Liðin á bakvið ofurdeildina skuldug upp fyrir haus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2021 11:01 Tottenham trónir á toppi skuldalista stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu. Þær skuldir eru að miklu leyti nýjum velli félagsins að kenna. Getty Images/Nick Potts Í gærkvöld birtu tólf knattspyrnufélög drög að stofnun svokallaðrar ofurdeildar Evrópu. Þótt ástæðan sé sögð vera jákvæð fyrir framþróun fótboltans í heild sinni er ljóst að liðin munu hagnast gríðarlega. Vísir fór yfir málin í gær en snemma dags fóru orðrómar af stað um að nokkur félög Evrópu ætluðu sér að opinbera stofnun ofurdeildar Evrópu síðar sama dag. Aðeins degi áður en knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlaði að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu. Félögin tólf eru eftirfarandi: Chelsea, Tottenham Hotspur, Liverpool, Arsenal Manchester City og United, [England], Barcelona, Atlético og Real Madrid [Spánn], Juventus, AC og Inter Milan [Ítalía]. Ofureildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en þess má til gamans geta að aðeins fjögur af félögunum tólf voru í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. UEFA og landssambönd Englands, Ítalíu og Spánar gáfu frá sér harðorða yfirlýsingu í gær þar sem þau fordæmdu stofnun svokallaðrar ofurdeildar. Gáfu samböndin út að liðin myndu sæta refsingum og mögulega vera sparkað úr deildarkeppnum hvers lands fyrir sig. Twitter-aðgangurinn Swiss Ramble hefur nú birt hinar ýmsu upplýsingar um fjármál liðanna tólf sem eru á bakvið „ofurdeildina.“ Eru tölurnar byggðar á opinberum reikningum félaganna. Samkvæmt ársreikningum félaganna þá töpuðu félögin tólf alls 1,2 milljarði punda á tímabilinu 2019/2020. Um er að ræða tap félaganna áður en Covid-19 skall á. Inn í tölurnar vantar hins vegar leikmannasölur svo mögulega eru skuldirnir örlítið lægri. Here's a clue as to why 12 clubs have signed up for a European Super League:They lost a combined £1.2 billion in 2019/20 before player sales*And that was for a season where only the last 3 months were impacted by COVID... *Liverpool have not yet published their accounts pic.twitter.com/7o1ubiDX6z— Swiss Ramble (@SwissRamble) April 18, 2021 Samkvæmt skilgreiningu UEFA á því hvað flokkast sem skuld - ásamt skuldum vegna leikmannakaupa - þá skulda félögin tólf alls 5,6 milljarða punda. Sú tala gæti verið hærri þar sem Liverpool hefur ekki birt reikninga sína fyrir tímabilið 2019/2020. Ef allar skuldir félaganna eru teknar með í myndina, til að mynda það sem félögin skulda starfsfólki, skattayfirvöldum og kröfuhöfum þá er upphæðin alls 7,4 milljarðar punda. Ef skuldir og inneignir félaganna eru teknar saman þá skuldar Tottenham mest eða 719 milljónir punda. Þar á eftir kemur Manchester United [565 milljónir], Barcelona [415 milljónir], Juventus [358 milljónir] og Inter Milan [346 milljónir]. Varðandi skuldir Chelsea þá er upphæðin sem félagin skuldar eiganda sínum, Roman Abramovich, ekki talin með. Talið er að Chelsea skuldi Roman 1,4 milljarða punda eins og staðan er í dag. Hér að neðan má sjá hvernig skuldir félaganna skiptast upp. Reasons for the European Super League, part 2: the 12 clubs have £5.6 bln of debt, per UEFA s definition of financial debt (£3.5 bln) and transfer debt (£2.1 bln). Moreover, almost all of the financial debt has come from banks (£3.3 bln), compared to only £0.2 bln from owners. pic.twitter.com/Ck6YUp0Fbg— Swiss Ramble (@SwissRamble) April 19, 2021 Talið er að stofnfélög félög ofurdeildarinnar fái allt að 300-350 milljónir punda í sinn vasa á fyrsta tímabili. Það er því til mikils að vinna fyrir félög sem eru bókstaflega skuldug upp fyrir haus. Fótbolti Ofurdeildin Tengdar fréttir Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. 18. apríl 2021 23:04 Titringur á Twitter vegna ofurdeildarinnar: „Þá drap peningagræðgi fótboltann“ Ný ofurdeild Evrópu virðist eiga sér fáa aðdáendur hér á landi, allavega ef marka má viðbrögðin á Twitter. 19. apríl 2021 07:00 Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. 19. apríl 2021 07:31 Klopp fyrir tveimur árum: „Ég vona að ofurdeildin verði aldrei að veruleika“ Í tilefni stofnunnar ofurdeildar Evrópu hafa ummæli Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, um slíka deild frá 2019 verið rifjuð upp. 19. apríl 2021 08:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Vísir fór yfir málin í gær en snemma dags fóru orðrómar af stað um að nokkur félög Evrópu ætluðu sér að opinbera stofnun ofurdeildar Evrópu síðar sama dag. Aðeins degi áður en knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlaði að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu. Félögin tólf eru eftirfarandi: Chelsea, Tottenham Hotspur, Liverpool, Arsenal Manchester City og United, [England], Barcelona, Atlético og Real Madrid [Spánn], Juventus, AC og Inter Milan [Ítalía]. Ofureildin átti að koma í stað Meistaradeildar Evrópu en þess má til gamans geta að aðeins fjögur af félögunum tólf voru í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. UEFA og landssambönd Englands, Ítalíu og Spánar gáfu frá sér harðorða yfirlýsingu í gær þar sem þau fordæmdu stofnun svokallaðrar ofurdeildar. Gáfu samböndin út að liðin myndu sæta refsingum og mögulega vera sparkað úr deildarkeppnum hvers lands fyrir sig. Twitter-aðgangurinn Swiss Ramble hefur nú birt hinar ýmsu upplýsingar um fjármál liðanna tólf sem eru á bakvið „ofurdeildina.“ Eru tölurnar byggðar á opinberum reikningum félaganna. Samkvæmt ársreikningum félaganna þá töpuðu félögin tólf alls 1,2 milljarði punda á tímabilinu 2019/2020. Um er að ræða tap félaganna áður en Covid-19 skall á. Inn í tölurnar vantar hins vegar leikmannasölur svo mögulega eru skuldirnir örlítið lægri. Here's a clue as to why 12 clubs have signed up for a European Super League:They lost a combined £1.2 billion in 2019/20 before player sales*And that was for a season where only the last 3 months were impacted by COVID... *Liverpool have not yet published their accounts pic.twitter.com/7o1ubiDX6z— Swiss Ramble (@SwissRamble) April 18, 2021 Samkvæmt skilgreiningu UEFA á því hvað flokkast sem skuld - ásamt skuldum vegna leikmannakaupa - þá skulda félögin tólf alls 5,6 milljarða punda. Sú tala gæti verið hærri þar sem Liverpool hefur ekki birt reikninga sína fyrir tímabilið 2019/2020. Ef allar skuldir félaganna eru teknar með í myndina, til að mynda það sem félögin skulda starfsfólki, skattayfirvöldum og kröfuhöfum þá er upphæðin alls 7,4 milljarðar punda. Ef skuldir og inneignir félaganna eru teknar saman þá skuldar Tottenham mest eða 719 milljónir punda. Þar á eftir kemur Manchester United [565 milljónir], Barcelona [415 milljónir], Juventus [358 milljónir] og Inter Milan [346 milljónir]. Varðandi skuldir Chelsea þá er upphæðin sem félagin skuldar eiganda sínum, Roman Abramovich, ekki talin með. Talið er að Chelsea skuldi Roman 1,4 milljarða punda eins og staðan er í dag. Hér að neðan má sjá hvernig skuldir félaganna skiptast upp. Reasons for the European Super League, part 2: the 12 clubs have £5.6 bln of debt, per UEFA s definition of financial debt (£3.5 bln) and transfer debt (£2.1 bln). Moreover, almost all of the financial debt has come from banks (£3.3 bln), compared to only £0.2 bln from owners. pic.twitter.com/Ck6YUp0Fbg— Swiss Ramble (@SwissRamble) April 19, 2021 Talið er að stofnfélög félög ofurdeildarinnar fái allt að 300-350 milljónir punda í sinn vasa á fyrsta tímabili. Það er því til mikils að vinna fyrir félög sem eru bókstaflega skuldug upp fyrir haus.
Fótbolti Ofurdeildin Tengdar fréttir Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. 18. apríl 2021 23:04 Titringur á Twitter vegna ofurdeildarinnar: „Þá drap peningagræðgi fótboltann“ Ný ofurdeild Evrópu virðist eiga sér fáa aðdáendur hér á landi, allavega ef marka má viðbrögðin á Twitter. 19. apríl 2021 07:00 Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. 19. apríl 2021 07:31 Klopp fyrir tveimur árum: „Ég vona að ofurdeildin verði aldrei að veruleika“ Í tilefni stofnunnar ofurdeildar Evrópu hafa ummæli Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, um slíka deild frá 2019 verið rifjuð upp. 19. apríl 2021 08:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. 18. apríl 2021 23:04
Titringur á Twitter vegna ofurdeildarinnar: „Þá drap peningagræðgi fótboltann“ Ný ofurdeild Evrópu virðist eiga sér fáa aðdáendur hér á landi, allavega ef marka má viðbrögðin á Twitter. 19. apríl 2021 07:00
Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. 19. apríl 2021 07:31
Klopp fyrir tveimur árum: „Ég vona að ofurdeildin verði aldrei að veruleika“ Í tilefni stofnunnar ofurdeildar Evrópu hafa ummæli Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, um slíka deild frá 2019 verið rifjuð upp. 19. apríl 2021 08:00