Fyrir hvern var þessi leiksýning? Gunnar Smári Egilsson skrifar 20. apríl 2021 18:39 Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð. Ríkisstjórn kynnir eitthvað sem gæti litið út fyrir ókunnuga sem hertar aðgerðir á landamærum, en sem eru það í raun ekki. Frammi fyrir þjóð sem þolað hefur allskyns takmarkanir í meira en ár, þjóð sem hefur nú uppi kröfur um hertar aðgerðir á landamærum, um að hagsmunir hennar séu hafðir að leiðarljósi en ekki frekja og yfirgangur í hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækja eða dellan upp úr öfga-nýfrjálshyggjuliðinu, þjóð sem horfir fram á að enn ein bylgjan sé að rísa með endurteknum takmörkunum á daglegu lífi, banni við samkomum og samveru, þjóð sem sér drauminn um betra líf í vor og snemmsumar vera að leysast upp ... frammi fyrir þessari þjóð mætir ríkisstjórnin með fráleitt sjónarspil. Um hertar aðgerðir sem í raun breyta engu. Ég trúi því ekki að Alþingi láti hafa sig að fífli með því að taka þetta boðaða frumvarp til meðferðar; sex vikna heimild til að leggja kvaðir á fólk sem ekki mun koma hingað? Sem svar við kröfum almennings um hertar aðgerðir strax? Þau sem héldu að ríkisstjórnin væri að boða eitthvað í líkingu við Nýsjálensku leiðina við landamærin hljóta að hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Samkvæmt nýjustu tölum fer enginn á sóttvarnahótel Ekkert Evrópuland er með fleira en 1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa samkvæmt Evrópsku sóttvarnamiðstöðinni (linkur: https://www.ecdc.europa.eu/en/cases-2019-ncov-eueea). Í dag verður því enginn ferðamaður þaðan undantekningarlaust skikkaður í sóttvarnahús samkvæmt ráðagerðum ríkisstjórnarinnar. Og enginn eftir 1. júní. Þá verður enginn skikkaður í sóttvarnahús, ekki einu sinni fólk sem kemur frá löndum með fleiri en 1000 smit á 100 þúsund íbúa, sem í dag eru aðeins örfá lönd í heiminum og ekkert sem hefur beinar flugtengingar við Ísland, líklega ekki önnur lönd en Curacao, Bermuda og San Marino. Var einhver að krefjast reglna um flugsamgöngur við þau? Sex Evrópulönd eru með milli 750-1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa: Ungverjaland (861), Pólland (840), Kýpur (774), Eistland (770), Svíþjóð (770) og Frakkland (762). Ekkert flug kemur frá þessum löndum til Keflavíkur á morgun en vél er ráðgerð frá Stokkhólmi á fimmtudag. Farþegar úr þeirri vél verða skikkaðir í sóttvarnahús og verða vera þar í fimm daga nema þeir geti sýnt fram á að þeir geti dvalið annars staðar í sóttkví við viðunandi aðstæður, t.d. heima hjá sér, í sumarbústað eða einhvers staðar þar sem telja má að hægt sé að dvelja í fimm daga án samgangs við annað fólk. Eins og dæmin sanna er ekki þar með sagt að fólkið dvelji á þessum stöðum eða haldi sóttkví. Breytingarnar breyta engu Í dag er fjöldi smita á Íslandi síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa 25. Það er það lægsta í Evrópu og því til mikils að vinna fyrir Íslendinga að halda uppi sterkum vörnum á landamærum. Þjóðin hefur mikið lagt á sig til að ná þessum árangri og á það skilið að hann sé varinn. Á morgun koma vélar frá Bretlandi þar sem þetta hlutfall er 50, Hollandi þar sem hlutfallið er 564, Danmörku þar sem hlutfallið er 165 og Spáni þar sem hlutfallið er 210. Auk vélarinnar frá Svíþjóð koma svo vélar frá Hollandi á fimmtudaginn (564) og Þýskalandi þar sem hlutfallið er 276. Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag.vísir/vilhelm Þær breytingar sem ríkisstjórnin kynnti hefur því lítil ef nokkur áhrif næstu daga. Og ekki sýnileg nein áhrif þessar sex vikur sem lögin eiga að gilda. Enginn sem getur vísað á viðunandi stað til sóttkvíar verður skyldaður á sóttkvíarhótel. Og fólk sem er að koma frá löndum þar sem smit eru allt að 23 sinnum algengari en hér mun ekki mæta harðari aðgerðum á landamærum en gilda í dag. Þeir sem engar aðgerðir vildu réðu innihaldinu Ég trúi því ekki að enginn ráðherranna í ríkisstjórn og enginn þingmaður ríkisstjórnarflokkanna hafi ekki viljað harðari aðgerðir. Það er því augljóst að þau sem vildu harðari aðgerðir urðu undir kröfum þeirra sem engar aðgerðir vildu. Niðurstaðan er í raun engar aðgerðir en þær eru kynntar sem þær séu einhverjar aðgerðir. Þau sem engar aðgerðir vildu fengu að ráða innihaldinu en hin sem vildu aðgerðir fengu að ráða kynningunni. Einhver gæti haldið að þar með hafi allir fengið eitthvað, en reyndin er auðvitað að þau sem ekki vildu neinar aðgerðir fengu allt. Hin ekkert. En til hvers var þessi blaðamannafundur? Mér dettur helst í hug að hann hafi verið sigurstund fyrir Sigríði Á. Andersen, Brynjar Níelsson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og aðra últra-hægrimenn, fögnuður yfir að halda völdum og geta áfram rekið stefnu sína þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð. Ríkisstjórn kynnir eitthvað sem gæti litið út fyrir ókunnuga sem hertar aðgerðir á landamærum, en sem eru það í raun ekki. Frammi fyrir þjóð sem þolað hefur allskyns takmarkanir í meira en ár, þjóð sem hefur nú uppi kröfur um hertar aðgerðir á landamærum, um að hagsmunir hennar séu hafðir að leiðarljósi en ekki frekja og yfirgangur í hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækja eða dellan upp úr öfga-nýfrjálshyggjuliðinu, þjóð sem horfir fram á að enn ein bylgjan sé að rísa með endurteknum takmörkunum á daglegu lífi, banni við samkomum og samveru, þjóð sem sér drauminn um betra líf í vor og snemmsumar vera að leysast upp ... frammi fyrir þessari þjóð mætir ríkisstjórnin með fráleitt sjónarspil. Um hertar aðgerðir sem í raun breyta engu. Ég trúi því ekki að Alþingi láti hafa sig að fífli með því að taka þetta boðaða frumvarp til meðferðar; sex vikna heimild til að leggja kvaðir á fólk sem ekki mun koma hingað? Sem svar við kröfum almennings um hertar aðgerðir strax? Þau sem héldu að ríkisstjórnin væri að boða eitthvað í líkingu við Nýsjálensku leiðina við landamærin hljóta að hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Samkvæmt nýjustu tölum fer enginn á sóttvarnahótel Ekkert Evrópuland er með fleira en 1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa samkvæmt Evrópsku sóttvarnamiðstöðinni (linkur: https://www.ecdc.europa.eu/en/cases-2019-ncov-eueea). Í dag verður því enginn ferðamaður þaðan undantekningarlaust skikkaður í sóttvarnahús samkvæmt ráðagerðum ríkisstjórnarinnar. Og enginn eftir 1. júní. Þá verður enginn skikkaður í sóttvarnahús, ekki einu sinni fólk sem kemur frá löndum með fleiri en 1000 smit á 100 þúsund íbúa, sem í dag eru aðeins örfá lönd í heiminum og ekkert sem hefur beinar flugtengingar við Ísland, líklega ekki önnur lönd en Curacao, Bermuda og San Marino. Var einhver að krefjast reglna um flugsamgöngur við þau? Sex Evrópulönd eru með milli 750-1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa: Ungverjaland (861), Pólland (840), Kýpur (774), Eistland (770), Svíþjóð (770) og Frakkland (762). Ekkert flug kemur frá þessum löndum til Keflavíkur á morgun en vél er ráðgerð frá Stokkhólmi á fimmtudag. Farþegar úr þeirri vél verða skikkaðir í sóttvarnahús og verða vera þar í fimm daga nema þeir geti sýnt fram á að þeir geti dvalið annars staðar í sóttkví við viðunandi aðstæður, t.d. heima hjá sér, í sumarbústað eða einhvers staðar þar sem telja má að hægt sé að dvelja í fimm daga án samgangs við annað fólk. Eins og dæmin sanna er ekki þar með sagt að fólkið dvelji á þessum stöðum eða haldi sóttkví. Breytingarnar breyta engu Í dag er fjöldi smita á Íslandi síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa 25. Það er það lægsta í Evrópu og því til mikils að vinna fyrir Íslendinga að halda uppi sterkum vörnum á landamærum. Þjóðin hefur mikið lagt á sig til að ná þessum árangri og á það skilið að hann sé varinn. Á morgun koma vélar frá Bretlandi þar sem þetta hlutfall er 50, Hollandi þar sem hlutfallið er 564, Danmörku þar sem hlutfallið er 165 og Spáni þar sem hlutfallið er 210. Auk vélarinnar frá Svíþjóð koma svo vélar frá Hollandi á fimmtudaginn (564) og Þýskalandi þar sem hlutfallið er 276. Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag.vísir/vilhelm Þær breytingar sem ríkisstjórnin kynnti hefur því lítil ef nokkur áhrif næstu daga. Og ekki sýnileg nein áhrif þessar sex vikur sem lögin eiga að gilda. Enginn sem getur vísað á viðunandi stað til sóttkvíar verður skyldaður á sóttkvíarhótel. Og fólk sem er að koma frá löndum þar sem smit eru allt að 23 sinnum algengari en hér mun ekki mæta harðari aðgerðum á landamærum en gilda í dag. Þeir sem engar aðgerðir vildu réðu innihaldinu Ég trúi því ekki að enginn ráðherranna í ríkisstjórn og enginn þingmaður ríkisstjórnarflokkanna hafi ekki viljað harðari aðgerðir. Það er því augljóst að þau sem vildu harðari aðgerðir urðu undir kröfum þeirra sem engar aðgerðir vildu. Niðurstaðan er í raun engar aðgerðir en þær eru kynntar sem þær séu einhverjar aðgerðir. Þau sem engar aðgerðir vildu fengu að ráða innihaldinu en hin sem vildu aðgerðir fengu að ráða kynningunni. Einhver gæti haldið að þar með hafi allir fengið eitthvað, en reyndin er auðvitað að þau sem ekki vildu neinar aðgerðir fengu allt. Hin ekkert. En til hvers var þessi blaðamannafundur? Mér dettur helst í hug að hann hafi verið sigurstund fyrir Sigríði Á. Andersen, Brynjar Níelsson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og aðra últra-hægrimenn, fögnuður yfir að halda völdum og geta áfram rekið stefnu sína þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun