisjúkdómi, eru að skikka foreldri með fíknisjúkdóm í hin og þessi úrræði sem annað hvort henta ekki eða eru hreinlega til þess fallin að gera ekkert gagn til að hjálpa þeim sem glímir við slíkan sjúkdóm. Innsæisleysi starfsmanna í eðli sjúkdómsins og oftar en ekki fordómar þvælast fyrir og árangurinn verður takmarkaður eða enginn. Fullyrðingar um meinta neyslu þegar hverjum sem glímt hefur við alkóhólisma væri deginum ljósara að engin slík neysla gæti verið fyrir hendi. Útkoman er kaos. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við þessu. Það er brýn þörf á fagmenntuðu fólki til að hjálpa þessum foreldrum og til að tryggja rétta og faglega aðstoð sem er sérsniðin að þeim vanda sem það glímir við. Fagmenntað fólk þegar kemur að fíknisjúkdómum eru áfengis og vímuefnaráðgjafar. Það eru til fullt af gríðarlega færum og flottum áfengis og vímuefnaráðgjöfum í landinu. Nýtum þessa krafta, nýtum þessa reynslu sem þessir aðilar búa yfir, öðrum til góðs og blessunar. Börnin í þessu samfélagi eru börnin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að vel sé gert á öllum sviðum þegar kemur að vernd barna og velferð þeirra. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Barnavernd Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Langflestir skjólstæðingar barnaverndar, yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóma, áfengis og vímuefnafíkn. Í áratugi hefur sjúkdómur þessi verið viðurkenndur sem sjúkdómur og hann að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þegnar heimsins standa frammi fyrir. Sjúkdómur þessi er flókinn og afar órökréttur. Enginn getur öðlast alminnilegan skilning á honum eða því sem þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi, þurfa að ganga í gegn um, nema þeir, sem sjálfir hafa veikst og síðan náð bata. Enda er algengur fylgifiskur þessa sjúkdóms, reiði, skilningsleysi og ráðaleysi náinna ættinga sem botna hvorki upp né niður í þeim sem veikur er. Oft mæta þeir sem haldnir eru þessum sjúkdómi fordómum og skilningsleysi starfsmanna hins opinbera einnig. Sá sem er í virkum fíknisjúkdómi er heltekinn og stjórnlaus. Hegðar sér afar órökrétt, rétt eins og viðkomandi vilji steypa sjálfum sér og lífi sínu og sinna nánustu í glötun og missa frá sér allt. En það er auðvitað ekki þannig. Enginn vill drekka eða dópa sig í hel. Ekki frekar en að deyja úr krabbameini eða öðrum lífshættulegum sjúkdómi. Fólki sem veikist er oft ekki sjálfrátt. En það er ekki þar með sagt að fólk verði ekki að bera ábyrgð á eigin sjúkdómi og berjast fyrir bata sínum. En það gerist ekki nema með réttri aðstoð, aðstoð faglærðs, sérmenntaðs fólks sem þar að auki hefur innsýn og skilning á þessum sjúkdómi og því sem hinn veiki er að glíma við. Líkt og fyrr greinir eru yfirgnæfandi meirihluti skjólstæðinga barnaverndar foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóm. Í því ljósi er sláandi að það skuli ekki starfa einn einasti áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá barnaverndum landsins. Ekki einn. Það eru félagsráðgjafar sem þar starfa. Með fullri virðingu fyrir félagsráðgjöfum og mikilvægi starfa og þekkingu þeirra, en þá hafa þeir ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Ég hef séð sorglegar afleiðingar þessa í störfum barnaverndar. Félagsráðgjafar sem hafa enga sérþekkingu á fíknisjúkdómi, eru að skikka foreldri með fíknisjúkdóm í hin og þessi úrræði sem annað hvort henta ekki eða eru hreinlega til þess fallin að gera ekkert gagn til að hjálpa þeim sem glímir við slíkan sjúkdóm. Innsæisleysi starfsmanna í eðli sjúkdómsins og oftar en ekki fordómar þvælast fyrir og árangurinn verður takmarkaður eða enginn. Fullyrðingar um meinta neyslu þegar hverjum sem glímt hefur við alkóhólisma væri deginum ljósara að engin slík neysla gæti verið fyrir hendi. Útkoman er kaos. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við þessu. Það er brýn þörf á fagmenntuðu fólki til að hjálpa þessum foreldrum og til að tryggja rétta og faglega aðstoð sem er sérsniðin að þeim vanda sem það glímir við. Fagmenntað fólk þegar kemur að fíknisjúkdómum eru áfengis og vímuefnaráðgjafar. Það eru til fullt af gríðarlega færum og flottum áfengis og vímuefnaráðgjöfum í landinu. Nýtum þessa krafta, nýtum þessa reynslu sem þessir aðilar búa yfir, öðrum til góðs og blessunar. Börnin í þessu samfélagi eru börnin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að vel sé gert á öllum sviðum þegar kemur að vernd barna og velferð þeirra. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar