Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2021 22:02 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. Evrópa náði þeim vafasama áfanga í síðustu viku að þar hafa yfir milljón manns látist af völdum Covid-19 frá því faraldurinn kom þar upp fyrir rúmu ári. Aðeins í elsta aldurshópnum má greina fækkun dauðsfalla en í þeim aldurshópi hafa líka flestir verið bólusettir. Dr. Hans Kluge svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að níu þúsund og fimm hundruð greinist á hverri klukkustund í Evrópu eða hundrað og sextíu á hverri mínútu. Hann hvatti til áframhaldandi notkunar AstraZeneca bóluefnisins enda væru mun meiri líkur á að fólk fái blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margar þjóðir hafa gert hlé á notkun AstraZeneca bóluefnisins og Danir hafa ákveðið að hætta notkun þess alfarið vegna áhættu hjá mjög litlum hópi á að fá blóðtappa. En hér á landi hefur verið ákveðið að nota efnið eingöngu fyrir elstu aldurshópanna. Dr. Kluge segir þá sem smitist af covid í mun meiri hættu á að fá blóðtappa en þá sem eru bólusettir með AstraZeneca. „Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að AstraZeneca virkar mjög vel við að draga úr innlögnum á sjúkrahús og til að fækka dauðsföllum,“ segir Dr. Kluge. Fólk með vegabréfin getur framvísað því í tívolíinu í Kaupmannahöfn.Getty Ísland mun taka þátt í því með öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins að innleiða grænt rafrænt covid-vottorð í farsíma. Danir hafa þegar innleitt eigin útgáfu af slíku vottorði og nota það á ólíkustu stöðum eins og í Tívolí og á hárgreiðslustofum. En um þessar mundir er fyrst verið að slaka á nánast algerri lokun samfélagsins í Danmörku síðustu tólf mánuðina. Kasper Schumacher forstjóri Tívolí skemmtigarðsins segist mjög ánægður með Covid-vegabréfið. „Nú getum við opnað garðinn aftur og boðið gesti okkar velkomna á ný. Við erum mjög ánægð með það,“ segir forstjórinn. Hárskeri á einnu stofu Kaupmannahafnar segist einnig vera mjög ánægður með kórónupassann eins og Danir kalla fyrirbærið. Hann virki mjög vel þótt það geti verið leiðinlegt að vísa fólki frá sem hafi ekki náð að tileinka sér reglurnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Evrópa náði þeim vafasama áfanga í síðustu viku að þar hafa yfir milljón manns látist af völdum Covid-19 frá því faraldurinn kom þar upp fyrir rúmu ári. Aðeins í elsta aldurshópnum má greina fækkun dauðsfalla en í þeim aldurshópi hafa líka flestir verið bólusettir. Dr. Hans Kluge svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að níu þúsund og fimm hundruð greinist á hverri klukkustund í Evrópu eða hundrað og sextíu á hverri mínútu. Hann hvatti til áframhaldandi notkunar AstraZeneca bóluefnisins enda væru mun meiri líkur á að fólk fái blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margar þjóðir hafa gert hlé á notkun AstraZeneca bóluefnisins og Danir hafa ákveðið að hætta notkun þess alfarið vegna áhættu hjá mjög litlum hópi á að fá blóðtappa. En hér á landi hefur verið ákveðið að nota efnið eingöngu fyrir elstu aldurshópanna. Dr. Kluge segir þá sem smitist af covid í mun meiri hættu á að fá blóðtappa en þá sem eru bólusettir með AstraZeneca. „Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að AstraZeneca virkar mjög vel við að draga úr innlögnum á sjúkrahús og til að fækka dauðsföllum,“ segir Dr. Kluge. Fólk með vegabréfin getur framvísað því í tívolíinu í Kaupmannahöfn.Getty Ísland mun taka þátt í því með öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins að innleiða grænt rafrænt covid-vottorð í farsíma. Danir hafa þegar innleitt eigin útgáfu af slíku vottorði og nota það á ólíkustu stöðum eins og í Tívolí og á hárgreiðslustofum. En um þessar mundir er fyrst verið að slaka á nánast algerri lokun samfélagsins í Danmörku síðustu tólf mánuðina. Kasper Schumacher forstjóri Tívolí skemmtigarðsins segist mjög ánægður með Covid-vegabréfið. „Nú getum við opnað garðinn aftur og boðið gesti okkar velkomna á ný. Við erum mjög ánægð með það,“ segir forstjórinn. Hárskeri á einnu stofu Kaupmannahafnar segist einnig vera mjög ánægður með kórónupassann eins og Danir kalla fyrirbærið. Hann virki mjög vel þótt það geti verið leiðinlegt að vísa fólki frá sem hafi ekki náð að tileinka sér reglurnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira