Bakslag og Grealish frá næstu vikurnar | EM gæti verið í hættu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2021 22:00 Það eru enn nokkrar vikur í að Grealish snúi aftur á völlinn. Neville Williams/Getty Images Fyrir ekki svo löngu síðan virtist sem Jack Grealish væri á leiðinni á Evrópumótið í sumar með enska landsliðinu. Hann hefur hins vegar misst af síðustu sjö leikjum Aston Villa og verður frá í nokkrar vikur til viðbótar. Dean Smith, þjálfari Aston Villa, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Jack Grealish yrði frá næstu vikurnar þar sem hann hefði ekki jafnað sig af meiðslum. Ekki er alveg staðfest hver meiðslin eru en Grealish er talinn meiddur á kálfa, sköflung eða ökkla. #AVFC captain Jack Grealish will be out for another "few weeks" after suffering a setback in his recovery from injury, says head coach Dean Smith.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 9, 2021 „Það kom bakslag í þetta og hann verður frá næstu vikurnar. Hann þoldi ekki álagið. Við vitum að þetta eru ekki langtíma meiðsli en við ýttum honum mögulega of fljótt af stað,“ sagði Smith á blaðamannafundi í dag en Villa mætir Liverpool á morgun. Grealish hefur verið frábær með Aston Villa á leiktíðinni og lagt upp 12 mörk ásamt því að skora sex í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Talið var nær öruggt að hann yrði í enska landsliðshópnum sem færi á EM en nú er öldin önnur. Þó bæði Gary Neville og Jamie Carragher myndu taka hann með á mótið er óvíst hvað Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, gerir. Upprisa Jesse Lingard þýðir að hann er kominn inn í myndina og þá gleymist hversu öflugur Jadon Sancho hefur verið með Borussia Dortmund á leiktíðinni. Svo er óvíst hvar Grealish passar inn í 3-4-3 leikkerfið sem England mun að öllum líkindum spila í sumar. Eftir frábært tímabil er ljóst að Grealish hefði ekki getað meiðst á verri tíma. Hann þarf að sýna Southgate að hann sé klár í slaginn áður en hópurinn verður tilkynntur. Það verður í síðasta lagi 11. maí næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Dean Smith, þjálfari Aston Villa, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Jack Grealish yrði frá næstu vikurnar þar sem hann hefði ekki jafnað sig af meiðslum. Ekki er alveg staðfest hver meiðslin eru en Grealish er talinn meiddur á kálfa, sköflung eða ökkla. #AVFC captain Jack Grealish will be out for another "few weeks" after suffering a setback in his recovery from injury, says head coach Dean Smith.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 9, 2021 „Það kom bakslag í þetta og hann verður frá næstu vikurnar. Hann þoldi ekki álagið. Við vitum að þetta eru ekki langtíma meiðsli en við ýttum honum mögulega of fljótt af stað,“ sagði Smith á blaðamannafundi í dag en Villa mætir Liverpool á morgun. Grealish hefur verið frábær með Aston Villa á leiktíðinni og lagt upp 12 mörk ásamt því að skora sex í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Talið var nær öruggt að hann yrði í enska landsliðshópnum sem færi á EM en nú er öldin önnur. Þó bæði Gary Neville og Jamie Carragher myndu taka hann með á mótið er óvíst hvað Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, gerir. Upprisa Jesse Lingard þýðir að hann er kominn inn í myndina og þá gleymist hversu öflugur Jadon Sancho hefur verið með Borussia Dortmund á leiktíðinni. Svo er óvíst hvar Grealish passar inn í 3-4-3 leikkerfið sem England mun að öllum líkindum spila í sumar. Eftir frábært tímabil er ljóst að Grealish hefði ekki getað meiðst á verri tíma. Hann þarf að sýna Southgate að hann sé klár í slaginn áður en hópurinn verður tilkynntur. Það verður í síðasta lagi 11. maí næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira