Sóttkvíarhótel aðeins skylda fyrir farþega frá örfáum löndum þegar ný lög taka gildi Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 18:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í dag. Vísir/Vilhelm Íslendingar klóra sér margir í kollinum eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar reglur á landamærunum voru boðaðar. Eins og staðan er núna, má segja að breytingin sé aðallega sú að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Það eru Frakkland, Holland, Pólland og Ungverjaland en þetta er sagt með fyrirvara um að frumvarp heilbrigðisráðherra verði samþykkt. Stjórnvöld hafa boðað lagabreytingu sem kveður á um að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi allir undantekningarlaust að fara á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Nýgengi smita Covid-19 hefur ekki í neinu ríki heims verið að meðaltali yfir 1.000 á 100.000 íbúa síðustu tvær vikur, en á vissum svæðum innan vissra ríkja hefur nýgengið náð yfir þetta mark. Þegar þetta nær yfir 1.000 einhvers staðar í tilteknu landi, er landið þar með komið í mesta áhættuflokk. Hið versta verður þannig látið yfir allt landið ganga þegar ástandið er metið í hverju landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði fyrr í dag að undir þennan flokk féllu fyrrnefnd fjögur lönd. Fyrir langflesta farþega heims gildir að aðeins er litið á dvöl á sóttkvíarhóteli sem „meginreglu.“ Undanþága mun veitt þeim sem sýnt geta fram á að fyrir liggi „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði.“ Skilyrðislaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er því ekki í gildi fyrir farþega frá neinu ríki heims nema Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Ungverjalandi. Reglurnar óbreyttar fyrir langflesta Það hefur aðeins örsjaldan gerst í heiminum að nýgengi heils lands fari yfir 1.000 smit á hverja 100.000 á tveimur vikum. Það hefur ekki einu sinni gerst í Bandaríkjunum eða Brasilíu. Öðru máli gegnir um einstök svæði innan ríkja, en hér á landi verður nú miðað við slíka tölfræði. Næsti flokkur eru 750 smit á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þar verður farþegum samkvæmt stjórnvöldum „skylt“ að fara á sóttkvíarhótel. Þeir geta þó vandræðalaust sótt um undanþágu til að fara í sóttkví heima hjá sér. Fyrir langflesta íbúa heims sem hingað vilja koma eru reglurnar óbreyttar hér á landi. Ef nýgengið er minna en 750 er áfram valkvætt að dvelja á sóttvarnarhóteli. Sjá má nýgengi í ríkjum Evrópu hér en á veraldarvísu hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Það eru Frakkland, Holland, Pólland og Ungverjaland en þetta er sagt með fyrirvara um að frumvarp heilbrigðisráðherra verði samþykkt. Stjórnvöld hafa boðað lagabreytingu sem kveður á um að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi allir undantekningarlaust að fara á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Nýgengi smita Covid-19 hefur ekki í neinu ríki heims verið að meðaltali yfir 1.000 á 100.000 íbúa síðustu tvær vikur, en á vissum svæðum innan vissra ríkja hefur nýgengið náð yfir þetta mark. Þegar þetta nær yfir 1.000 einhvers staðar í tilteknu landi, er landið þar með komið í mesta áhættuflokk. Hið versta verður þannig látið yfir allt landið ganga þegar ástandið er metið í hverju landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði fyrr í dag að undir þennan flokk féllu fyrrnefnd fjögur lönd. Fyrir langflesta farþega heims gildir að aðeins er litið á dvöl á sóttkvíarhóteli sem „meginreglu.“ Undanþága mun veitt þeim sem sýnt geta fram á að fyrir liggi „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði.“ Skilyrðislaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er því ekki í gildi fyrir farþega frá neinu ríki heims nema Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Ungverjalandi. Reglurnar óbreyttar fyrir langflesta Það hefur aðeins örsjaldan gerst í heiminum að nýgengi heils lands fari yfir 1.000 smit á hverja 100.000 á tveimur vikum. Það hefur ekki einu sinni gerst í Bandaríkjunum eða Brasilíu. Öðru máli gegnir um einstök svæði innan ríkja, en hér á landi verður nú miðað við slíka tölfræði. Næsti flokkur eru 750 smit á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þar verður farþegum samkvæmt stjórnvöldum „skylt“ að fara á sóttkvíarhótel. Þeir geta þó vandræðalaust sótt um undanþágu til að fara í sóttkví heima hjá sér. Fyrir langflesta íbúa heims sem hingað vilja koma eru reglurnar óbreyttar hér á landi. Ef nýgengið er minna en 750 er áfram valkvætt að dvelja á sóttvarnarhóteli. Sjá má nýgengi í ríkjum Evrópu hér en á veraldarvísu hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira