Við erum öll stórgölluð en stórkostleg Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2021 13:31 Á kaflaskiptri ævi segist Halldóra hafa rekist á marga veggi. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen starfar í dag sem þingmaður fyrir Pírata, þrátt fyrir að hafa aldrei geta séð fyrir sér að vinna á þeim vettvangi á sínum tíma. Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á kaflaskiptri ævi segist hún hafa rekist á marga veggi, sem hafi afhjúpað galla hennar og veikleika. Til að mynda segist Halldóra hafa verið undir miklu álagi á námsárum sínum, eftir langan skóladag hafi hún unnið fram á nótt, og fyrir vikið hafi hún leitað í örvandi efni til að halda sér gangandi. Hún hafi að endingu áttað sig á því að það gengi ekki til lengdar og sagt skilið við efnin, með stuðningi fjölskyldu sinnar og vina. Þau hafi fengið hana til að átta sig á því að hún væri komin á endastöð, þetta væri ekki jafn skemmtilegt og hún héldi. Í stað þess að rífa sig niður segist Halldóra hafa tekið bresti sína í sátt og notað þá til frekari vaxtar. „Ég hef lagt mikla áherslu á það í mínu lífi að draga lærdóm af hlutum. Allir sem að ég hitti, allt sem ég lendi í, ég hugsa alltaf hvaða lærdóm ég dregið af því,“ segir Halldóra. Það noti hún til að styrkja sig sem manneskju. „Ég hef verið opin fyrir því að skoða mína eigin galla. Frekar heldur en að vera í endalausri baráttu við gallana mína, að reyna að laga þá, að taka þá svolítið í sátt. Taka utan um sjálfa mig, þykja vænt um mig - þrátt fyrir mína galla,“ segir Halldóra. „Við erum öll stórgölluð, en við erum öll líka stórkostleg. Það er er ekkert hægt að aðskilja fólk frá því sem það gerir illa, við þurfum bara að læra að hafa meiri þolinmæði hvort fyrir öðru.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn. Einkalífið Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á kaflaskiptri ævi segist hún hafa rekist á marga veggi, sem hafi afhjúpað galla hennar og veikleika. Til að mynda segist Halldóra hafa verið undir miklu álagi á námsárum sínum, eftir langan skóladag hafi hún unnið fram á nótt, og fyrir vikið hafi hún leitað í örvandi efni til að halda sér gangandi. Hún hafi að endingu áttað sig á því að það gengi ekki til lengdar og sagt skilið við efnin, með stuðningi fjölskyldu sinnar og vina. Þau hafi fengið hana til að átta sig á því að hún væri komin á endastöð, þetta væri ekki jafn skemmtilegt og hún héldi. Í stað þess að rífa sig niður segist Halldóra hafa tekið bresti sína í sátt og notað þá til frekari vaxtar. „Ég hef lagt mikla áherslu á það í mínu lífi að draga lærdóm af hlutum. Allir sem að ég hitti, allt sem ég lendi í, ég hugsa alltaf hvaða lærdóm ég dregið af því,“ segir Halldóra. Það noti hún til að styrkja sig sem manneskju. „Ég hef verið opin fyrir því að skoða mína eigin galla. Frekar heldur en að vera í endalausri baráttu við gallana mína, að reyna að laga þá, að taka þá svolítið í sátt. Taka utan um sjálfa mig, þykja vænt um mig - þrátt fyrir mína galla,“ segir Halldóra. „Við erum öll stórgölluð, en við erum öll líka stórkostleg. Það er er ekkert hægt að aðskilja fólk frá því sem það gerir illa, við þurfum bara að læra að hafa meiri þolinmæði hvort fyrir öðru.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn.
Einkalífið Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira