Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. apríl 2021 19:08 Stuðningsmenn Leeds mótmæltu nýrri Ofudeild með bolum sem þeir klæddust í kvöld. Lee Smith/Getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. Tólf félög standa að nýrri ofurdeild sem ætlað er að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu en Liverpool er eitt þessara liða. Sex af liðunum koma frá Englandi. Klopp var minntur á að fyrir ekki svo löngu sagðist hann ekki hafa áhuga á Ofurdeildinni. „Tilfinningar mínar hafa ekki breyst. Það hefur ekkert breyst. Ég heyrði fyrst af þessu í gær. Ég var að undirbúa mig fyrir erfiðan leik gegn Leeds,“ sagði Klopp. „Við fengum smá upplýsingar, en ekki mikið. Flest sem ég veit er úr blöðunum. Þetta er erfitt. Fólk er ekki ánægt og ég get skilið það.“ „Ég er 53 ára og síðan ég hef verið í atvinnufótbolta þá hefur Meistaradeildin verið starfandi. Draumurinn var alltaf að þjálfa lið þar. Ég hef ekkert á móti Meistaradeildinni.“ Jurgen Klopp to BBC Sport: “Remember: the most important parts of the club are the supporters and the team. And we should make sure nothing gets in the way of that”. 🚨 #SuperLeague #LFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2021 „Mér líkar við samkeppnina. Mér líkar við að West Ham gæti spilað í Meistaradeildinni. Ég vil ekki að það gerist því ég vil eiga möguleikann á því,“ sagði Klopp en Liverpool og West Ham berjast um fjórða sætið. „Það mikilvægasta í fótboltanum eru stuðningsmennirnir og liðið. Við verðum að sjá til þess að ekkert komi þar upp á milli.“ Hann sagðist hafa heyrt af stuðningsmönnum sem hefðu mótmælt með borðum með áletrunum við Anfield, heimavöll Liverpool. Hann áréttaði að leikmennirnir hefðu ekki gert neitt rangt. „Við verðum að standa saman og sýna að enginn gangi einn á þessum tímum. Á erfiðum tímapunkti verður fólk að standa saman. Leikmennirnir gerðu ekkert rangt. Ég verð að koma því á framfæri svo allir skilji það.“ Klopp skilur reiði stuðningsmanna sem mótmæltu meðal annars fyrir utan Elland Road í kvöld. „Ég skil þetta. Ég er í erfiðri stöðu. Ég hef ekki allar upplýsingarnar og veit ekki af hverju þessi tólf félög gerðu þetta,“ sagði Klopp. Leikur Leeds og Liverpool stendur nú yfir. 🚨 | Jurgen Klopp speaks about the European Super League...The #LFC manager explains his thoughts on the breakaway proposals and reveals him and his players were not consulted on the decision.Watch #MNF live on Sky Sports Premier League now! pic.twitter.com/DLSXeT1Lze— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Tólf félög standa að nýrri ofurdeild sem ætlað er að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu en Liverpool er eitt þessara liða. Sex af liðunum koma frá Englandi. Klopp var minntur á að fyrir ekki svo löngu sagðist hann ekki hafa áhuga á Ofurdeildinni. „Tilfinningar mínar hafa ekki breyst. Það hefur ekkert breyst. Ég heyrði fyrst af þessu í gær. Ég var að undirbúa mig fyrir erfiðan leik gegn Leeds,“ sagði Klopp. „Við fengum smá upplýsingar, en ekki mikið. Flest sem ég veit er úr blöðunum. Þetta er erfitt. Fólk er ekki ánægt og ég get skilið það.“ „Ég er 53 ára og síðan ég hef verið í atvinnufótbolta þá hefur Meistaradeildin verið starfandi. Draumurinn var alltaf að þjálfa lið þar. Ég hef ekkert á móti Meistaradeildinni.“ Jurgen Klopp to BBC Sport: “Remember: the most important parts of the club are the supporters and the team. And we should make sure nothing gets in the way of that”. 🚨 #SuperLeague #LFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2021 „Mér líkar við samkeppnina. Mér líkar við að West Ham gæti spilað í Meistaradeildinni. Ég vil ekki að það gerist því ég vil eiga möguleikann á því,“ sagði Klopp en Liverpool og West Ham berjast um fjórða sætið. „Það mikilvægasta í fótboltanum eru stuðningsmennirnir og liðið. Við verðum að sjá til þess að ekkert komi þar upp á milli.“ Hann sagðist hafa heyrt af stuðningsmönnum sem hefðu mótmælt með borðum með áletrunum við Anfield, heimavöll Liverpool. Hann áréttaði að leikmennirnir hefðu ekki gert neitt rangt. „Við verðum að standa saman og sýna að enginn gangi einn á þessum tímum. Á erfiðum tímapunkti verður fólk að standa saman. Leikmennirnir gerðu ekkert rangt. Ég verð að koma því á framfæri svo allir skilji það.“ Klopp skilur reiði stuðningsmanna sem mótmæltu meðal annars fyrir utan Elland Road í kvöld. „Ég skil þetta. Ég er í erfiðri stöðu. Ég hef ekki allar upplýsingarnar og veit ekki af hverju þessi tólf félög gerðu þetta,“ sagði Klopp. Leikur Leeds og Liverpool stendur nú yfir. 🚨 | Jurgen Klopp speaks about the European Super League...The #LFC manager explains his thoughts on the breakaway proposals and reveals him and his players were not consulted on the decision.Watch #MNF live on Sky Sports Premier League now! pic.twitter.com/DLSXeT1Lze— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira