Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 12:51 Biden hefur heitið því að koma í veg fyrir að Kína taki við af Bandaríkjunum sem öflugasta ríki heims. epa/Jerome Favre Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. Christopher Wray sagði fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í gær að Kína væri það ríki sem ógnaði helst efnahagslegu öryggi og lýræðislegum hugsjónum bandarísku þjóðarinnar. Sagði hann getu Kínverja til að hafa áhrif á bandarískar stofnanir verulega og stöðuga. Christopher Wray.epa/Graeme Jennings Vaxandi spennu gætir í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, meðal annars vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda í Xinjiang og afstöðu þeirra gagnvart Taívan og Hong Kong. Wray nefndi sérstaklega rannsókn á aðgerð kínverskra yfirvalda sem bæri yfirskriftina Refaveiðar (e. Foxhunt) en hún fæli meðal annars í sér ólögmætar lögregluaðgerðir í Bandaríkjunum og væri ætlað að ógna og kúga Kínverja í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum eru Refaveiðar alþjóðleg aðgerð gegn spillingu, sem beinist gegn kínverskum flóttamönnum, oft fyrrum embættismönnum eða auðugum einstaklingum sem er grunaðir um fjármálabrot. Fyrir um viku síðan birtu yfirvöld í Bandaríkjunum árlegt áhættumat þar sem varað er við því að stjórnvöld í Kína og Rússlandi séu að nýta sér Covid-19 faraldurinn til að auka áhrif sín á heimsvísu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stjórnvöld í Peking hafi freistað þess að móta hið pólitíska landslag í Bandaríkjunum, til að ná pólitískum áhrifum og þagga gagnrýni á eigin stefnumótun, þar á meðal aðgerðir í Xinjiang og Hong Kong. Avril Haines, ráðherra þjóðaröryggismála, og William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), komu einnig fyrir nefndina. Haines sagði að það hefði aldrei verið mikilvægara að Bandaríkin fjárfestu í normum sínum, stofnunum og vinnuafli. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53 Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Christopher Wray sagði fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í gær að Kína væri það ríki sem ógnaði helst efnahagslegu öryggi og lýræðislegum hugsjónum bandarísku þjóðarinnar. Sagði hann getu Kínverja til að hafa áhrif á bandarískar stofnanir verulega og stöðuga. Christopher Wray.epa/Graeme Jennings Vaxandi spennu gætir í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, meðal annars vegna meintra mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda í Xinjiang og afstöðu þeirra gagnvart Taívan og Hong Kong. Wray nefndi sérstaklega rannsókn á aðgerð kínverskra yfirvalda sem bæri yfirskriftina Refaveiðar (e. Foxhunt) en hún fæli meðal annars í sér ólögmætar lögregluaðgerðir í Bandaríkjunum og væri ætlað að ógna og kúga Kínverja í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverskum stjórnvöldum eru Refaveiðar alþjóðleg aðgerð gegn spillingu, sem beinist gegn kínverskum flóttamönnum, oft fyrrum embættismönnum eða auðugum einstaklingum sem er grunaðir um fjármálabrot. Fyrir um viku síðan birtu yfirvöld í Bandaríkjunum árlegt áhættumat þar sem varað er við því að stjórnvöld í Kína og Rússlandi séu að nýta sér Covid-19 faraldurinn til að auka áhrif sín á heimsvísu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stjórnvöld í Peking hafi freistað þess að móta hið pólitíska landslag í Bandaríkjunum, til að ná pólitískum áhrifum og þagga gagnrýni á eigin stefnumótun, þar á meðal aðgerðir í Xinjiang og Hong Kong. Avril Haines, ráðherra þjóðaröryggismála, og William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), komu einnig fyrir nefndina. Haines sagði að það hefði aldrei verið mikilvægara að Bandaríkin fjárfestu í normum sínum, stofnunum og vinnuafli.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53 Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. 18. ágúst 2020 10:58
Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00
Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24
Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. 9. desember 2020 14:53
Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. 15. desember 2019 15:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent