Æfingar og keppni í íþróttum verða að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.
Íþróttir verða leyfðar fyrir alla, bæði börn og fullorðna. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-ráðherra staðfesti þetta við Vísi eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag.
Pökkum í leikhúsin og barina en leyfum ekki einn áhorfanda á íþróttaleikjum. Þórólfur er bara að endurnýta gömul skjöl. Rífa sig í gang, takk.
— Henry Birgir (@henrybirgir) April 13, 2021
Áhorfendur verða hins vegar ekki leyfðir.
Á vef stjórnarráðs segir:
Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.
Gert er ráð fyrir að settar reglur gildi í þrjár vikur og verður staðan tekin að nýju þá. Það er því ljóst að engir áhorfendur verða á leikjum hér á landi næstu þrjár vikurnar.