Blind þarf að fara í aðgerð en vonast til að ná EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 20:30 Það var strax ljóst að eitthvað slæmt hafði gerst eftir að Blind festi takkana í gervigrasinu er Holland lagði Gíbraltar 7-0 á útivelli. Pablo Morano/Orange Pictures Daley Blind, leikmaður hollenska landsliðsins og Ajax, meiddist illa í 7-0 sigri Hollands á Gíbraltar í undankeppni HM 2022 á dögunum. Hann er bjartsýnn og stefnir á að ná EM í sumar en það verður að teljast ólíklegt. Hinn 31 árs gamli Blind festi takkana á skóm sínum í gervigrasinu sem leikur Gíbraltar og Hollands var spilaður á. Atvikið leit skelfilega út og virtist sem Blind hefði mögulega slitið krossbönd í hné. Sem betur fer fyrir Blind sluppu krossböndin en hann sleit hins vegar liðbönd í vinstri ökkla. „Ég reikna með að tímabili mínu með Ajax sé lokið. Ég mun fara í aðgerð í næstu viku og ef allt gengur að óskum í endurhæfingunni þá vonast ég til að ná Evrópumótinu í sumar,“ sagði Blind í yfirlýsingu Ajax. Ajax hefur gengið frábærlega á leiktíðinni. Liðið er með 11 stiga forystu á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, einnig er liðið komið í úrslit hollenska bikarsins þar sem það mætir Vitesse Arnhem. Þá er Ajax komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem Roma bíður. 3134 - Daley Blind recorded more touches (3134), passes (2687) and recoveries (263) than any other player for @AFCAjax in all competitions this season. Blow. pic.twitter.com/XQ2SHqvZ7h— OptaJohan (@OptaJohan) April 1, 2021 „Auðvitað er ég mjög svekktur. Þú spilar fótbolta til að vinna titla og þessir titlar verða unnir á næstu mánuðum. Ég hefði viljað vera þarna með liðinu því þetta hefur verið frábært tímabil þessa. Því miður fyrir mig er því nú lokið,“ sagði Blind að lokum. Blind er þó bjartsýnn og stefnir á að bæta við þá 76 landsleiki sem hann hefur leikið til þessa þegar EM hefst í sumar. Holland er þar í riðli með Úkraínu, Austurríki og Norður-Makedóníu. Fótbolti EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Blind festi takkana á skóm sínum í gervigrasinu sem leikur Gíbraltar og Hollands var spilaður á. Atvikið leit skelfilega út og virtist sem Blind hefði mögulega slitið krossbönd í hné. Sem betur fer fyrir Blind sluppu krossböndin en hann sleit hins vegar liðbönd í vinstri ökkla. „Ég reikna með að tímabili mínu með Ajax sé lokið. Ég mun fara í aðgerð í næstu viku og ef allt gengur að óskum í endurhæfingunni þá vonast ég til að ná Evrópumótinu í sumar,“ sagði Blind í yfirlýsingu Ajax. Ajax hefur gengið frábærlega á leiktíðinni. Liðið er með 11 stiga forystu á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, einnig er liðið komið í úrslit hollenska bikarsins þar sem það mætir Vitesse Arnhem. Þá er Ajax komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem Roma bíður. 3134 - Daley Blind recorded more touches (3134), passes (2687) and recoveries (263) than any other player for @AFCAjax in all competitions this season. Blow. pic.twitter.com/XQ2SHqvZ7h— OptaJohan (@OptaJohan) April 1, 2021 „Auðvitað er ég mjög svekktur. Þú spilar fótbolta til að vinna titla og þessir titlar verða unnir á næstu mánuðum. Ég hefði viljað vera þarna með liðinu því þetta hefur verið frábært tímabil þessa. Því miður fyrir mig er því nú lokið,“ sagði Blind að lokum. Blind er þó bjartsýnn og stefnir á að bæta við þá 76 landsleiki sem hann hefur leikið til þessa þegar EM hefst í sumar. Holland er þar í riðli með Úkraínu, Austurríki og Norður-Makedóníu.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira