Ungu og vel gefnu fólki er kerfisbundið haldið frá því að sækja sér menntun, en því má breyta Hinrik Jósafat Atlason skrifar 7. apríl 2021 11:31 Menntakerfið hefur löngum verið óhagstætt stórum hópum nemenda og þrátt fyrir að gott eitt gangi til ætlunar, hefur íhlutun okkar ekki náð fram því sem að var stefnt. Tæknin getur breytt nálgun okkar að námi og gert okkur kleift að veita fjölbreyttari hópum aðgengi að menntun. Strax í dag má gera þýðingarmiklar breytingar, meðal annars fyrir nemendur með námsörðugleika, en byrjum á byrjuninni. Samfélög breytast frá kynslóð til kynslóðar og milli kennara og nemenda myndast gjá. Menntakerfið stóð að mestu í stað á meðan afþreying fluttist úr línulegri dagskrá í ólínulega, bækur urðu að hljóðbókum, hlaðvörp leystu spjallþætti af hólmi, snjallsímar urðu almenningseign og persónulegir aðstoðarmenn urðu stafrænir. Námsumhverfið stendur eftir óbreytt vegna skorts á kerfisbundinni þróun og endurspeglar þar með ekki þá möguleika sem standa til boða í krafti nýrrar tækni. Þrátt fyrir að margt hafi unnist höfum við fallið í þá gryfju að tölvuvæða hið gamla í stað þess að byggja það frá grunni á nýrri tækni. Framfaratregðan á sviði menntamála, svo sem hvað varðar aðgengi að efni og nýja tækni, gerir nemendum erfiðara uppdráttar, einkum og sér í lagi þeim er glíma við námsörðugleika, þeirra stöðnun er hvað mest, hópsins sem fengi hvað mest út úr nýbreytni. Lesblinda er líffræðilegt ástand sem hefur áhrif á úrvinnslu tungumálsins og lestur. Ásamt skrifblindu og stærðfræðiblindu telst hún til höfuðnámsörðugleika. Lesblinda er gjarnan fylgifiskur hegðunarraskana á borð við athyglisbrest með ofvirkni sem gerir viðeigandi aðstoð vandfundnari. Sértækir námsörðugleikar hafa áhrif á þriðjung nemenda og er lesblinda ein og sér talin hafa áhrif á 10% fólks, hlutfall sem reikna má með að fari hækkandi samfara þróaðri greiningaraðferðum. Hvað sem greiningum líður verður það ástand viðvarandi, svo lengi sem námsumhverfið byggist á bóklestri og langvarandi kyrrsetum við borð, að eingöngu lægsta samnefnara nemenda er þjónað, stærsta minnihlutanum ef svo mætti segja, á meðan hinir falla í flokk „sérstakra“. Þessum „sérstöku“ nemendum hugnast kannski lítt að lesa upphátt fyrir framan bekkinn eða eiga erfitt með að halda huganum við kennsluna. Sumir eru á sífelldu iði og missa einbeitinguna við minnsta tilefni. Öðrum er skipað í sérstaka hópa þar sem þeim veitist sú vafasama þjónusta að fá hægari yfirferð námsefnisins. Ef til vill eru þeir vonlausir nemendur, en mögulega er ástæðan kerfi sem er sérsniðið að nemendum sem búa yfir einni grundvallarhæfni sem er læsi. Vel má vera að þeir séu tornæmir, en mögulega gefst þeim aldrei færi á að kveikja með sér áhuga á námsgreinum byrgðum ókleifum múrum lesefnis og að lokum hverfa þeir frá námi og lifa yngri fullorðinsárin með laskaða sjálfsmynd og þá sannfæringu að þeir séu ekki nægilega góðir. Ég er sannfærður um menntavegurinn hugnist ekki öllum sem hverfa frá námi, en kannski hugnast hann einhverjum þeirra sem ná aldrei að yfirstíga þessar kerfislægu hindranir. „ … ef þú dæmir fisk eftir getu hans til að klifra upp tré mun hann lifa allt sitt líf í þeirri trú að hann sé heimskur.“ Formleg menntun krefst verulegs vinnuframlags, en er það æskilegt að strit á jaðri þjáningar sé sjálfgildið fyrir fólk í meðfæddu líffræðilegu ástandi sem þó virðist tengjast hærri meðalgreind, sköpunargáfu og skilningi á flóknum kerfum? Í rannsókn Julie Logan kom fram að þriðjungur frumkvöðla kvaðst stríða við lesblindu og könnun Tulip Financial Research leiddi í ljós hátt hlutfall lesblindra í hópi sjálfskapaðra auðmanna. Sé þetta athygli vert má einnig benda á lista vefsíðunnar Dyslexia.com yfir lesblint afreksfólk á borð við Henry Ford, Richard Branson, George Washington, Albert Einstein, Thomas Edison, Pablo Picasso, Andy Warhol, John Lennon, Agatha Christie, Steven Spielberg, H.C. Andersen, Mohammad Ali og Leonardo da Vinci (greint af skrifum hans). Á hinn bóginn telja lesblindir 53% vistmanna Chelmsford-fangelsisins og 49% heimilislausra í Kaliforníu, sem er mun hærra hlutfall en hin almennu 10%. Eitthvað kemur því ekki heim og saman. Þeir nemendur sem krafla sig gegnum skólakerfið þrátt fyrir ljónin í veginum eiga aðdáun mína óskipta, og foreldrar þeirra ekki síður því byrði þeirra er síst minni. Þá njóta sérkennsluráðgjafar og kennarar allrar minnar virðingar fyrir það grettistak sem þeir lyfta dag hvern. Ég tel mig gæfusaman að búa í samfélagi sem styður við nemendur með greinda námsörðugleika með úrræðum á borð við lengri tíma í prófum. Þau úrræði eru þó eingöngu dropi í hið fjölbreytta haf námsörðugleika sem geta verið ólíkir frá einstaklingi til einstaklings, sem skapar svo illkleifa hindrun og endurspeglar hvergi nærri þau fjárframlög sem ætlað er að ryðja henni úr vegi. Við megum ekki sætta okkur við þá skipan mála að sum okkar teljist eðlileg en önnur „sérstök“. Megum ekki eingöngu þjóna þörfum stærsta minnihlutans og skella skollaeyrunum við þeim ógnvænlega raunveruleika að fjölmörg efnileg ungmenni fá ekki að lifa til fulls. Ég skal ekki segja að ég hafi öll svör á reiðum höndum, en hitt veit ég, að við getum komið þýðingarmiklum breytingum í kring til bóta á hefðbundnum kennsluaðferðum. Við getum nýtt okkur hjóðupptökur og nám sem grundvallast á fleiru en lesmáli. Tækni nútímans gerir okkur kleift að bjóða allar bækur, greinar, verkefni, spurningar og svör á hlustunarformi í þágu þeirra sem það kjósa. Við getum samtvinnað frásögn og samræðu við gervigreind eins og við sjáum af persónulegum stafrænum aðstoðarmönnum á borð við forritin Alexa og Siri. Við getum tekið snjalltæknina í okkar þjónustu og veitt nemendum frelsi til að læra hvar sem þeir kjósa og ekki bara í sitjandi stöðu. Það sem fyrir mér vakti þegar ég stofnaði Atlas Primer, með það fyrir augum að endurskapa námsumhverfið, var ekki að takmarka eða breyta námi eins og því nú er háttað, heldur skapa nýjar námsaðferðir. Þeim mætti svo auka við þær sem fyrir eru og gera nám þar með aðgengilegra svo hverjum nemanda gefist færi á að vera eðlilegur í stað þess að flokkast „sérstakur“ fyrir þá einu sök að falla ekki að gölluðu kerfi. Hví skyldum við viðhalda kerfi sem sjálfkrafa útskúfar fjölda fólks til þess eins að verja ómældri fyrirhöfn í að draga það um borð á ný? Væri ekki skynsamlegra að kerfið væri aðgengilegra og gerði þeim þar með kleift að nýta styrkleika sína til fulls samfélaginu til gagns og nauðsynja? Eftirlætislíkingin mín á þessu sviði er lyftan, í fyrstu þjónaði hún vanræktum minnihluta, því næst gerði hún öllum öðrum lífið þægilegra, en þegar upp er staðið gerir hún okkur kleift að byggja hærra en nokkru sinni fyrr og þar með ná hæðum sem okkur hafði ekki órað fyrir. Ég er sannfærður um að í framtíðinni munum við öll njóta stafrænna einkakennara við nám, en strax í dag getum gert menntun töluvert aðgengilegri. Við eigum það inni hjá sjálfum okkur, en enn fremur eiga þeir, sem sætt hafa kerfislægri vanrækslu, það inni hjá okkur. Höfundur er stofnandi Atlas Primer og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Menntakerfið hefur löngum verið óhagstætt stórum hópum nemenda og þrátt fyrir að gott eitt gangi til ætlunar, hefur íhlutun okkar ekki náð fram því sem að var stefnt. Tæknin getur breytt nálgun okkar að námi og gert okkur kleift að veita fjölbreyttari hópum aðgengi að menntun. Strax í dag má gera þýðingarmiklar breytingar, meðal annars fyrir nemendur með námsörðugleika, en byrjum á byrjuninni. Samfélög breytast frá kynslóð til kynslóðar og milli kennara og nemenda myndast gjá. Menntakerfið stóð að mestu í stað á meðan afþreying fluttist úr línulegri dagskrá í ólínulega, bækur urðu að hljóðbókum, hlaðvörp leystu spjallþætti af hólmi, snjallsímar urðu almenningseign og persónulegir aðstoðarmenn urðu stafrænir. Námsumhverfið stendur eftir óbreytt vegna skorts á kerfisbundinni þróun og endurspeglar þar með ekki þá möguleika sem standa til boða í krafti nýrrar tækni. Þrátt fyrir að margt hafi unnist höfum við fallið í þá gryfju að tölvuvæða hið gamla í stað þess að byggja það frá grunni á nýrri tækni. Framfaratregðan á sviði menntamála, svo sem hvað varðar aðgengi að efni og nýja tækni, gerir nemendum erfiðara uppdráttar, einkum og sér í lagi þeim er glíma við námsörðugleika, þeirra stöðnun er hvað mest, hópsins sem fengi hvað mest út úr nýbreytni. Lesblinda er líffræðilegt ástand sem hefur áhrif á úrvinnslu tungumálsins og lestur. Ásamt skrifblindu og stærðfræðiblindu telst hún til höfuðnámsörðugleika. Lesblinda er gjarnan fylgifiskur hegðunarraskana á borð við athyglisbrest með ofvirkni sem gerir viðeigandi aðstoð vandfundnari. Sértækir námsörðugleikar hafa áhrif á þriðjung nemenda og er lesblinda ein og sér talin hafa áhrif á 10% fólks, hlutfall sem reikna má með að fari hækkandi samfara þróaðri greiningaraðferðum. Hvað sem greiningum líður verður það ástand viðvarandi, svo lengi sem námsumhverfið byggist á bóklestri og langvarandi kyrrsetum við borð, að eingöngu lægsta samnefnara nemenda er þjónað, stærsta minnihlutanum ef svo mætti segja, á meðan hinir falla í flokk „sérstakra“. Þessum „sérstöku“ nemendum hugnast kannski lítt að lesa upphátt fyrir framan bekkinn eða eiga erfitt með að halda huganum við kennsluna. Sumir eru á sífelldu iði og missa einbeitinguna við minnsta tilefni. Öðrum er skipað í sérstaka hópa þar sem þeim veitist sú vafasama þjónusta að fá hægari yfirferð námsefnisins. Ef til vill eru þeir vonlausir nemendur, en mögulega er ástæðan kerfi sem er sérsniðið að nemendum sem búa yfir einni grundvallarhæfni sem er læsi. Vel má vera að þeir séu tornæmir, en mögulega gefst þeim aldrei færi á að kveikja með sér áhuga á námsgreinum byrgðum ókleifum múrum lesefnis og að lokum hverfa þeir frá námi og lifa yngri fullorðinsárin með laskaða sjálfsmynd og þá sannfæringu að þeir séu ekki nægilega góðir. Ég er sannfærður um menntavegurinn hugnist ekki öllum sem hverfa frá námi, en kannski hugnast hann einhverjum þeirra sem ná aldrei að yfirstíga þessar kerfislægu hindranir. „ … ef þú dæmir fisk eftir getu hans til að klifra upp tré mun hann lifa allt sitt líf í þeirri trú að hann sé heimskur.“ Formleg menntun krefst verulegs vinnuframlags, en er það æskilegt að strit á jaðri þjáningar sé sjálfgildið fyrir fólk í meðfæddu líffræðilegu ástandi sem þó virðist tengjast hærri meðalgreind, sköpunargáfu og skilningi á flóknum kerfum? Í rannsókn Julie Logan kom fram að þriðjungur frumkvöðla kvaðst stríða við lesblindu og könnun Tulip Financial Research leiddi í ljós hátt hlutfall lesblindra í hópi sjálfskapaðra auðmanna. Sé þetta athygli vert má einnig benda á lista vefsíðunnar Dyslexia.com yfir lesblint afreksfólk á borð við Henry Ford, Richard Branson, George Washington, Albert Einstein, Thomas Edison, Pablo Picasso, Andy Warhol, John Lennon, Agatha Christie, Steven Spielberg, H.C. Andersen, Mohammad Ali og Leonardo da Vinci (greint af skrifum hans). Á hinn bóginn telja lesblindir 53% vistmanna Chelmsford-fangelsisins og 49% heimilislausra í Kaliforníu, sem er mun hærra hlutfall en hin almennu 10%. Eitthvað kemur því ekki heim og saman. Þeir nemendur sem krafla sig gegnum skólakerfið þrátt fyrir ljónin í veginum eiga aðdáun mína óskipta, og foreldrar þeirra ekki síður því byrði þeirra er síst minni. Þá njóta sérkennsluráðgjafar og kennarar allrar minnar virðingar fyrir það grettistak sem þeir lyfta dag hvern. Ég tel mig gæfusaman að búa í samfélagi sem styður við nemendur með greinda námsörðugleika með úrræðum á borð við lengri tíma í prófum. Þau úrræði eru þó eingöngu dropi í hið fjölbreytta haf námsörðugleika sem geta verið ólíkir frá einstaklingi til einstaklings, sem skapar svo illkleifa hindrun og endurspeglar hvergi nærri þau fjárframlög sem ætlað er að ryðja henni úr vegi. Við megum ekki sætta okkur við þá skipan mála að sum okkar teljist eðlileg en önnur „sérstök“. Megum ekki eingöngu þjóna þörfum stærsta minnihlutans og skella skollaeyrunum við þeim ógnvænlega raunveruleika að fjölmörg efnileg ungmenni fá ekki að lifa til fulls. Ég skal ekki segja að ég hafi öll svör á reiðum höndum, en hitt veit ég, að við getum komið þýðingarmiklum breytingum í kring til bóta á hefðbundnum kennsluaðferðum. Við getum nýtt okkur hjóðupptökur og nám sem grundvallast á fleiru en lesmáli. Tækni nútímans gerir okkur kleift að bjóða allar bækur, greinar, verkefni, spurningar og svör á hlustunarformi í þágu þeirra sem það kjósa. Við getum samtvinnað frásögn og samræðu við gervigreind eins og við sjáum af persónulegum stafrænum aðstoðarmönnum á borð við forritin Alexa og Siri. Við getum tekið snjalltæknina í okkar þjónustu og veitt nemendum frelsi til að læra hvar sem þeir kjósa og ekki bara í sitjandi stöðu. Það sem fyrir mér vakti þegar ég stofnaði Atlas Primer, með það fyrir augum að endurskapa námsumhverfið, var ekki að takmarka eða breyta námi eins og því nú er háttað, heldur skapa nýjar námsaðferðir. Þeim mætti svo auka við þær sem fyrir eru og gera nám þar með aðgengilegra svo hverjum nemanda gefist færi á að vera eðlilegur í stað þess að flokkast „sérstakur“ fyrir þá einu sök að falla ekki að gölluðu kerfi. Hví skyldum við viðhalda kerfi sem sjálfkrafa útskúfar fjölda fólks til þess eins að verja ómældri fyrirhöfn í að draga það um borð á ný? Væri ekki skynsamlegra að kerfið væri aðgengilegra og gerði þeim þar með kleift að nýta styrkleika sína til fulls samfélaginu til gagns og nauðsynja? Eftirlætislíkingin mín á þessu sviði er lyftan, í fyrstu þjónaði hún vanræktum minnihluta, því næst gerði hún öllum öðrum lífið þægilegra, en þegar upp er staðið gerir hún okkur kleift að byggja hærra en nokkru sinni fyrr og þar með ná hæðum sem okkur hafði ekki órað fyrir. Ég er sannfærður um að í framtíðinni munum við öll njóta stafrænna einkakennara við nám, en strax í dag getum gert menntun töluvert aðgengilegri. Við eigum það inni hjá sjálfum okkur, en enn fremur eiga þeir, sem sætt hafa kerfislægri vanrækslu, það inni hjá okkur. Höfundur er stofnandi Atlas Primer og stundakennari við Háskólann í Reykjavík.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun