Fótbolti

Erfiður leikur og við vorum ekki sjálfum okkur líkir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kári í leik kvöldsins.
Kári í leik kvöldsins. EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ

Kári Árnason kom óvænt inn í byrjunarlið Íslands eftir að Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun. Hann vildi ekki kenna neinum um tapið en sagði að íslenska liðið þyrfti að skoða hvað fór úrskeiðis.

„Óvæntir hlutir geta gerst. Menn verða að vera tilbúnir að óvæntir hlutir geti gerst og vera tilbúnir þegar kallið kemur,“ sagði Kári um að detta inn í liðið skömmu fyrir leiks er hann ræddi við RÚV að leik loknum.

„Þetta var erfitt. Við sköpuðum ekki nógu mikið af dauðafærum, mest fyrirgjafir sem við náum ekki í endann á. Erfiður leikur og við vorum ekki sjálfum okkur líkir,“ sagði miðvörðurinn um tapið í Armeníu.

„Erfitt að segja. Ætla ekki að kenna neinum um þetta. Fáum á okkur mark sem lið en áfram gakk. Verðum samt að skoða það ef eitthvað fór úrskeiðis,“ sagði Kári um mörkin sem Ísland fékk á sig í Armeníu.

„Þetta er einn af þessum leikjum, erfiður útivöllur og erfitt að sækja eitthvað hingað. Auðvitað ætlumst við til að gera betur og skapa fleiri færi. Að mínu skapi eru menn ekki að hóta nægilega mikið aftur fyrir. Erum að leita í auðveldu leiðina, senda út á kant og gefa fyrir. Eitthvað sem við þurfum að bæta í okkar leik.“

„Við unnum nóg af fyrri boltum en það voru seinni boltarnir sem voru vesenið. Vorum kannski ekki nægilega aggressífir inn í teig, hornum og svona. Þeir lögðu mikið í þetta, fórnuðu sér í hvern einasta bolta og þetta var rosalega erfitt,“ sagði Kári Árnason að endingu.


Tengdar fréttir

Fyrst og fremst vorum við sjálfum okkur verstir

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, talaði hreint út eftir 2-0 tap Íslands í Armeníu er liðin mættust í undankeppni HM 2022. Aron Einar sagði liðið hafa verið sjálfu sér verst og það þarf þurfi að fara aftur í grunnatriðin.

„Þú átt ekki að vinna neinn leik“

„Þú átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld, þegar Jóhann var spurður út í hvort að þetta hefði verið skyldusigur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×