90% af hagkerfinu í lagi? Frekar 10% Konráð S. Guðjónsson skrifar 8. apríl 2021 13:30 Kastljósviðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, fyrir páska vakti nokkra athygli. Þar sagði Gylfi að „stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi“ og að aðeins væri kreppa í ferðaþjónustu sem í eðlilegu árferði leggur til um 10% af landsframleiðslu. Ummælin vöktu skiljanlega mikla athygli og á síðustu dögum hafa þingmenn vísað í þessa greiningu Gylfa. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ vitnaði í Gylfa og sagði að það væri „kreppa í 10% af hagkerfinu en annars staðar er bara góðæri“. Minna hefur farið fyrir því á hvað gögnum þessar ályktanir byggja. Enda vill svo til að séu gögn greind er í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi að einfalda stöðu hagkerfisins þannig að svo virðist sem allt sé hér í himnalagi, fyrir utan ferðaþjónustu. Færri störf, minni fjárfesting og minni verðmæti í langflestum atvinnugreinum* Í fyrsta lagi fækkaði störfum í 22 af 25 atvinnugreinum (88%) milli ára við lok síðasta árs sem þýðir að störfum fækkaði almennt um 8% á tímabilinu eða 16 þúsund. Aðeins hefur verið fjölgun hjá hinu opinbera, í veitustarfsemi sem er að nær öllu leyti í eigu hins opinbera og í námugreftri og vinnslu hráefna úr jörðu sem er smávægileg grein hér á landi með 160 störfum. Í öðru lagi dróst atvinnuvegafjárfesting saman í 40 af 46 atvinnugreinum (87%, breiðari flokkun en að framan) á síðasta ári. Heilt yfir þýddi það 9% samdrátt atvinnuvegafjárfestingar milli ára og frá 2017 nemur samdrátturinn 28%. Ekki fæst séð að þetta geti verið staðan þar sem 90% af hagkerfi er í lagi, hvað þá í góðæri. Í þriðja lagi minnkaði verðmætasköpun í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina árið 2020, eða 45 af 58 (78%, enn breiðari flokkun en að framan). Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu. Hlutföllin eru öfug – 10% af hagkerfinu er í góðæri, ekki 90% Það sem er rétt er að stærstur hluti landsmanna finnur lítið fyrir kreppunni í daglegu lífi. Það helgast af því að ríkið hefur ráðist í stórtækar aðgerðir sem hafa sérstaklega nýst heimilum og laun þeirra sem hafa vinnu hafa hækkað myndarlega, um 10% milli ára í janúar. Það er líka rétt að taka fram að þó samdráttur sé í flestum greinum var hann 6% eða minni í um helmingi tilfella. Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga. Ekki einungis ferðaþjónusta sem ná þarf vopnum sínum Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni. Ef við horfumst ekki í augu við þann veruleika og allar þessar atvinnugreinar ná ekki vopnum sínum á ný er óumflýjanlegt að kreppan muni bitna illa á okkur öllum en ekki sumum. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. * Öll gögn fengin frá Hagstofu Íslandsi. Störf byggja á skráargögnum, atvinnuvegafjárfesting úr þjóðhagsreikningum og verðmætasköpun úr framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga. Með verðmætasköpun er nánar tiltekið átt við vinnsluvirði sem er lagt til grundvallar mati á framlagi atvinnugreina til landsframleiðslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Kastljósviðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, fyrir páska vakti nokkra athygli. Þar sagði Gylfi að „stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi“ og að aðeins væri kreppa í ferðaþjónustu sem í eðlilegu árferði leggur til um 10% af landsframleiðslu. Ummælin vöktu skiljanlega mikla athygli og á síðustu dögum hafa þingmenn vísað í þessa greiningu Gylfa. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ vitnaði í Gylfa og sagði að það væri „kreppa í 10% af hagkerfinu en annars staðar er bara góðæri“. Minna hefur farið fyrir því á hvað gögnum þessar ályktanir byggja. Enda vill svo til að séu gögn greind er í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi að einfalda stöðu hagkerfisins þannig að svo virðist sem allt sé hér í himnalagi, fyrir utan ferðaþjónustu. Færri störf, minni fjárfesting og minni verðmæti í langflestum atvinnugreinum* Í fyrsta lagi fækkaði störfum í 22 af 25 atvinnugreinum (88%) milli ára við lok síðasta árs sem þýðir að störfum fækkaði almennt um 8% á tímabilinu eða 16 þúsund. Aðeins hefur verið fjölgun hjá hinu opinbera, í veitustarfsemi sem er að nær öllu leyti í eigu hins opinbera og í námugreftri og vinnslu hráefna úr jörðu sem er smávægileg grein hér á landi með 160 störfum. Í öðru lagi dróst atvinnuvegafjárfesting saman í 40 af 46 atvinnugreinum (87%, breiðari flokkun en að framan) á síðasta ári. Heilt yfir þýddi það 9% samdrátt atvinnuvegafjárfestingar milli ára og frá 2017 nemur samdrátturinn 28%. Ekki fæst séð að þetta geti verið staðan þar sem 90% af hagkerfi er í lagi, hvað þá í góðæri. Í þriðja lagi minnkaði verðmætasköpun í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina árið 2020, eða 45 af 58 (78%, enn breiðari flokkun en að framan). Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu. Hlutföllin eru öfug – 10% af hagkerfinu er í góðæri, ekki 90% Það sem er rétt er að stærstur hluti landsmanna finnur lítið fyrir kreppunni í daglegu lífi. Það helgast af því að ríkið hefur ráðist í stórtækar aðgerðir sem hafa sérstaklega nýst heimilum og laun þeirra sem hafa vinnu hafa hækkað myndarlega, um 10% milli ára í janúar. Það er líka rétt að taka fram að þó samdráttur sé í flestum greinum var hann 6% eða minni í um helmingi tilfella. Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga. Ekki einungis ferðaþjónusta sem ná þarf vopnum sínum Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni. Ef við horfumst ekki í augu við þann veruleika og allar þessar atvinnugreinar ná ekki vopnum sínum á ný er óumflýjanlegt að kreppan muni bitna illa á okkur öllum en ekki sumum. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. * Öll gögn fengin frá Hagstofu Íslandsi. Störf byggja á skráargögnum, atvinnuvegafjárfesting úr þjóðhagsreikningum og verðmætasköpun úr framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga. Með verðmætasköpun er nánar tiltekið átt við vinnsluvirði sem er lagt til grundvallar mati á framlagi atvinnugreina til landsframleiðslu
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun