Byggist menntastefnan á óframkvæmanlegri hugmyndafræði? Karl Gauti Hjaltason skrifar 22. apríl 2021 12:01 Í sérstökum umræðum sem ég efndi til á Alþingi í vikunni beindi ég spurningum til menntamálaráðherra um stefnuna í skólamálum. Ein af spurningum mínum var hvort skóli án aðgreiningar væri einungis hugmyndafræði eða hvort stefnan væri í raun framkvæmanleg. Hver er árangurinn Aðstæður í skólakerfinu eru í ýmsu tilliti breyttar frá fyrri árum. Margir tala um að agaleysi í skólum hafi færst í vöxt. Börnum sem hafa annað tungumál hefur fjölgað og áskoranir í kennslu því í ýmsu aðrar en áður var. Þrátt fyrir breytt umhverfi er það óskoruð skylda stjórnvalda, sem að málum koma að vera vel vakandi yfir árangri í skólastarfi og vera á tánum ef markmiðum er ekki náð. Neðst Norðurlanda Árangur skólastarfs er að sumu leyti áhyggjuefni. Íslenskir grunnskólanemendur koma illa út í samanburði við börn í öðrum löndum. PISA-kannanir, sem mæla getu nemenda í fjölmörgum löndum, koma vægast sagt illa út fyrir Ísland. Samkvæmt þeim eru íslenskir grunnskólanemendur í frjálsu falli í lesskilningi. Lesskilningur og læsi hefur lækkað nær samfellt síðustu 20 árin og er langt undir meðaltali OECD-landa. Sömu sögu er að segja af stærðfræði og náttúrufræði. Þar, eins og í lesskilningi erum við neðst allra á Norðurlöndum. Niðurstaða sem þessi ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum í ráðuneyti menntamála og í stofnunum þess ættu að loga rauð ljós. Ískyggileg staða drengja Staða íslenskra drengja er háalvarleg. Meira en þriðjungur íslenskra drengja getur ekki lesið sér til gagns eftir grunnskólagöngu og staða þeirra versnar upp skólakerfið. Nú er svo komið að karlar eru rétt þriðjungur þeirra sem útskrifast með meistarapróf úr háskóla og kynjahlutföll í doktorsnámi eru körlum mjög í óhag. Fyrir rúmum tveimur árum efndi ég til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðu drengja sem vakti verðskuldaða athygli. Ýmsir hafa tekið undir áhyggjur mínar í þeim efnum og hefur mikil umræða skapast um stöðu drengja almennt, en kannski sérstaklega í skólakerfinu. Fyrir liggja órækar tölulegar upplýsingar um að staða drengja í skólum sé að ýmsu leyti fjarri því að vera fullnægjandi. Þær staðreyndir benda til að skólakerfið skorti úrræði til að mæta þörfum drengja þannig að þeir geti notið hæfileika sinna. Hvað með afburðanemendur? Ýmsir hafa einnig bent á að meðalnemandanum sé ekki nægilega sinnt í skólunum, þeir verði út undan, gleymist. Sömu sögu megi segja af afburðanemendum, sem fá ekki næga athygli og verkefni við hæfi. Mestur tíminn fari í erfiðustu nemendurna í hverjum bekk. Kennarar leggja með starfi sínu mikilvægan grunn að framtíð skólabarna og ungmenna. Kennarastéttin hefur verið og er vel mönnuð og hefur mörgum afburðakennurum á að skipa. Kennarar eru hlaðnir verkefnum, það eru fundir og skýrslugerðir ásamt oft miklum og erfiðum samskiptum við foreldra, sem skipta sér sífellt meira af innra starfi skólanna. Kennarar leggja sig fram við krefjandi aðstæður, en eru ekki ofsælir af sínum kjörum. Úrbóta er þörf Skólakerfið er við það að rata í ógöngur og tafarlausra úrbóta er þörf. Viðurkenna verður þennan vanda, ekki aðeins í orði heldur líka í verki. Árangurinn er ófullnægjandi í mikilvægum efnum eins og hér hefur verið rakið. Hvar liggur vandinn í skólakerfinu? Þarf frekari sérfræðiaðstoð inn í skólana; sálfræðinga, félagsfræðinga eða talmeinafræðinga? Er ekki sett nægilegt fjármagn inn í kerfið, eða er þeim ekki nægilega vel varið? Vinur er sá er til vamms segir Mikinn kjark þarf til að gagnrýna skólakerfið og beita sér fyrir endurskoðun á því. Ekki síður þarf kjark til að viðurkenna ef við erum á rangri leið. Ráðherra kvaðst hafa gripið til aðgerða og lýsti nýlegum aðgerðum til að efla kennaramenntun og gera hana eftirsóknarverða. Sagði hún að starf fagráða í viðmiðunargreinum myndi leiða af sér betri árangur í þeim. En betur má ef duga skal. Nemendur eru ekki verr gefnir en fyrir áratugum síðan. Kennarar eru ekkert minna færir um að kenna en áður. Kannski þarf að auka virðingu fyrir kennarastarfinu, en stærsti þátturinn þar er auðvitað launin og launakjörin. Ef til vill þarf að leggja meiri áherslu á sérskóla og sérdeildir innan skólanna en nú er gert, en slík úrræði ganga ekki í berhögg við stefnuna. Gífurlegir fjármunir eru settir í menntakerfið, tími og orka nemenda, kennara og foreldra. Mikið er undir. Eðlilegt er að krefjast árangurs og ef hann næst ekki þurfum við að snúa af rangri braut. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skóla - og menntamál Karl Gauti Hjaltason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í sérstökum umræðum sem ég efndi til á Alþingi í vikunni beindi ég spurningum til menntamálaráðherra um stefnuna í skólamálum. Ein af spurningum mínum var hvort skóli án aðgreiningar væri einungis hugmyndafræði eða hvort stefnan væri í raun framkvæmanleg. Hver er árangurinn Aðstæður í skólakerfinu eru í ýmsu tilliti breyttar frá fyrri árum. Margir tala um að agaleysi í skólum hafi færst í vöxt. Börnum sem hafa annað tungumál hefur fjölgað og áskoranir í kennslu því í ýmsu aðrar en áður var. Þrátt fyrir breytt umhverfi er það óskoruð skylda stjórnvalda, sem að málum koma að vera vel vakandi yfir árangri í skólastarfi og vera á tánum ef markmiðum er ekki náð. Neðst Norðurlanda Árangur skólastarfs er að sumu leyti áhyggjuefni. Íslenskir grunnskólanemendur koma illa út í samanburði við börn í öðrum löndum. PISA-kannanir, sem mæla getu nemenda í fjölmörgum löndum, koma vægast sagt illa út fyrir Ísland. Samkvæmt þeim eru íslenskir grunnskólanemendur í frjálsu falli í lesskilningi. Lesskilningur og læsi hefur lækkað nær samfellt síðustu 20 árin og er langt undir meðaltali OECD-landa. Sömu sögu er að segja af stærðfræði og náttúrufræði. Þar, eins og í lesskilningi erum við neðst allra á Norðurlöndum. Niðurstaða sem þessi ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum í ráðuneyti menntamála og í stofnunum þess ættu að loga rauð ljós. Ískyggileg staða drengja Staða íslenskra drengja er háalvarleg. Meira en þriðjungur íslenskra drengja getur ekki lesið sér til gagns eftir grunnskólagöngu og staða þeirra versnar upp skólakerfið. Nú er svo komið að karlar eru rétt þriðjungur þeirra sem útskrifast með meistarapróf úr háskóla og kynjahlutföll í doktorsnámi eru körlum mjög í óhag. Fyrir rúmum tveimur árum efndi ég til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðu drengja sem vakti verðskuldaða athygli. Ýmsir hafa tekið undir áhyggjur mínar í þeim efnum og hefur mikil umræða skapast um stöðu drengja almennt, en kannski sérstaklega í skólakerfinu. Fyrir liggja órækar tölulegar upplýsingar um að staða drengja í skólum sé að ýmsu leyti fjarri því að vera fullnægjandi. Þær staðreyndir benda til að skólakerfið skorti úrræði til að mæta þörfum drengja þannig að þeir geti notið hæfileika sinna. Hvað með afburðanemendur? Ýmsir hafa einnig bent á að meðalnemandanum sé ekki nægilega sinnt í skólunum, þeir verði út undan, gleymist. Sömu sögu megi segja af afburðanemendum, sem fá ekki næga athygli og verkefni við hæfi. Mestur tíminn fari í erfiðustu nemendurna í hverjum bekk. Kennarar leggja með starfi sínu mikilvægan grunn að framtíð skólabarna og ungmenna. Kennarastéttin hefur verið og er vel mönnuð og hefur mörgum afburðakennurum á að skipa. Kennarar eru hlaðnir verkefnum, það eru fundir og skýrslugerðir ásamt oft miklum og erfiðum samskiptum við foreldra, sem skipta sér sífellt meira af innra starfi skólanna. Kennarar leggja sig fram við krefjandi aðstæður, en eru ekki ofsælir af sínum kjörum. Úrbóta er þörf Skólakerfið er við það að rata í ógöngur og tafarlausra úrbóta er þörf. Viðurkenna verður þennan vanda, ekki aðeins í orði heldur líka í verki. Árangurinn er ófullnægjandi í mikilvægum efnum eins og hér hefur verið rakið. Hvar liggur vandinn í skólakerfinu? Þarf frekari sérfræðiaðstoð inn í skólana; sálfræðinga, félagsfræðinga eða talmeinafræðinga? Er ekki sett nægilegt fjármagn inn í kerfið, eða er þeim ekki nægilega vel varið? Vinur er sá er til vamms segir Mikinn kjark þarf til að gagnrýna skólakerfið og beita sér fyrir endurskoðun á því. Ekki síður þarf kjark til að viðurkenna ef við erum á rangri leið. Ráðherra kvaðst hafa gripið til aðgerða og lýsti nýlegum aðgerðum til að efla kennaramenntun og gera hana eftirsóknarverða. Sagði hún að starf fagráða í viðmiðunargreinum myndi leiða af sér betri árangur í þeim. En betur má ef duga skal. Nemendur eru ekki verr gefnir en fyrir áratugum síðan. Kennarar eru ekkert minna færir um að kenna en áður. Kannski þarf að auka virðingu fyrir kennarastarfinu, en stærsti þátturinn þar er auðvitað launin og launakjörin. Ef til vill þarf að leggja meiri áherslu á sérskóla og sérdeildir innan skólanna en nú er gert, en slík úrræði ganga ekki í berhögg við stefnuna. Gífurlegir fjármunir eru settir í menntakerfið, tími og orka nemenda, kennara og foreldra. Mikið er undir. Eðlilegt er að krefjast árangurs og ef hann næst ekki þurfum við að snúa af rangri braut. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun