Bóluefnið frá AstraZeneca mögulega gefið karlmönnum yngri en 65 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 11:38 AP/Matthias Schrader Á upplýsingafundi dagsins var nokkuð rætt um bólusetningar og aukaverkanir af völdum bóluefna en Danir hyggjast hætta notkun bóluefnisins frá AstraZeneca og að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er sama til skoðunar í Noregi. Þórólfur sagði þó ekki standa til að hætta notkun efnisins hérlendis; það yrði notað hjá 65 ára og eldri og mögulega yrðu þau mörk lækkuð niður í 60 ár. Þá sagði hann einnig til skoðunar að gefa yngri karlmönnum efnið en alvarlegra aukaverkana hefur einkum orðið vart hjá konum yngri en 55 ára. Um er að ræða sjaldgæfa blóðtappa, blóðsega- og blæðingavandamál. Notkun bóluefnisins frá Janssen (Johnson & Johnson) hefur verið hætt í bili í Bandaríkjunum af sömu orsökum en þar hafa komið upp sex alvarleg tilvik. Sjö milljónir hafa hins vegar verið bólusettar með bóluefninu. Þórólfur sagðist fylgjast með þróun mála vestanhafs og þá væri Lyfjastofnun Evrópu með málið til skoðunar. Sóttvarnalæknir sagði vert að hafa í huga að um 20 til 30 prósent Covid-19 sjúklinga gætu átt á hættu að þjást af einhvers konar blóðsegavandamálum og 0,1 prósent þjóðarinnar fengi blóðsega árlega. Þá kæmu þau upp hjá 0,3 til 0,5 prósent kvenna sem tekur pilluna. Þórólfur sagði vert að hafa þetta í huga þegar rætt væri um aukaverkanir vegna bóluefnanna. Hefur engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga Spurður um ákvörðun Dana sagðist Þórólfur telja hana tilkomna vegna þess að fleiri tilvik aukaverkana hefðu komið upp þar en annars staðar. Ekki væri vitað hvers vegna. Varðandi þá ákvörðun að fresta notkun bóluefnanna frá AstraZeneca og Janssen þrátt fyrir að aukaverkanirnar virtust vera afar sjaldgæfar, sagði Þórólfur að verið væri að bíða nokkra daga eftir upplýsingum. Allt bóluefni frá AstraZeneca sem hingað kæmi væri notað og ákvörðunin hefði engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga. Bóluefnið væri nýtt meðal þess hóps sem væri ekki talinn myndu fá umræddar aukaverkanir. Alma Möller landlæknir ítrekaði að hinir sjaldgæfu blóðtappar sem hefðu komið fram í kjölfar bólusetninga, og fylgifiskar þeirra, hefðu ekki sést hjá konum á getnaðarvarnapillunni. Það er að segja blóðtappa í bláæðum í höfði og/eða kvið. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þórólfur sagði þó ekki standa til að hætta notkun efnisins hérlendis; það yrði notað hjá 65 ára og eldri og mögulega yrðu þau mörk lækkuð niður í 60 ár. Þá sagði hann einnig til skoðunar að gefa yngri karlmönnum efnið en alvarlegra aukaverkana hefur einkum orðið vart hjá konum yngri en 55 ára. Um er að ræða sjaldgæfa blóðtappa, blóðsega- og blæðingavandamál. Notkun bóluefnisins frá Janssen (Johnson & Johnson) hefur verið hætt í bili í Bandaríkjunum af sömu orsökum en þar hafa komið upp sex alvarleg tilvik. Sjö milljónir hafa hins vegar verið bólusettar með bóluefninu. Þórólfur sagðist fylgjast með þróun mála vestanhafs og þá væri Lyfjastofnun Evrópu með málið til skoðunar. Sóttvarnalæknir sagði vert að hafa í huga að um 20 til 30 prósent Covid-19 sjúklinga gætu átt á hættu að þjást af einhvers konar blóðsegavandamálum og 0,1 prósent þjóðarinnar fengi blóðsega árlega. Þá kæmu þau upp hjá 0,3 til 0,5 prósent kvenna sem tekur pilluna. Þórólfur sagði vert að hafa þetta í huga þegar rætt væri um aukaverkanir vegna bóluefnanna. Hefur engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga Spurður um ákvörðun Dana sagðist Þórólfur telja hana tilkomna vegna þess að fleiri tilvik aukaverkana hefðu komið upp þar en annars staðar. Ekki væri vitað hvers vegna. Varðandi þá ákvörðun að fresta notkun bóluefnanna frá AstraZeneca og Janssen þrátt fyrir að aukaverkanirnar virtust vera afar sjaldgæfar, sagði Þórólfur að verið væri að bíða nokkra daga eftir upplýsingum. Allt bóluefni frá AstraZeneca sem hingað kæmi væri notað og ákvörðunin hefði engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga. Bóluefnið væri nýtt meðal þess hóps sem væri ekki talinn myndu fá umræddar aukaverkanir. Alma Möller landlæknir ítrekaði að hinir sjaldgæfu blóðtappar sem hefðu komið fram í kjölfar bólusetninga, og fylgifiskar þeirra, hefðu ekki sést hjá konum á getnaðarvarnapillunni. Það er að segja blóðtappa í bláæðum í höfði og/eða kvið.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira