Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2021 19:21 Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands segja blóðtappa aukaverkanir vegna AstraZeneca mjög sjaldgæfar. Vísir/Vilhelm Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands kynntu báðar niðurstöður viðamikilla rannsókna á notkun AstraZenece bóluefninu í dag og komust báðar að sams konar niðurstöðu. Samkvæmt bresku niðurstöðunum eru fjórir af milljón líklegir til að fá blóðtappa eftir bólusetningu með efninu. Áhættan á að fá blóðtappa sé aftur á móti mun meiri hjá þeim sem veikist af Covid 19 en þeim sem eru bólusettir með AstraZeneca. Til að greina mjög sjaldgæfar hliðaverkanir eins og blóðtappa hjá þeim sem hafi verið bólusettir með AstraZeneca þurfi að gefa miklum fjölda efnið. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands segir að í Bretlandi hafi tuttugu milljónum manna verið gefið AstraZeneca. „Á grunni rannsóknargagna vegur virkni bóluefnisins AstraZeneca gegn COVID-19 og tengdri áhættu, sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum þyngra hvað varðar áhættu hjá miklum meirihluta fólks. Rannsókn okkar hefur staðfest enn enn frekar að áhættan sem fylgir þessum meintu, sjaldgæfu aukaverkunum er afar lítil," segir Dr. Raine. Báðar stofnanir segja ábatan af efninu mestan hjá eldri aldurshópum en í öllum aldurshópum frá tuttugu og upp úr komi bóluefnið í veg fyrir að fólk veikist illa af Covid 19. Óhætt ætti að vera að gefa öllum aldurshópum og fólki af báðum kynjum AstraZeneca bóluefnið. Þórólfur Guðnason segir hvert ríki fyrir sig verða að meta hvort og þá fyrir hverja AstraZeneca bóluefnið verði notað.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta í samræmi við fyrri niðurstöður. Þessar aukaverkanir sjáist hjá yngra fólki og einkum konum yngri en sextugt. Þess vegna sé efnið aðeins gefið sjötugum og eldri og hugsanlega megi færa aldurinn niður í sextíu og fimm. „Það verður að leggja mat á þetta í ljósi faraldursins í hverju landi. Þar sem faraldurinn er í miklum vexti og miklum gangi er ávinningurinn miklu meiri en áhættan. Í löndum eins og hér þar sem faraldurinn er í lágmarki er áhættan jafnvel meiri en ávinningurinn þannig að ég held að við þurfum að fara varlega í það," segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands kynntu báðar niðurstöður viðamikilla rannsókna á notkun AstraZenece bóluefninu í dag og komust báðar að sams konar niðurstöðu. Samkvæmt bresku niðurstöðunum eru fjórir af milljón líklegir til að fá blóðtappa eftir bólusetningu með efninu. Áhættan á að fá blóðtappa sé aftur á móti mun meiri hjá þeim sem veikist af Covid 19 en þeim sem eru bólusettir með AstraZeneca. Til að greina mjög sjaldgæfar hliðaverkanir eins og blóðtappa hjá þeim sem hafi verið bólusettir með AstraZeneca þurfi að gefa miklum fjölda efnið. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands segir að í Bretlandi hafi tuttugu milljónum manna verið gefið AstraZeneca. „Á grunni rannsóknargagna vegur virkni bóluefnisins AstraZeneca gegn COVID-19 og tengdri áhættu, sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum þyngra hvað varðar áhættu hjá miklum meirihluta fólks. Rannsókn okkar hefur staðfest enn enn frekar að áhættan sem fylgir þessum meintu, sjaldgæfu aukaverkunum er afar lítil," segir Dr. Raine. Báðar stofnanir segja ábatan af efninu mestan hjá eldri aldurshópum en í öllum aldurshópum frá tuttugu og upp úr komi bóluefnið í veg fyrir að fólk veikist illa af Covid 19. Óhætt ætti að vera að gefa öllum aldurshópum og fólki af báðum kynjum AstraZeneca bóluefnið. Þórólfur Guðnason segir hvert ríki fyrir sig verða að meta hvort og þá fyrir hverja AstraZeneca bóluefnið verði notað.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta í samræmi við fyrri niðurstöður. Þessar aukaverkanir sjáist hjá yngra fólki og einkum konum yngri en sextugt. Þess vegna sé efnið aðeins gefið sjötugum og eldri og hugsanlega megi færa aldurinn niður í sextíu og fimm. „Það verður að leggja mat á þetta í ljósi faraldursins í hverju landi. Þar sem faraldurinn er í miklum vexti og miklum gangi er ávinningurinn miklu meiri en áhættan. Í löndum eins og hér þar sem faraldurinn er í lágmarki er áhættan jafnvel meiri en ávinningurinn þannig að ég held að við þurfum að fara varlega í það," segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent