BB Hótel á Ásbrú skoðað í dag fyrir sóttkvíarhótel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 11:58 Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, staddur á hótelherbergi á Fosshótel við Þórunnartún sem verður svokallað sóttkvíarhótel á næstunni. vísir/Sigurjón Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótel verði opnað í Reykjanesbæ þegar Fosshótel við Þórunnartún fyllist. Unnið er að því að búa hótelið undir komu farþega úr þremur flugvélum á morgun. Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærunum og þurfa þá allir sem koma frá svæðum sem eru flokkuð dökkrauð vegna fjölda smita eða grá vegna ófullnægjandi upplýsinga um smit að fara í sóttkví á hóteli í fimm daga á milli fyrri og seinni sýnatöku. Þetta á við um alla farþega og jafnframt Íslendinga og aðra sem búsettir eru hér á landi. Á morgun er von á þremur flugvélum frá Hollandi, Póllandi og Svíþjóð sem teljast dökkrauð svæði og því fara allir farþegar sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu í sóttkví á Fosshótel við Þórunnartún. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossinn, var önnum kafinn við undirbúning á hótelinu þegar fréttastofa leit við í morgun. Hann var þó enn ekki kominn með upplýsingar um hversu margir gestir séu væntanlegir á morgun. Kassar fullir af ýmsum sóttvarnarbúnaði voru á hótelinu í morgun. Starfsmenn verða í hlífðarfatnaði og spritt verður í hverju horni.vísir/Sigurjón Á Fosshótel eru um 320 herbergi og Gylfi gerir ráð fyrir að þau fyllist fyrr en síðar. „Já fyrr en síðar, en ég veit ekki hvenær fyrr er,“ segir Gylfi og bætir við að hann fái vonandi farþegatölur fljótlega. „Því við þurfum að haga undirbúningi eftir því en almannavarnir eru að vinna í því með okkur að finna út úr þessu.“ Hvað gerið þið ef hótelið fyllist strax um helgina? „Þá opnum við á nýjum stað. Það verður að öllum líkindum í Reykjanesbæ.“ Rauði krossinn mun í dag skoða BB hótel á Ásbrú sem hugsanlega aðstöðu en enn hefur þó ekki verið gengið frá samningi. Þá stendur einnig til að opna hótel á Akureyri fyrir fólk sem lendir þar og fyrir austan fyrir þá sem koma með Norrænu. Von er á næstu ferju þann 6. apríl. Frá 11. apríl kostar nóttin tíu þúsund krónur fyrir hvert herbergi og þrjár daglegar máltíðir sem verða sendar upp á herbergi eru innifaldar. Ferðamenn sem veikjast á hótelinu verða færðir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Lögregla verður kölluð til ef fólk yfirgefur hótelið. „Ef fólk fer út er það að brjóta sóttkví og þá ber okkur að láta yfirvöld vita; láta lögreglu vita. Líklega væri það sekt og jafnvel þá bara að fólk verði fært hingað aftur,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærunum og þurfa þá allir sem koma frá svæðum sem eru flokkuð dökkrauð vegna fjölda smita eða grá vegna ófullnægjandi upplýsinga um smit að fara í sóttkví á hóteli í fimm daga á milli fyrri og seinni sýnatöku. Þetta á við um alla farþega og jafnframt Íslendinga og aðra sem búsettir eru hér á landi. Á morgun er von á þremur flugvélum frá Hollandi, Póllandi og Svíþjóð sem teljast dökkrauð svæði og því fara allir farþegar sem ekki eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu í sóttkví á Fosshótel við Þórunnartún. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossinn, var önnum kafinn við undirbúning á hótelinu þegar fréttastofa leit við í morgun. Hann var þó enn ekki kominn með upplýsingar um hversu margir gestir séu væntanlegir á morgun. Kassar fullir af ýmsum sóttvarnarbúnaði voru á hótelinu í morgun. Starfsmenn verða í hlífðarfatnaði og spritt verður í hverju horni.vísir/Sigurjón Á Fosshótel eru um 320 herbergi og Gylfi gerir ráð fyrir að þau fyllist fyrr en síðar. „Já fyrr en síðar, en ég veit ekki hvenær fyrr er,“ segir Gylfi og bætir við að hann fái vonandi farþegatölur fljótlega. „Því við þurfum að haga undirbúningi eftir því en almannavarnir eru að vinna í því með okkur að finna út úr þessu.“ Hvað gerið þið ef hótelið fyllist strax um helgina? „Þá opnum við á nýjum stað. Það verður að öllum líkindum í Reykjanesbæ.“ Rauði krossinn mun í dag skoða BB hótel á Ásbrú sem hugsanlega aðstöðu en enn hefur þó ekki verið gengið frá samningi. Þá stendur einnig til að opna hótel á Akureyri fyrir fólk sem lendir þar og fyrir austan fyrir þá sem koma með Norrænu. Von er á næstu ferju þann 6. apríl. Frá 11. apríl kostar nóttin tíu þúsund krónur fyrir hvert herbergi og þrjár daglegar máltíðir sem verða sendar upp á herbergi eru innifaldar. Ferðamenn sem veikjast á hótelinu verða færðir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Lögregla verður kölluð til ef fólk yfirgefur hótelið. „Ef fólk fer út er það að brjóta sóttkví og þá ber okkur að láta yfirvöld vita; láta lögreglu vita. Líklega væri það sekt og jafnvel þá bara að fólk verði fært hingað aftur,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira