Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2021 14:21 Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag. U21 landsliðsteymi karla í knattspyrnu eyðir nú páskunum þar. Liðstjórinn er jákvæður. Vísir/Arnar Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta enska boltans í dag. U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem hafa dvalið síðustu daga á sóttkvíarhótelinu Fosshóteli eftir að liðið spilaði á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. Þrátt fyrir að þjálfari liðsins virtist allt annað en sáttur með veruna á Twitter hefur liðstjórinn Ágúst Valsson lýst yfir á Facebook að hann ætli að taka þetta á jákvæðu nótunum. Hann lýsir örstuttum göngutúrum í gær. Þá er hann hæst ánægður með að fá skyrboost í dag og ætlar svo að eyða deginum í Enska boltann. Þó tekur hann fram að það verði engin útivera leyfð í dag. Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. Dagur 2 Enski boltinn í allan dag love it Hádegishressing í boði theskyrfactory Hlakka til kvöldmatarins ps. engin útivera í dag Posted by Gústi Vals on Saturday, April 3, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem hafa dvalið síðustu daga á sóttkvíarhótelinu Fosshóteli eftir að liðið spilaði á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. Þrátt fyrir að þjálfari liðsins virtist allt annað en sáttur með veruna á Twitter hefur liðstjórinn Ágúst Valsson lýst yfir á Facebook að hann ætli að taka þetta á jákvæðu nótunum. Hann lýsir örstuttum göngutúrum í gær. Þá er hann hæst ánægður með að fá skyrboost í dag og ætlar svo að eyða deginum í Enska boltann. Þó tekur hann fram að það verði engin útivera leyfð í dag. Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. Dagur 2 Enski boltinn í allan dag love it Hádegishressing í boði theskyrfactory Hlakka til kvöldmatarins ps. engin útivera í dag Posted by Gústi Vals on Saturday, April 3, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59
Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16