Blóðtappar skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun Janssen bóluefnisins Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2021 14:39 Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér skammta af bóluefni Janssen fyrir 235 þúsund einstaklinga. Vísir/EPA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur gefið út að blóðtappar skuli vera skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni. Telur EMA að hugsanleg tengsl séu milli bólusetningar með efninu og mjög sjaldgæfra tilfella blóðtappa, líkt og í tilfelli bóluefnis AstraZeneca. Nánar tiltekið er átt við óvenjulega blóðtappa með blóðflögufæð en það er mat EMA að ávinningur af notkun beggja efnanna vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EMA þar sem greint er frá niðurstöðu öryggisnefndar stofnunarinnar sem fundaði í dag. Einungis sést hjá fólki undir sextugu Stofnunin hefur undanfarið skoðað hugsanleg tengsl milli sjaldgæfra blóðtappa og notkunar bóluefnis Janssen. Í mati sínu skoðaði öryggisnefndin öll tiltæk gögn um tilfelli blóðtappa sem upp hafa komið í kjölfar bólusetningar með efninu, þar með talið átta tilkynningar í Bandaríkjunum. Yfir sjö milljónir einstaklinga hafa þar fengið bóluefnið og er því um að ræða hlutfallslega fá tilfelli en notkun þess hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Þá hefur verið beðið með notkun bóluefnisins hér á landi og víðar á meðan beðið var niðurstöðu EMA. Öll tilfellin sem öryggisnefndin skoðaði komu upp hjá fólki undir 60 ára aldri, innan við þremur vikum eftir bólusetningu. Ekki er búið að staðfesta sérstaka áhættuþætti en meirihluti blóðtappanna áttu sér stað hjá konum. Er þetta svipuð niðurstaða og hefur fengist úr athugunum á AstraZeneca bóluefninu en í báðum tilvikum er um að ræða svokallað veiruferjubóluefni. Ávinningurinn vegi þyngra en áhættan Fram kemur í tilkynningu EMA að kórónuveirusýkingu fylgi aukin hætta á sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum. Tilkynningar um blóðtappa og blóðflögufæg í kjölfar bólusetningar séu hins vegar mjög sjaldgæfar og heildarávinningurinn af notkun Janssen bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum. Ekki liggur fyrir hvernig hvernig notkun Janssen bóluefnisins verður háttað hérlendis. Bólusetning með bóluefni AstraZeneca er nú boðin fólki sem er sextugt og eldra en undanskildir eru þeir sem hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Nánar tiltekið er átt við óvenjulega blóðtappa með blóðflögufæð en það er mat EMA að ávinningur af notkun beggja efnanna vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EMA þar sem greint er frá niðurstöðu öryggisnefndar stofnunarinnar sem fundaði í dag. Einungis sést hjá fólki undir sextugu Stofnunin hefur undanfarið skoðað hugsanleg tengsl milli sjaldgæfra blóðtappa og notkunar bóluefnis Janssen. Í mati sínu skoðaði öryggisnefndin öll tiltæk gögn um tilfelli blóðtappa sem upp hafa komið í kjölfar bólusetningar með efninu, þar með talið átta tilkynningar í Bandaríkjunum. Yfir sjö milljónir einstaklinga hafa þar fengið bóluefnið og er því um að ræða hlutfallslega fá tilfelli en notkun þess hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Þá hefur verið beðið með notkun bóluefnisins hér á landi og víðar á meðan beðið var niðurstöðu EMA. Öll tilfellin sem öryggisnefndin skoðaði komu upp hjá fólki undir 60 ára aldri, innan við þremur vikum eftir bólusetningu. Ekki er búið að staðfesta sérstaka áhættuþætti en meirihluti blóðtappanna áttu sér stað hjá konum. Er þetta svipuð niðurstaða og hefur fengist úr athugunum á AstraZeneca bóluefninu en í báðum tilvikum er um að ræða svokallað veiruferjubóluefni. Ávinningurinn vegi þyngra en áhættan Fram kemur í tilkynningu EMA að kórónuveirusýkingu fylgi aukin hætta á sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum. Tilkynningar um blóðtappa og blóðflögufæg í kjölfar bólusetningar séu hins vegar mjög sjaldgæfar og heildarávinningurinn af notkun Janssen bóluefnisins vegi þyngra en áhættan af aukaverkunum. Ekki liggur fyrir hvernig hvernig notkun Janssen bóluefnisins verður háttað hérlendis. Bólusetning með bóluefni AstraZeneca er nú boðin fólki sem er sextugt og eldra en undanskildir eru þeir sem hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02
Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. 13. apríl 2021 14:24
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent