Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 23:04 Það virðist sem forráðamenn liðanna 12 hafi ekki viljað eyða of miklu púðri í merki deildarinnar en það var greinilega búið til í tölvuforritinu Paint. The Super League Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Fyrr í dag fór Vísir yfir það sem virtust eingöngu verða orðrómar varðandi stofnun ofurdeildar Evrópu. Þar kom fram að tólf lið - sex frá Englandi, þrjú frá Ítalíu og þrjú frá Spáni - stefndu á að opinbera hugmynd sína um slíka deild og hvernig henni yrði háttað í kvöld. Nú seint í kvöld staðfestu félögin loks að þau ætluðu sér að stofna slíka deild og ætti hún að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu. Liðin tolf eru eftirfarandi: Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United og City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur. Formaður deildarinnar er Florentino Perez, forseti Real Madrid, og varaformenn eru Andrea Agnelli, einn af stjórnarmönnum Juventus, og Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United. Ofurdeild Evrópu er ætlað að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Alls verða 20 félög í deildinni, þar af 15 „stofnmeðlimir“ sem geta ekki fallið. Ekki hefur verið ákveðið hvernig hin fimm liðin verða valin hverju sinni. Fyrirkomulagið er svo ekki endanlega staðfest en sem stendur væri um tvo riðla að ræða með tíu liðum hvort. Spilað yrði heima og að heiman í hvorum riðli. Síðan færu eflaust efstu fjögur liðin í 8-liða úrslit. Hvernig dregið yrði í riðla hefur ekki verið útskýrt nánar. Liðin hafa ákveðið að tilkynna áform sín þó svo að knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar hafi gefið það út að þau lið sem taka þátt í keppni sem þessari – sem væri ekki á vegum UEFA né FIFA – yrði meinaður aðgangur í deildarkeppni þess lands sem liðið er frá. Það er ljóst að næstu dagar verða forvitnilegir en við fyrstu sýn virðist almennt mikið ósætti með ákvörðun félaganna. Gary Neville lét til að mynda sitt fyrrum félag, Manchester United, heyra það í beinni útsendingu á Sky Sports í kvöld. And there you go.... pic.twitter.com/l8fwvhEo60— James Pearce (@JamesPearceLFC) April 18, 2021 Þá hefur gjörningurinn fengið nær eingöngu slæm viðbrögð á samfélagsmiðlum. Athygli vekur að liðin tólf sögðu í yfirlýsingu sinni að þau vildu stofna deildina í samvinnu við UEFA og FIFA. Það virðist sem enginn hafi verið að hlusta þegar UEFA gaf þeim afarkosti fyrr í dag. UEFA could ban every player and club involved in the European Super League from ALL European or international competitions, according to @FabrizioRomano. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 18, 2021 Fyrr í dag staðfestu Þýskalands- og Evrópumeistarar Bayern Munchen að félagið myndi ekki þátt í deildinni. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain tóku í sama streng. Liðin í 7. og 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem og 5. sæti á Ítalíu eru hins vegar meðal stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Bretland England Ítalía Spánn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Fyrr í dag fór Vísir yfir það sem virtust eingöngu verða orðrómar varðandi stofnun ofurdeildar Evrópu. Þar kom fram að tólf lið - sex frá Englandi, þrjú frá Ítalíu og þrjú frá Spáni - stefndu á að opinbera hugmynd sína um slíka deild og hvernig henni yrði háttað í kvöld. Nú seint í kvöld staðfestu félögin loks að þau ætluðu sér að stofna slíka deild og ætti hún að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu. Liðin tolf eru eftirfarandi: Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United og City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur. Formaður deildarinnar er Florentino Perez, forseti Real Madrid, og varaformenn eru Andrea Agnelli, einn af stjórnarmönnum Juventus, og Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United. Ofurdeild Evrópu er ætlað að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Alls verða 20 félög í deildinni, þar af 15 „stofnmeðlimir“ sem geta ekki fallið. Ekki hefur verið ákveðið hvernig hin fimm liðin verða valin hverju sinni. Fyrirkomulagið er svo ekki endanlega staðfest en sem stendur væri um tvo riðla að ræða með tíu liðum hvort. Spilað yrði heima og að heiman í hvorum riðli. Síðan færu eflaust efstu fjögur liðin í 8-liða úrslit. Hvernig dregið yrði í riðla hefur ekki verið útskýrt nánar. Liðin hafa ákveðið að tilkynna áform sín þó svo að knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar hafi gefið það út að þau lið sem taka þátt í keppni sem þessari – sem væri ekki á vegum UEFA né FIFA – yrði meinaður aðgangur í deildarkeppni þess lands sem liðið er frá. Það er ljóst að næstu dagar verða forvitnilegir en við fyrstu sýn virðist almennt mikið ósætti með ákvörðun félaganna. Gary Neville lét til að mynda sitt fyrrum félag, Manchester United, heyra það í beinni útsendingu á Sky Sports í kvöld. And there you go.... pic.twitter.com/l8fwvhEo60— James Pearce (@JamesPearceLFC) April 18, 2021 Þá hefur gjörningurinn fengið nær eingöngu slæm viðbrögð á samfélagsmiðlum. Athygli vekur að liðin tólf sögðu í yfirlýsingu sinni að þau vildu stofna deildina í samvinnu við UEFA og FIFA. Það virðist sem enginn hafi verið að hlusta þegar UEFA gaf þeim afarkosti fyrr í dag. UEFA could ban every player and club involved in the European Super League from ALL European or international competitions, according to @FabrizioRomano. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 18, 2021 Fyrr í dag staðfestu Þýskalands- og Evrópumeistarar Bayern Munchen að félagið myndi ekki þátt í deildinni. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain tóku í sama streng. Liðin í 7. og 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem og 5. sæti á Ítalíu eru hins vegar meðal stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Bretland England Ítalía Spánn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira