Byrjað að rífa hlaðinn vegg á Austurvelli Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 16:15 Byrjað var í morgun að rífa niður hlaðinn vegg og beð norðan megin á Austurvelli. Veggurinn nær allt frá veitingastaðnum Duck and Rose þar sem áður var Kaffi París austan megin að American Bar vestan megin á torginu. Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir vegginn og beðin rifin í fullu samráði við veitingahúsaeigendur við þennan hluta Austurvallar. Vilji sé til þess að opna meira á milli veitingastaðanna og Austurvallar en engar opnanir eða bil séu í veggnum. Niðurrifinu eigi að ljúka á nokkrum dögum og frágangi lokið fyrir 1. maí. Í dag þarf fólk annað hvort að ganga vestur eða austur fyrir vegginn frá Austurvelli til að komast til og frá veitingastöðum norðan meginn á Austurvelli. Veggurinn verður horfinn fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Verið er að leggja lokahönd á endanlegt útlit þess svæðis sem losnar þegar veggurinn er farinn. En Þórólfur segir stefnt að því að hafa þar bekki og smærri blómapotta eða beð. Það verði því allt klárt í sumar þegar borgarbúar fara að fylkjast í bæinn með hækkandi sól og minni sóttvarnatakmörkunum. Eins og sjá má er nú þegar búið að fjarlægja steinanna á suðurhlið veggjarins.Vísir/Egill Hafsteinn Viktorsson deildarstjóri hjá hverfastöð Reykjavíkurborgar sem stýrir niðurrifinu og uppbyggingunni að því loknu segir að upphaflega hafi staðið til að setja opnanir í vegginn. En þegar farið var að skoða vegginn nánar hafi komið í ljós að hann væri víða að hruni kominn. Því hafi verið ákveðið að ganga hreint til verks. Stefnt sé að því að ljúka niðurrifinu á þremur dögum. Hleðslusteinarnir verði notaðir í önnur verkefni síðar. Austurvöllur verður heldur betur breyttur þegar veggurinn verður horfinn.Vísir/Egill Tilslakanir innanlands taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Þá mega krár aftur opna dyr sínar með takmörkunum þó. Þær mega vera opnar til klukkan 22 með 20 manna hámarki í rými. Vínveitingar má aðeins bera fram til sitjandi gesta. Gestir verða að mæta fyrir klukkan 21 og allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Gæta þarf að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið. Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir vegginn og beðin rifin í fullu samráði við veitingahúsaeigendur við þennan hluta Austurvallar. Vilji sé til þess að opna meira á milli veitingastaðanna og Austurvallar en engar opnanir eða bil séu í veggnum. Niðurrifinu eigi að ljúka á nokkrum dögum og frágangi lokið fyrir 1. maí. Í dag þarf fólk annað hvort að ganga vestur eða austur fyrir vegginn frá Austurvelli til að komast til og frá veitingastöðum norðan meginn á Austurvelli. Veggurinn verður horfinn fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Verið er að leggja lokahönd á endanlegt útlit þess svæðis sem losnar þegar veggurinn er farinn. En Þórólfur segir stefnt að því að hafa þar bekki og smærri blómapotta eða beð. Það verði því allt klárt í sumar þegar borgarbúar fara að fylkjast í bæinn með hækkandi sól og minni sóttvarnatakmörkunum. Eins og sjá má er nú þegar búið að fjarlægja steinanna á suðurhlið veggjarins.Vísir/Egill Hafsteinn Viktorsson deildarstjóri hjá hverfastöð Reykjavíkurborgar sem stýrir niðurrifinu og uppbyggingunni að því loknu segir að upphaflega hafi staðið til að setja opnanir í vegginn. En þegar farið var að skoða vegginn nánar hafi komið í ljós að hann væri víða að hruni kominn. Því hafi verið ákveðið að ganga hreint til verks. Stefnt sé að því að ljúka niðurrifinu á þremur dögum. Hleðslusteinarnir verði notaðir í önnur verkefni síðar. Austurvöllur verður heldur betur breyttur þegar veggurinn verður horfinn.Vísir/Egill Tilslakanir innanlands taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Þá mega krár aftur opna dyr sínar með takmörkunum þó. Þær mega vera opnar til klukkan 22 með 20 manna hámarki í rými. Vínveitingar má aðeins bera fram til sitjandi gesta. Gestir verða að mæta fyrir klukkan 21 og allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Gæta þarf að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið.
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira