Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 16:33 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag. Án þess að segja hvort honum þætti að sýkna ætti Chauvin eða dæma hann sekan, sagðist Biden vonast til þess að úrskurðinn yrði „réttur“. Hann sagði sönnunargögnin fyrir þeim rétta dómi vera yfirþyrmandi. Miðað við samhengi orða forsetans má gera ráð fyrir því að honum finnist rétt að sakfella Chauvin. Dómarinn í málinu hefur hvatt stjórnmálamenn til að tjá sig ekki um málið svo þeir hafi ekki áhrif á kviðdómendur. Biden ítrekaði að ástæðan fyrir því að hann tjáði sig væri að búið væri að einangra kviðdómendur í málinu gegn Chauvin en réttarhöldunum lauk í gær (mánudag). Biden sagði sömuleiðis að fjölskylda Floyd vonaðist eftir ró, sama hver úrskurðurinn yrði. After phone call with George Floyd's family, President Biden says he is "praying the verdict is the right verdict," adding that he is only speaking out because the jury is sequestered. https://t.co/zstpyxCqRk pic.twitter.com/RcrACo79DU— NBC News (@NBCNews) April 20, 2021 Chauvin var ákærður fyrir morð, af annarri og þriðju gráðu, og sömuleiðis fyrir manndráp af gáleysi. Honum er gert að hafa myrt Floyd með því að halda honum niðri og halda hné sínu á hálsi Floyd í tæpar tíu mínútur, þar til hann dó. Ráðamenn í Minneapolis óttast óeirðir eftir að dómur verður kveðinn upp, sama hver niðurstaðan verður en þó sérstaklega ef Chauvin verði fundinn saklaus. Sömuleiðis verði hann fundinn sekur fyrir manndráp af gáleysi. Lögregla og þjóðvarðliðar eru með gífurlegan viðbúnað í Minneapolis, þar sem réttarhöldin fóru fram og bíða íbúar borgarinnar á nálum eftir niðurstöðu. Í samtali við AP fréttaveituna segja íbúar að borgin virðist vera hernumin en þungvopnaða hermenn, vegatálma og fleira má finna víðsvegar um borgina. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08 Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Án þess að segja hvort honum þætti að sýkna ætti Chauvin eða dæma hann sekan, sagðist Biden vonast til þess að úrskurðinn yrði „réttur“. Hann sagði sönnunargögnin fyrir þeim rétta dómi vera yfirþyrmandi. Miðað við samhengi orða forsetans má gera ráð fyrir því að honum finnist rétt að sakfella Chauvin. Dómarinn í málinu hefur hvatt stjórnmálamenn til að tjá sig ekki um málið svo þeir hafi ekki áhrif á kviðdómendur. Biden ítrekaði að ástæðan fyrir því að hann tjáði sig væri að búið væri að einangra kviðdómendur í málinu gegn Chauvin en réttarhöldunum lauk í gær (mánudag). Biden sagði sömuleiðis að fjölskylda Floyd vonaðist eftir ró, sama hver úrskurðurinn yrði. After phone call with George Floyd's family, President Biden says he is "praying the verdict is the right verdict," adding that he is only speaking out because the jury is sequestered. https://t.co/zstpyxCqRk pic.twitter.com/RcrACo79DU— NBC News (@NBCNews) April 20, 2021 Chauvin var ákærður fyrir morð, af annarri og þriðju gráðu, og sömuleiðis fyrir manndráp af gáleysi. Honum er gert að hafa myrt Floyd með því að halda honum niðri og halda hné sínu á hálsi Floyd í tæpar tíu mínútur, þar til hann dó. Ráðamenn í Minneapolis óttast óeirðir eftir að dómur verður kveðinn upp, sama hver niðurstaðan verður en þó sérstaklega ef Chauvin verði fundinn saklaus. Sömuleiðis verði hann fundinn sekur fyrir manndráp af gáleysi. Lögregla og þjóðvarðliðar eru með gífurlegan viðbúnað í Minneapolis, þar sem réttarhöldin fóru fram og bíða íbúar borgarinnar á nálum eftir niðurstöðu. Í samtali við AP fréttaveituna segja íbúar að borgin virðist vera hernumin en þungvopnaða hermenn, vegatálma og fleira má finna víðsvegar um borgina.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08 Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
„Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08
Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56
Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21