Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, en Bretland hefur tryggt sér 400 milljónir skammta af bóluefni. Því þykir ljóst að töluvert magn verður afgangs þegar þjóðin hefur verið bólusett en rúmlega 65 milljónir búa í Bretlandi og er búist við að rúmlega hundrað skammtar verði afgangs.
Ríkisstjórnin þar í landi hefur áður gefið það út að bóluefnum verði dreift til fátækari þjóða í gegnum Covax-verkefnið sem er samstarf þjóða heims um að koma bóluefni til yfir níutíu lág- og millitekjuríkja. Góðgerðafélögin kalla þó eftir því að ríkisstjórnin hefjist strax handa við að koma skömmtum til þeirra ríkja.
„Bretland mun sitja á nógu miklu bóluefni til að bólusetja framlínustarfsmenn heimsins tvisvar,“ segir í bréfi góðgerðafélaganna til forsætisráðherrans.
Yfir 29 milljónir fullorðinna í Bretland hafa nú þegar fengið fyrsta skammt af bóluefni og er Bretland á meðal þeirra þjóða sem hefur tryggt sér flesta skammta af bóluefni miðað við höfðatölu.