Hraðvirk réttindaskerðing Olga Margrét Cilia skrifar 23. apríl 2021 08:01 Píratar eru ekki á móti sóttvarnarhúsum, takmörkunum, skimunum, grímum eða bólusetningum. Pírötum er þó mjög annt um þau réttindi sem við öll eigum og þegar þau réttindi eru takmörkuð með lagasetningum þá er eðlilegt að sú lagasetning uppfylli kröfum réttarríkisins. Þegar verið er að setja lög sem eru íþyngjandi fyrir einstaklinga þá eiga þau að vera skýr og þegar verið er að setja sértækar lagaheimildir verður að byggja það á aðgengilegum, stöðugum og skýrum reglum. Samkvæmt stjórnarskránni okkar og Mannréttindasáttmála Evrópu má einungis takmarka réttindi okkar vegna brýnna almannahagsmuna og það verður að gera með skýrri lagaheimild. Við áttum okkur öll á hvaða almannahagsmunir búa hér undir; við erum að reyna að vernda líf og heilsu fólks. En þó að almannahagsmunirnir séu brýnir þá þýðir það ekki að lögin sem takmarka réttindi okkar megi vera óskýr eða unnin í flýti. Þá erum við komin ansi nálægt því að leyfa geðþóttaákvarðanir yfirvalda og það er eitthvað sem löggjafinn þarf að passa upp á að gerist ekki! Aðfararnótt 22. apríl átti Alþingi að kjósa um lagabreytingu til að skjóta lagastoð undir reglugerðarheimild heilbrigðisráðherra til að skikka fólk í sóttvarnarhús og banna fólki frá hááhættusvæðum að koma til landsins. Tilgangurinn er skýr en aðferðin til þess að ná þessum markmiðum var og er óskýr. Það komu aldrei skýr svör frá ríkisstjórninni afhverju frumvarpið hefði ekki verið lagt fram fyrr. Dómur héraðsdóms um skort á lagastoð fyrir reglugerð heilbrigðisráðherra féll 5. apríl sl. og það var ljóst strax um páskana að framkvæmdin við að skikka fólk í sóttvarnarhús væri vanhugsuð. Mér er því enn fyrirmunað að skilja afhverju þingið fékk einn dag í þinglega meðferð á jafn mikilvægu frumvarpi. Skilningur minn að morgni 21. apríl var sá að þingheimur ætlaði að vinna saman að því að tryggja að um nægilega trausta lagastoð yrði að ræða, þó að minnihlutinn benti ítrekað á að þetta væri varla nægilegur tími til þess að ganga vel frá málum. Margir af gestum velferðarnefndar að kvöldi 21. apríl bentu á ýmsar hættur sem leyndust í frumvarpinu en á þau var ekki hlustað. Sem þingman sem er kosin inn á þing til að standa vörð um grunnréttindi einstaklinga þá varð ég að segja nei við þessu frumvarpi. Ég átta mig á að það þarf í vissum tilvikum að takmarka mannréttindi í þágu almannahagsmuna en ég mun aldrei samþykkja það að grundvallarréttindi okkar séu takmörkuð með flýtiaðgerð á þingi og tel ég að það sé alveg eins mikilvægt sjónarmið í skilgreindu hættuástandi eins og rólegri tímum. Það er auðvelt að segjast virða mannréttindi þegar allt er í blússandi siglingu en það er annað að sýna að þau skipti yfirvöld máli í raun og veru þegar hættuástand ríkir. Til þess þarf kjark og festu. Það hafa verið stigin mörg skref inn á réttindi okkar síðasta árið og eftir því sem við verðum hræddari og ógnin virðist aukast þá hættum við að taka eftir því. Þess vegna er hættulegt að samþykkja fljótfærnislegar lagabreytingar og sér í lagi þegar kallað er ítrekað eftir nánari afmörkun og útskýringum frá ríkisstjórninni sem kýs að svara þeim áhyggjum ekki. Slík vinnubrögð eru ekki til þess gerð að skapa samstöðu í samélaginu eða treysta stoðir samfélagssáttmálans okkar. Það hefur verið ákall eftir upplýsingagjöf, samræmi í aðgerðum, framtíðarplani og heiðarleika í svörum. Þessu ákalli og áhyggjum verður ekki svarað eða þaggaðar niður með því að setja fram óafmarkaða lagaheimild. Píratar lögðu fram breytingartillögu þar sem skýrar var kveðið á um hvernig átti að framkvæma skikkun í sóttvarnarhús, og var hún felld. Ég er dauðhrædd við þennan heimsfaraldur eins og hver annar en ég hef áhyggjur af því að það komi einhver önnur ógn bráðlega og það hvernig við ráðumst í aðgerðir til að tryggja almannahagsmuni í þessum faraldri sem geysar nú mun setja fordæmi um hvernig við tökumst á við næstu ógnir. Ég skil að það þarf að takmarka réttindi okkur, en við höfum öll rétt á að vita afhverju er verið að skerða réttindi okkar, til hvers, hversu lengi á að gera það og á hvaða forsendum það er gert. Það kom engan veginn fram við þinglega meðferð lagabreytingarfrumvarps heilbrigðisráðherra. Við viljum ekki afnæmast gagnvart því að réttindi séu hægt og bítandi tekin af okkur. Við þurfum alltaf að setja þá kröfu á Alþingi og ríkisstjórnina að réttindaskerðing sé framkvæmd samkvæmt kröfum réttarríkisins og með samfélagssáttmála í forgrunni. Það þurfti meiri tíma til þess að gera þetta almennilega og það var engin ástæða til þess að setja þinginu þá afarkosti að afgreiða jafn mikilvægt mál á sólarhring. Höfundur er sitjandi þingman Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar eru ekki á móti sóttvarnarhúsum, takmörkunum, skimunum, grímum eða bólusetningum. Pírötum er þó mjög annt um þau réttindi sem við öll eigum og þegar þau réttindi eru takmörkuð með lagasetningum þá er eðlilegt að sú lagasetning uppfylli kröfum réttarríkisins. Þegar verið er að setja lög sem eru íþyngjandi fyrir einstaklinga þá eiga þau að vera skýr og þegar verið er að setja sértækar lagaheimildir verður að byggja það á aðgengilegum, stöðugum og skýrum reglum. Samkvæmt stjórnarskránni okkar og Mannréttindasáttmála Evrópu má einungis takmarka réttindi okkar vegna brýnna almannahagsmuna og það verður að gera með skýrri lagaheimild. Við áttum okkur öll á hvaða almannahagsmunir búa hér undir; við erum að reyna að vernda líf og heilsu fólks. En þó að almannahagsmunirnir séu brýnir þá þýðir það ekki að lögin sem takmarka réttindi okkar megi vera óskýr eða unnin í flýti. Þá erum við komin ansi nálægt því að leyfa geðþóttaákvarðanir yfirvalda og það er eitthvað sem löggjafinn þarf að passa upp á að gerist ekki! Aðfararnótt 22. apríl átti Alþingi að kjósa um lagabreytingu til að skjóta lagastoð undir reglugerðarheimild heilbrigðisráðherra til að skikka fólk í sóttvarnarhús og banna fólki frá hááhættusvæðum að koma til landsins. Tilgangurinn er skýr en aðferðin til þess að ná þessum markmiðum var og er óskýr. Það komu aldrei skýr svör frá ríkisstjórninni afhverju frumvarpið hefði ekki verið lagt fram fyrr. Dómur héraðsdóms um skort á lagastoð fyrir reglugerð heilbrigðisráðherra féll 5. apríl sl. og það var ljóst strax um páskana að framkvæmdin við að skikka fólk í sóttvarnarhús væri vanhugsuð. Mér er því enn fyrirmunað að skilja afhverju þingið fékk einn dag í þinglega meðferð á jafn mikilvægu frumvarpi. Skilningur minn að morgni 21. apríl var sá að þingheimur ætlaði að vinna saman að því að tryggja að um nægilega trausta lagastoð yrði að ræða, þó að minnihlutinn benti ítrekað á að þetta væri varla nægilegur tími til þess að ganga vel frá málum. Margir af gestum velferðarnefndar að kvöldi 21. apríl bentu á ýmsar hættur sem leyndust í frumvarpinu en á þau var ekki hlustað. Sem þingman sem er kosin inn á þing til að standa vörð um grunnréttindi einstaklinga þá varð ég að segja nei við þessu frumvarpi. Ég átta mig á að það þarf í vissum tilvikum að takmarka mannréttindi í þágu almannahagsmuna en ég mun aldrei samþykkja það að grundvallarréttindi okkar séu takmörkuð með flýtiaðgerð á þingi og tel ég að það sé alveg eins mikilvægt sjónarmið í skilgreindu hættuástandi eins og rólegri tímum. Það er auðvelt að segjast virða mannréttindi þegar allt er í blússandi siglingu en það er annað að sýna að þau skipti yfirvöld máli í raun og veru þegar hættuástand ríkir. Til þess þarf kjark og festu. Það hafa verið stigin mörg skref inn á réttindi okkar síðasta árið og eftir því sem við verðum hræddari og ógnin virðist aukast þá hættum við að taka eftir því. Þess vegna er hættulegt að samþykkja fljótfærnislegar lagabreytingar og sér í lagi þegar kallað er ítrekað eftir nánari afmörkun og útskýringum frá ríkisstjórninni sem kýs að svara þeim áhyggjum ekki. Slík vinnubrögð eru ekki til þess gerð að skapa samstöðu í samélaginu eða treysta stoðir samfélagssáttmálans okkar. Það hefur verið ákall eftir upplýsingagjöf, samræmi í aðgerðum, framtíðarplani og heiðarleika í svörum. Þessu ákalli og áhyggjum verður ekki svarað eða þaggaðar niður með því að setja fram óafmarkaða lagaheimild. Píratar lögðu fram breytingartillögu þar sem skýrar var kveðið á um hvernig átti að framkvæma skikkun í sóttvarnarhús, og var hún felld. Ég er dauðhrædd við þennan heimsfaraldur eins og hver annar en ég hef áhyggjur af því að það komi einhver önnur ógn bráðlega og það hvernig við ráðumst í aðgerðir til að tryggja almannahagsmuni í þessum faraldri sem geysar nú mun setja fordæmi um hvernig við tökumst á við næstu ógnir. Ég skil að það þarf að takmarka réttindi okkur, en við höfum öll rétt á að vita afhverju er verið að skerða réttindi okkar, til hvers, hversu lengi á að gera það og á hvaða forsendum það er gert. Það kom engan veginn fram við þinglega meðferð lagabreytingarfrumvarps heilbrigðisráðherra. Við viljum ekki afnæmast gagnvart því að réttindi séu hægt og bítandi tekin af okkur. Við þurfum alltaf að setja þá kröfu á Alþingi og ríkisstjórnina að réttindaskerðing sé framkvæmd samkvæmt kröfum réttarríkisins og með samfélagssáttmála í forgrunni. Það þurfti meiri tíma til þess að gera þetta almennilega og það var engin ástæða til þess að setja þinginu þá afarkosti að afgreiða jafn mikilvægt mál á sólarhring. Höfundur er sitjandi þingman Pírata.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun