Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2021 16:41 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum. Þetta segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hann. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær, þar af átta utan sóttkvíar. Um tíu smitanna tengjast með óyggjandi hætti leikskólanum Jörfa í Reykjavík, þar af er eitt barn á leikskólanum smitað. Þóra Björg Gígjudóttir móðir drengsins segir í samtali við Vísi að sonur hennar sé ekki mikið veikur en að nokkur reiði ríki meðal foreldra eftir að í ljós kom að smitin megi rekja til brots á landamærasóttkví. Helgi hafði ekki fengið upplýsingar um að fleiri hafi greinst með veiruna á leikskólanum nú á fimmta tímanum. Það sé þó viðbúið að fleiri smitist eftir að niðurstöður úr skimun liggi fyrir. Allt starfsfólk leikskólans, foreldrar og börn eru í sóttkví og fara einnig í sýnatöku. Líkt og áður segir greindist starfsmaður á Jörfa með veiruna á föstudag en hann fór veikur heim úr vinnu á fimmtudag. Nú hefur komið í ljós að starfsmaðurinn virðist ekki hafa borið smitið inn á leikskólann heldur smitast þar sjálfur. Annar starfsmaður, sem nú hefur greinst með Covid, hafi mætt með einkenni til vinnu dagana áður. „En manni sýnist á öllu miðað við hvað þetta sprakk svona út í gær að líkur séu á að þetta hafi verið eitthvað að malla í seinustu viku,“ segir Helgi. „Ég veit að leikskólinnn fór algjörlega eftir viðmiðum sem sóttvarnayfirvöld setja en það má segja að þetta sé enn frekari brýning til okkar að starfsfólk og börn sem finni fyrir sjúkdómseinkennum komi ekki til vinnu eða skóla.“ Sem stendur eru aðeins staðfest kórónuveirusmit á tveimur skólum í Reykjavík; Jörfa og Sæmundarskóla. Þar greindist nemandi í 2. bekk, sem er barn starfsmanns á Jörfa, með veiruna og árgangurinn allur auk starfsfólks kominn í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þetta segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hann. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær, þar af átta utan sóttkvíar. Um tíu smitanna tengjast með óyggjandi hætti leikskólanum Jörfa í Reykjavík, þar af er eitt barn á leikskólanum smitað. Þóra Björg Gígjudóttir móðir drengsins segir í samtali við Vísi að sonur hennar sé ekki mikið veikur en að nokkur reiði ríki meðal foreldra eftir að í ljós kom að smitin megi rekja til brots á landamærasóttkví. Helgi hafði ekki fengið upplýsingar um að fleiri hafi greinst með veiruna á leikskólanum nú á fimmta tímanum. Það sé þó viðbúið að fleiri smitist eftir að niðurstöður úr skimun liggi fyrir. Allt starfsfólk leikskólans, foreldrar og börn eru í sóttkví og fara einnig í sýnatöku. Líkt og áður segir greindist starfsmaður á Jörfa með veiruna á föstudag en hann fór veikur heim úr vinnu á fimmtudag. Nú hefur komið í ljós að starfsmaðurinn virðist ekki hafa borið smitið inn á leikskólann heldur smitast þar sjálfur. Annar starfsmaður, sem nú hefur greinst með Covid, hafi mætt með einkenni til vinnu dagana áður. „En manni sýnist á öllu miðað við hvað þetta sprakk svona út í gær að líkur séu á að þetta hafi verið eitthvað að malla í seinustu viku,“ segir Helgi. „Ég veit að leikskólinnn fór algjörlega eftir viðmiðum sem sóttvarnayfirvöld setja en það má segja að þetta sé enn frekari brýning til okkar að starfsfólk og börn sem finni fyrir sjúkdómseinkennum komi ekki til vinnu eða skóla.“ Sem stendur eru aðeins staðfest kórónuveirusmit á tveimur skólum í Reykjavík; Jörfa og Sæmundarskóla. Þar greindist nemandi í 2. bekk, sem er barn starfsmanns á Jörfa, með veiruna og árgangurinn allur auk starfsfólks kominn í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira