Skrúfað fyrir auglýsingar til flokksblaða í Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2021 10:59 Ármann Kr. Ólafsson foringi Sjálfstæðismanna er bæjar- og framkvæmdastjóri í Kópavogi. Sigurbjörg Erla sem segir það skjóta skökku við að bæjaryfirvöld séu að kaupa auglýsingar í flokksblöðum þegar eina virka útgáfan er á vegum Sjálfstæðisflokksins. Nú stendur til að skjóta loku fyrir það. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fulltrúi Pírata í bæjarstjórn Kópavogs, segir að Sjálfstæðisflokkurinn þar hafi tvívegis fengið meira fjármagn en reglurnar heimila til að auglýsa í flokksblaði sínu. Sigurbjörg Erla greinir frá lyktum máls sem hún hefur verið að vinna í innan bæjarapparatsins í Kópavogi sem snýr að auglýsingum stjórnmálaflokkanna í blöðum sem gefin eru út á vegum flokkanna. „Við vorum að vinna þetta í bæjarráði þar sem ég lagði upphaflega fram fyrirspurn. Bæjarráð afgreiðir þetta þannig að vísa málinu til forsætisnefndar sem átti að vinna drög að reglum um þetta,“ segir Sigurbjörg Erla í samtali við Vísi. Nú liggur fyrir lögfræðiálit og kom forsætisnefnd með þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að hætta alfarið kaupum á auglýsingum í miðlum á vegum stjórnmálaflokka. Vísir sagði af þessum aðfinnslum Sigurbjargar Erlu í byrjun árs. Sigurbjörg Erla segir að engar skrifaðar reglur hafi verið um þetta heldur eitthvað óljóst munnlegt samkomulag sem enginn fékk að vita um. „Það þurfti að setja einhvern ramma um þetta. Farsælast væri að leggja þetta niður, auglýsingar í miðlum á vegum flokka þegar aðeins einn flokkur stendur í virkri útgáfu. Ekki gott ef hugsað er til jafnræðis.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið gefið út málgagn í Kópavogi sem heitir Vogar. Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram úr heimildum Í pistli sem Sigurbjörg Erla birti á Facebooksíðu sinni segir hún meðal annars frá því að fyrirspurn hennar á sínum tíma hafi leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var „ekki aðeins eini flokkurinn sem sótti sér auglýsingafé frá almenningi á hverju einasta ári, heldur sótti hann sér jafnframt tvívegis meira fjármagn en reglurnar heimila! Fullnaðarsigur! Kópavogsbær mun alfarið hætta að kaupa auglýsingar í málgögnum stjórnmálaflokka eftir pönkið...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Þriðjudagur, 13. apríl 2021 Um 80% af heildargreiðslunum rann til Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu 2015-2020, eða 1.150.000 kr af 1.450.000 kr. Það er 250.000 krónum meira en þau hefðu samkvæmt viðmiði átt að geta fengið á sex ára tímabili“ Ekki það sama og að auglýsa í óháðum bæjarblöðum Sigurbjörg Erla segir spurð að ekki hafi komið til tals að Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiði þetta fé. „Nei, þau vilja réttlæta þetta og segja þetta komið úr öðrum lið. Að um sé að ræða auglýsingar keyptar í aukaútgáfu fyrir Alþingiskosningarnar 2016 og 2017. Segja að Kópavogsbær auglýsi kjörstaði sem víðast. En það er kannski ekki alveg sama að auglýsa slíkt í útgáfu sem stjórnmálaflokkur stendur að en í bæjarblöðum.“ Tvö bæjarblöð eru gefin út í Kópavogi sem njóta, að sögn Sigurbjargar Erlu, mikils lesturs: Kópavogspósturinn og Kópavogsblaðið. Kópavogur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sjá meira
Sigurbjörg Erla greinir frá lyktum máls sem hún hefur verið að vinna í innan bæjarapparatsins í Kópavogi sem snýr að auglýsingum stjórnmálaflokkanna í blöðum sem gefin eru út á vegum flokkanna. „Við vorum að vinna þetta í bæjarráði þar sem ég lagði upphaflega fram fyrirspurn. Bæjarráð afgreiðir þetta þannig að vísa málinu til forsætisnefndar sem átti að vinna drög að reglum um þetta,“ segir Sigurbjörg Erla í samtali við Vísi. Nú liggur fyrir lögfræðiálit og kom forsætisnefnd með þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að hætta alfarið kaupum á auglýsingum í miðlum á vegum stjórnmálaflokka. Vísir sagði af þessum aðfinnslum Sigurbjargar Erlu í byrjun árs. Sigurbjörg Erla segir að engar skrifaðar reglur hafi verið um þetta heldur eitthvað óljóst munnlegt samkomulag sem enginn fékk að vita um. „Það þurfti að setja einhvern ramma um þetta. Farsælast væri að leggja þetta niður, auglýsingar í miðlum á vegum flokka þegar aðeins einn flokkur stendur í virkri útgáfu. Ekki gott ef hugsað er til jafnræðis.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið gefið út málgagn í Kópavogi sem heitir Vogar. Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram úr heimildum Í pistli sem Sigurbjörg Erla birti á Facebooksíðu sinni segir hún meðal annars frá því að fyrirspurn hennar á sínum tíma hafi leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var „ekki aðeins eini flokkurinn sem sótti sér auglýsingafé frá almenningi á hverju einasta ári, heldur sótti hann sér jafnframt tvívegis meira fjármagn en reglurnar heimila! Fullnaðarsigur! Kópavogsbær mun alfarið hætta að kaupa auglýsingar í málgögnum stjórnmálaflokka eftir pönkið...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Þriðjudagur, 13. apríl 2021 Um 80% af heildargreiðslunum rann til Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu 2015-2020, eða 1.150.000 kr af 1.450.000 kr. Það er 250.000 krónum meira en þau hefðu samkvæmt viðmiði átt að geta fengið á sex ára tímabili“ Ekki það sama og að auglýsa í óháðum bæjarblöðum Sigurbjörg Erla segir spurð að ekki hafi komið til tals að Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiði þetta fé. „Nei, þau vilja réttlæta þetta og segja þetta komið úr öðrum lið. Að um sé að ræða auglýsingar keyptar í aukaútgáfu fyrir Alþingiskosningarnar 2016 og 2017. Segja að Kópavogsbær auglýsi kjörstaði sem víðast. En það er kannski ekki alveg sama að auglýsa slíkt í útgáfu sem stjórnmálaflokkur stendur að en í bæjarblöðum.“ Tvö bæjarblöð eru gefin út í Kópavogi sem njóta, að sögn Sigurbjargar Erlu, mikils lesturs: Kópavogspósturinn og Kópavogsblaðið.
Kópavogur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent