Tristan Máni er 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2021 20:03 Tristan Máni Orrason, 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrettán ára strákur í Kópavogi getur gert ótrúlegustu hluti með fótbolta þegar kemur að kúnstum og leikjum með boltann. Hann getur til dæmis gert armbeygjur um leið og hann leikur sér með boltann. Tristan Máni Orrason, sem er 13 ára og er að fara að fermast í vor eyðir miklum tíma á Kópavogsvelli og hefur gert síðustu ár enda á fótbolti hug hans allan. Hann æfir með Breiðabliki í fjórða flokki. Samhliða fótboltanum hefur hann náð ótrúlega góðum árangri við að halda boltanum á lofti, metið hans er rúmlega þúsund sinnum og svo gerir hann allskonar kúnstir og æfingar með boltann. Fjöldi fólks fylgir honum t.d. á Instagram þar sem hann hefur sett nokkur myndbönd af sér. Mamma Tristans segir að líf Tristans snúist um fótbolta og aftur fótbolta. „Já, hann er svakalega góður með boltann og er búin að vera með bolta síðan að hann byrjaði að ganga en hann fór að ganga átta mánaða í Liverpool búningnum og ég man aldrei til þess að hann hafi leikið sér með dót heldur hefur það alltaf verið fótbolti,“ segir Elma Bjartmarsdóttir. Og Elma heldur áfram: „Tristan er með mjög stórt markmið í lífinu en hann hefur ætlað sér út í atvinnumennsku síðan hann var ekki orðin átta ára. Þá setti hann sér fyrsta markiðmið, hann ætlaði sér að vera í A-liðinu á Norðurálsmótinu og vann ötullega að því og tókst þá og síðan þá hefur hann verið með mjög öflug markmið og er alveg svakalega duglegur að vinna að þeim.“ Tristan Máni og Elma móðir hans á Kópavogsvelli þar sem Tristan er mjög duglegur að æfa sig með boltannMagnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af atriðunum, sem Tristan gerir er að leika sér með boltann og hann skellir sér svo í armbeygju í leiðinni. „Ég bara legg rosalega mikið á mig og geri allt til að ná markmiði mínu en það er bara að ná í atvinnumennskuna og spila með landsliðinu. Uppáhaldsleikmaðurinn minn og fyrirmyndin mín er Gylfi Sigurðsson,“ segir Tristan. En hvað hvaða liði heldur hann í útlöndum? „Liverpool að sjálfsögðu, það er uppáhaldsliðið mitt. Það bara halda allir í fjölskyldunni minni með Liverpool og þeir eru bara lang bestir,“ segir Tristan og hlær. Kópavogur Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Tristan Máni Orrason, sem er 13 ára og er að fara að fermast í vor eyðir miklum tíma á Kópavogsvelli og hefur gert síðustu ár enda á fótbolti hug hans allan. Hann æfir með Breiðabliki í fjórða flokki. Samhliða fótboltanum hefur hann náð ótrúlega góðum árangri við að halda boltanum á lofti, metið hans er rúmlega þúsund sinnum og svo gerir hann allskonar kúnstir og æfingar með boltann. Fjöldi fólks fylgir honum t.d. á Instagram þar sem hann hefur sett nokkur myndbönd af sér. Mamma Tristans segir að líf Tristans snúist um fótbolta og aftur fótbolta. „Já, hann er svakalega góður með boltann og er búin að vera með bolta síðan að hann byrjaði að ganga en hann fór að ganga átta mánaða í Liverpool búningnum og ég man aldrei til þess að hann hafi leikið sér með dót heldur hefur það alltaf verið fótbolti,“ segir Elma Bjartmarsdóttir. Og Elma heldur áfram: „Tristan er með mjög stórt markmið í lífinu en hann hefur ætlað sér út í atvinnumennsku síðan hann var ekki orðin átta ára. Þá setti hann sér fyrsta markiðmið, hann ætlaði sér að vera í A-liðinu á Norðurálsmótinu og vann ötullega að því og tókst þá og síðan þá hefur hann verið með mjög öflug markmið og er alveg svakalega duglegur að vinna að þeim.“ Tristan Máni og Elma móðir hans á Kópavogsvelli þar sem Tristan er mjög duglegur að æfa sig með boltannMagnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af atriðunum, sem Tristan gerir er að leika sér með boltann og hann skellir sér svo í armbeygju í leiðinni. „Ég bara legg rosalega mikið á mig og geri allt til að ná markmiði mínu en það er bara að ná í atvinnumennskuna og spila með landsliðinu. Uppáhaldsleikmaðurinn minn og fyrirmyndin mín er Gylfi Sigurðsson,“ segir Tristan. En hvað hvaða liði heldur hann í útlöndum? „Liverpool að sjálfsögðu, það er uppáhaldsliðið mitt. Það bara halda allir í fjölskyldunni minni með Liverpool og þeir eru bara lang bestir,“ segir Tristan og hlær.
Kópavogur Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira