Fótbolti

Holland skoraði sjö, Tyrk­land henti frá sér sigrinum og Portúgal lenti ó­vænt undir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gíbraltar fékk á sig sjö mörk þrátt fyrir stífan varnarleik í kvöld.
Gíbraltar fékk á sig sjö mörk þrátt fyrir stífan varnarleik í kvöld. ANP Sport/Getty Images

Öllum leikjum dagsins í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu er nú lokið. Allt stefndi í að Tyrkland yrði með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum en allt kom fyrir ekki. Holland skoraði sjö og Evrópumeistarar Portúgal lentu undir í Lúxemborg.

Í A-riðli tók Lúxemborg á móti Evrópumeisturunum. Það voru ótrúlegt en satt heimamenn sem komust yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum þökk sé marki Gerson Rodrigues. Diogo Jota jafnaði hins vegar metin fyrir Portúgal í þann mund er fyrri hálfleik lauk og staðan því 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja.

Það var svo að sjálfsögðu Cristiano Ronaldo sem skoraði annað mark Portúgals. Landsliðsmark númer 103 á ferlinum. Joao Palhinha gulltryggði svo sigur gestanna með þriðja markinu á 80. mínútu. 

Undir lok leiks lék Maxime Chanot reka sig út af í liði Lúxemborg og heimamenn því tíu inn á vellinum er flautað var til leiksloka.

Lokatölur 3-1 og Portúgal á topp riðilsins með sjö stig að loknum þremur leikjum líkt og Serbía. Portúgal ætti hins vegar að vera með fullt hús stiga ef draugamark liðsins gegn Serbíu hefði staðið.

Í G-riðli vann Holland öruggan 7-0 útisigur á Gíbraltar. Alexander Sørloth skoraði eina mark leiksins er Noregur vann 1-0 útisigur á Svartfjallalandi. Í Tyrklandi stefndi allt í að heimamenn yrðu með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum en þeir voru 3-1 yfir þegar rúmur hálftími lifði leiks.

Lettland kom hins vegar öllum á óvart og skoraði tvívegis áður en leik lauk, lokatölur því 3-3 í Tyrklandi.

Tyrkland er á toppi riðilsins með sjö stig en þar á eftir koma Holland, Svartfjallaland og Noregur með sex stig hvert. Lettland er svo með eitt stig en Gíbraltar er enn án stiga.

Í H-riðli vann Króatía 3-0 sigur á Möltu og Slóvakía vann 2-1 sigur á Rússlandi. Króatar og Rússar eru á toppi riðilsins með sex stig, þar á eftir kemur Slóvakía með fimm og Kýpur fjögur. Slóvenía er svo með þrjú stig en Malta skrapar botninn með eitt stig.


Tengdar fréttir

Daniel James hetja Wa­les | Belgía skoraði átta

Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi.

Mitro­vic hetja Serbíu og Kýpur með ó­væntan sigur

Óvæntum úrslitum í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu virðist hvergi nærri lokið. Kýpur vann 1-0 sigur á Slóveníu nú rétt í þessu og þá reyndist Aleksandar Mitrović hetja Serbíu í Aserbaísjan er gestirnir unnu 2-1 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×