Hópurinn tvístraðist þegar lögreglu bar að garði en sjá mátti glerbrot og ýmis ummerki á staðnum, að því er segir í dagbók lögreglu.
Skömmu fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu á Reykjavíkurflugvelli þegar nefhjól flugvélar brotnaði við lendingu en engan sakaði.
Tveir einstaklingar voru handteknir fyrir nytjastuld á bifreið um kl. 3 og er ökumaðurinn grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Þetta mun vera í annað sinn á tveimur sólahringum sem viðkomandi er handtekinn fyrir nytjastuld.
Þá var ökumaður stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem hann fór á 138 km/klst en hámarkshraði í brekkunni eru 80 km/klst.