Flogaveiki með augum foreldris Hlédís Sveinsdóttir skrifar 26. mars 2021 11:01 Í tilefni af alþjóðlegum degi flogaveiki ætla ég, foreldri flogaveiks barns, að rita okkur orð. Byrjum á því hvernig best er að þið bregðist við ef einhver fær flog í kringum ykkur: 1. Haldið ró ykkar. 2. Losið um þröng föt. 3. Reynið að fyrirbyggja meiðsl. 4. Ekki setja neitt upp í munn 5. Hlúið að viðkomandi. 6. Verið til staðar þar til fullri meðvitund er náð. 7. Hringið á sjúkrabíl ef flogið á sér stað í vatni, ef þú veist ekki til þess að einstaklingur sé flogaveikur, ef um er að ræða barnshafandi konu / slasaðan einstakling / sykursjúkan einstakling, ef flog varir lengur en 5 mín, ef annað flog hefst stuttu eftir fyrra og ef einstaklingur kemst ekki til meðvitundar eftir að flogi/kippum lýkur. Þá vitið þið hvernig æskileg viðbrögð við flogi eru. Persónulega finnst mér nr. 1 erfiðast: "Haldið ró ykkar". Hljómar einfalt þar til barnið manns fellur fram af þeirri bjargsbrún sem flog eru. Fjallið er hátt og fallið er langt. Fullkomlega vanmáttugar mínútur foreldris sem horfir á eftir barni sínu fram af bjargsbrún eru ó svo lengi að líða og ró er síðasta orðið sem lýst gæti líkamlegu eða andlegu ástandi. Að vísu er yfirleitt mjúkt undirlag og flestir lenda vel, komast tiltölulega fljótt til meðvitundar og allt fellur í ljúfa löð aftur. En stundum verða slys, undirlagið ekki eins mjúkt og hörð lending getur haft alvarlegar afleiðingar. Lending gæti kostað lífsgæði eða líf. Það er þessi möguleiki sem fer illa í okkur aðstandendur. Situr eftir í kerfinu okkar, rænir okkur svefni og fóðrar feitan áhyggjupúkann. Það mætti mér að meinalausu gefa út leiðbeiningar til fólks sem umgengst aðstandendur flogaveikra. Kannski full dramatískt gætuð þið hugsað, en þó. Foreldrar sem ítrekað eru að missa börn sín fram af þessari bévítans bjargsbrún þurfa tíma og stuðning til að jafna sig. Þessir sömu foreldrar þurfa nefnilega að vera til staðar og sterkir heima fyrir. Ef vel ætti að vera mætti líka vera sérstakur verðlauna flokkur á Eddunni fyrir foreldra barna sem lenda í hnjaski. Ég sé fyrir mér afhendinguna "Góðir gestir þá er komið að verðlaunum fyrir framúrskarandi leik foreldris sem huggaði meðan það hágrét í hljóði". Eddunni er kannski ofaukið, það er skilningurinn sem er mikilvægastur. Skilningur á flogum og viðbrögðum við þeim sem og skilningur á því að þetta tekur líka á aðstandendur. Það hefur verið lukka mín hversu samferðafólk mitt, í leik og starfi, hefur sýnt mikinn skilning þegar þess hefur þurft. Það er mín Edda og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Eigið góðan fjólubláan flogaveikisdag í dag. Höfundur er móðir flogaveiks barns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum degi flogaveiki ætla ég, foreldri flogaveiks barns, að rita okkur orð. Byrjum á því hvernig best er að þið bregðist við ef einhver fær flog í kringum ykkur: 1. Haldið ró ykkar. 2. Losið um þröng föt. 3. Reynið að fyrirbyggja meiðsl. 4. Ekki setja neitt upp í munn 5. Hlúið að viðkomandi. 6. Verið til staðar þar til fullri meðvitund er náð. 7. Hringið á sjúkrabíl ef flogið á sér stað í vatni, ef þú veist ekki til þess að einstaklingur sé flogaveikur, ef um er að ræða barnshafandi konu / slasaðan einstakling / sykursjúkan einstakling, ef flog varir lengur en 5 mín, ef annað flog hefst stuttu eftir fyrra og ef einstaklingur kemst ekki til meðvitundar eftir að flogi/kippum lýkur. Þá vitið þið hvernig æskileg viðbrögð við flogi eru. Persónulega finnst mér nr. 1 erfiðast: "Haldið ró ykkar". Hljómar einfalt þar til barnið manns fellur fram af þeirri bjargsbrún sem flog eru. Fjallið er hátt og fallið er langt. Fullkomlega vanmáttugar mínútur foreldris sem horfir á eftir barni sínu fram af bjargsbrún eru ó svo lengi að líða og ró er síðasta orðið sem lýst gæti líkamlegu eða andlegu ástandi. Að vísu er yfirleitt mjúkt undirlag og flestir lenda vel, komast tiltölulega fljótt til meðvitundar og allt fellur í ljúfa löð aftur. En stundum verða slys, undirlagið ekki eins mjúkt og hörð lending getur haft alvarlegar afleiðingar. Lending gæti kostað lífsgæði eða líf. Það er þessi möguleiki sem fer illa í okkur aðstandendur. Situr eftir í kerfinu okkar, rænir okkur svefni og fóðrar feitan áhyggjupúkann. Það mætti mér að meinalausu gefa út leiðbeiningar til fólks sem umgengst aðstandendur flogaveikra. Kannski full dramatískt gætuð þið hugsað, en þó. Foreldrar sem ítrekað eru að missa börn sín fram af þessari bévítans bjargsbrún þurfa tíma og stuðning til að jafna sig. Þessir sömu foreldrar þurfa nefnilega að vera til staðar og sterkir heima fyrir. Ef vel ætti að vera mætti líka vera sérstakur verðlauna flokkur á Eddunni fyrir foreldra barna sem lenda í hnjaski. Ég sé fyrir mér afhendinguna "Góðir gestir þá er komið að verðlaunum fyrir framúrskarandi leik foreldris sem huggaði meðan það hágrét í hljóði". Eddunni er kannski ofaukið, það er skilningurinn sem er mikilvægastur. Skilningur á flogum og viðbrögðum við þeim sem og skilningur á því að þetta tekur líka á aðstandendur. Það hefur verið lukka mín hversu samferðafólk mitt, í leik og starfi, hefur sýnt mikinn skilning þegar þess hefur þurft. Það er mín Edda og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Eigið góðan fjólubláan flogaveikisdag í dag. Höfundur er móðir flogaveiks barns.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun