Zlatan sagður brjóta siðareglur FIFA og gæti fengið langt bann Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2021 12:01 Zlatan lék með sænska landsliðinu gegn Georgíu og Kósovó í undankeppni HM í lok síðasta mánaðar. EPA/Janerik Henriksson Zlatan Ibrahimovic gæti átt yfir höfði sér háa sekt og langt keppnisbann fyrir brot á siðareglum FIFA. Þetta fullyrðir sænski miðillinn Aftonbladet í dag. Zlatan, sem sneri aftur í sænska landsliðið í síðasta mánuði, er sagður hafa brotið siðareglur FIFA með því að vera hluthafi í veðmálafyrirtækinu Bethard. Í siðareglunum kemur skýrt fram að leikmenn megi ekki, með beinum né óbeinum hætti, eiga hlut í veðmálafyrirtæki sem bjóði upp á veðmál tengd fótboltaleikjum. Bethard bauð meðal annars upp á veðmál tengd landsleikjum Svíþjóðar gegn Georgíu og Kósovó í síðasta mánuði, og veðmál tengd leikjum AC Milan. Zlatan hefur því spilað fjölda leikja sem fyrirtækið sem hann á hlut í hagnast á að fólk veðji á. Samkvæmt siðareglum FIFA gæti Zlatan fengið bann frá fótbolta í allt að þrjú ár, sem og sekt upp á tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Mátti ekki spila á HM Aftonbladet segir að í gegnum félag sitt, Unknown AB, hafi Zlatan orðið meðeigandi í Bethard árið 2018. Þess vegna hefði hann ekki átt möguleika á að snúa aftur í landsliðið og fara á HM í Rússlandi það ár, jafnvel þó að hann hefði viljað það. Nú þegar Zlatan er aftur farinn að spila landsleiki, sem eru á vegum FIFA, kannaði Aftonbladet hvort að afskiptum hans af Bethard væri lokið. Svo reyndist ekki vera. Framkvæmdastjóri Bethard, Erik Skarp, staðfesti það í tölvupósti að Zlatan ætti enn hlut í fyrirtækinu. Aftonbladet segir að félag Zlatans eigi 10 prósenta hlut í Gameday Group PLC, sem sé eini eigandi Bethard. Hagnaður Bethard eftir skatt, á árinu 2019, nam samkvæmt sænska miðlinum tæplega 4,5 milljörðum íslenskra króna. Fótbolti HM 2022 í Katar Svíþjóð Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Zlatan, sem sneri aftur í sænska landsliðið í síðasta mánuði, er sagður hafa brotið siðareglur FIFA með því að vera hluthafi í veðmálafyrirtækinu Bethard. Í siðareglunum kemur skýrt fram að leikmenn megi ekki, með beinum né óbeinum hætti, eiga hlut í veðmálafyrirtæki sem bjóði upp á veðmál tengd fótboltaleikjum. Bethard bauð meðal annars upp á veðmál tengd landsleikjum Svíþjóðar gegn Georgíu og Kósovó í síðasta mánuði, og veðmál tengd leikjum AC Milan. Zlatan hefur því spilað fjölda leikja sem fyrirtækið sem hann á hlut í hagnast á að fólk veðji á. Samkvæmt siðareglum FIFA gæti Zlatan fengið bann frá fótbolta í allt að þrjú ár, sem og sekt upp á tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Mátti ekki spila á HM Aftonbladet segir að í gegnum félag sitt, Unknown AB, hafi Zlatan orðið meðeigandi í Bethard árið 2018. Þess vegna hefði hann ekki átt möguleika á að snúa aftur í landsliðið og fara á HM í Rússlandi það ár, jafnvel þó að hann hefði viljað það. Nú þegar Zlatan er aftur farinn að spila landsleiki, sem eru á vegum FIFA, kannaði Aftonbladet hvort að afskiptum hans af Bethard væri lokið. Svo reyndist ekki vera. Framkvæmdastjóri Bethard, Erik Skarp, staðfesti það í tölvupósti að Zlatan ætti enn hlut í fyrirtækinu. Aftonbladet segir að félag Zlatans eigi 10 prósenta hlut í Gameday Group PLC, sem sé eini eigandi Bethard. Hagnaður Bethard eftir skatt, á árinu 2019, nam samkvæmt sænska miðlinum tæplega 4,5 milljörðum íslenskra króna.
Fótbolti HM 2022 í Katar Svíþjóð Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira